Aðalatriðið er að sitja á hjólinu og slappa af.... Ef maður er of stífur eða stendur þá eykur hættu á því að maður renni.
Vertu í aðeins hærri gír en þú værir ef þú værir að hjóla á auðu. Og ef þú ert að hjóla upp brekku þá endilega ekki rykkja í petalahringnum heldur hjóla af jöfnu átaki. Þá spólar maður ekki og þá rennur maður síður.
Alls ekki bremsa á meðan þú ert að beygja. Alltaf að bremsa þegar þú ert á beinum vegarhluta, þetta er auðvelt ef maður bara hugsar aðeins framm í tímann. Bremsa fyrir beygjuna .... ekki í henni er trikkið.
Fylgstu vel með umhverfinu, Allar breytur eins og hundar, gangandi vegfarendur og bílar geta komið manni á óvart... Ekki láta koma þér á óvart því fyrstu viðbrögð eru oft að snarbremsa og það vill maður ekki í hálku. Fylgjast vel með umhverfinu er trikkið.
Þegar farið er upp og niður af kantsteinum er best að koma beint á þá, ekki koma á ská því þá langar dekkjunum ekki endilega að fara þangað til sem þig langar. Að vera í beygju á leið upp kantstein er ávísun á gott fall.
Með því að fylgja þessum reglum er bæði hægt að hjóla með og án nagladekkja. Aðalmálið ef þú ert ekki með nagladekk er að vera með grófari dekk og minna loft en þú ert vanur svo þau komi við sem mest af jörðinni... Svipað og jeppamenn gera þegar þeyr keyra ofan á snjó.
Athugasemdir
Mín reynsla er sú að ef maður þarf að nota bremsuna til að hægja á sér í hálku þá er betra að nota frambremsurnar. Það stafar af því að maður hefur vissa stjórn á framdekkinu, sem maður hefur ekki á afturdekkinu.
Sigurður M Grétarsson, 13.1.2009 kl. 23:22
Takk fyrir þessar upplýsingar. Læt reyna á þær í fyrramálið. Lagði af stað í morgun en var eins og belja á svelli, gafst upp eftir stutta ferð. Er að fikra mig á fram í vetrarhjólreiðum.
Heiðar Birnir, 15.1.2009 kl. 22:07
Er á nöglum og það eina sem ógnar er saltsnjórinn... sem betur fer eru þeir lítið að salta hér norðan heiða ennþá, (best auðvitað að vera alveg laus við þann fjanda). En nagladekk, og vandamálin eru úr sögunni.
Ingimar Eydal, 15.1.2009 kl. 22:38
Það sem mér er "erfiðast" eru bílstjórarnir sem keyra á fullu í pollana og ausa yfir mann drullunni.
Naglar á hjólinu - tær snilld
Þorbjörg (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:18
Sigurður: Ég nota sjálfur frambremsuna þónokkuð en er þó á vel nelgdum dekkjum og myndi ekki reyna það án þeirrae. Þetta er líka þjálfunardæmi og því mæli ég með leiðbeiningunum í blogginu fyrir byrjendur.
Heiðar Birnir: Frábært að heyra að þaú búin að drífa þig af stað... endilega sendu mér email eða eitthvað hvernig gengur og ég skal ráðleggja þér með það sem þér finnst vanta uppá ef eitthvað er.
Ingimar: Saltsnjór er það versta sem maður á við á hjóli... Erfiður viðureignar og svo framvegis.... sjálfur verð ég á Akureyri fram að mánaðarmótum að frumreina saltsnjóinn á Akureyri... Vonandi að hann verðu ekki jafn froðukenndur og í Reykjavík.... Samt líklegt...
Þorbjörg: Ef þér finnst bílstjórar ógna öryggi eða heilsu þinni ´þá áttu bara að fara útá miðja akgreinina og hjóla þar. Bílstjórar keyra ekkiá þig þar og bera þér fulla virðingu því þeir eru hræddir við þig og um þitt öryggi. En ef þú ert útí kanti ertu bara enn enn hjólreiðamaðurinn sem ræður örugglega við allt sitt... sama hvernig hálka og færð er.
Lykilatriði fyrir hjólreiðamenn sem finna fyrir óöryggi vegna umferðar er að taka stjórn á umferðinni, við eigum jafnan réttog bílar og frekar að nýta hann en vera eitthvað stresssaður. Og það er ekki þér að kenna ef þú hægir eitthvað á henni heldur þeim sem hafa ekki búið þér almennilegar aðstæður til að komast þangað sem þú villt komast á hjóli
Vilberg Helgason, 16.1.2009 kl. 02:20
Vel mælt, Vilberg
Morten Lange, 16.1.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.