Dregur úr bílaumferð í Reykjavík

af vef Reykjavíkurborgar:
Dregið hefur úr umferð í Reykjavík um 6% að meðaltali milli mánaðanna október 2007 til október 2008 og á sumum leiðum allt að 10%. Þetta kemur fram í skýrslu um umferðarmagn og flæði í Reykjavík sem kynnt var fyrir umhverfis- og samgönguráði í vikunni.

Talningin var meðal annars gerð með umferðargreinum sem mæla umferðarmagn, hraða og fjölda bifreiða. Líklegt er að margir hafi endurskoðað ferðavenjur sínar í Reykjavík eftir að kreppan skall á í október. Sala á bifreiðum hefur einnig dregist saman.

Það er ekki ólíklegt að þessi þróun haldi áfram, og engin smá samdráttur búin að eiga sér stað þó. Það er ekki þverfótandi fyrir auglýsingum þar sem óskað er eftir reiðhjólum og hjólreiðabúðirnar segja sölu vera góða og svo eru blikkandi hjólaljós útum allt á morgnana.

Auðvitað er fólk farið að skoða aðra kosti en bílinn og farið að temja sér aðra kosti til samgangna. Núna er bara spurningin hvort borgin ætli að bregðst við þessu og bæta aðstöðu hjólreiðamanna. Góð byrjun væri að setja mokstur stíga í forgang og leggja drög að hjólreiðastígum meðfram stofnbrautum svo hægt sé að viðhalda þessarri þróun.

Það er alveg á hreinu að þeir sem flytja sig af bílum yfir á reiðhjól eru að spara sjálfum sér og ríkinu stórpening. Ætli það sé ekki gott í kreppunni að þurfa ekki að vera að spæna upp allar götur á sumrin vegna slits og þurfa ekki að ráðast í gerð mikilla bílamannvirkja.

Svo er það náttúrulega aðalmálið, það er að fólk sem hjólar er að fá andlega útrás og líður miklu betur heldur en fólk sem er að stressa sig í bílaumferðinni. Það geta langflestir skilgreint tímann sinn þannig að hjólið henti og því í raun engin afsökun til að fara ekki af stað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Ég settist inn í bíl um daginn eftir langa setu á hjólinu. Fann hvernig stressið jókst til munar - tók því frelsinu sem hjólreiðarnar veita fagnandi næst þegar ég fór uppá bak.

Róbert Þórhallsson, 17.1.2009 kl. 19:15

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta eru góðar fréttir - ég tek eftir þessu líka.

Anna Karlsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Sama hér, verð vitlaus í skapinu þegar ég sit í bíl, sérstaklega á álagstíma, miklu skemmtilegra að taka bara fram úr umferðinni á hjóli... En er núna flutt til Danmerkur (bíllaus, hjólandi) og er hrædd um að verða fyrir kúltúrsjokki þegar ég sest næst á hjól í Reykjavík

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband