Að búa til dauðagildru á Miklubraut

Í gær var ýmislegt sem taka átti fyrir á þingi. Fleira en bara áfengisfrumvarpið og eldflaugavarnarkerfið í austur evrópu.

seinasta mál á dagskrá átti að vera: 12. Umferðarlög (forgangsakreinar) 93. mál, lagafrumvarp
sjá nánar á http://www.althingi.is/altext/136/s/0100.html

Það var tvennt sem er hvað merkilegast við þetta frumvarp.

Annars vegar:    Við 2. mgr. 13. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Almenn umferð ökutækja um forgangsakreinar strætisvagna og leigubifreiða er óheimil.

Og hins vegar: Frumvarp þetta er liður í því að efla almenningssamgöngur. Ljóst er að á næstu árum þarf átak í eflingu almenningssamgangna og á vettvangi samgönguráðuneytisins er unnið að endurskoðun á umferðarlögum sem taka mun mið af því. Þetta skref verður vonandi til þess að fleiri forgangsakreinar í umferðinni líti dagsins ljós og að almenningssamgöngur verði raunhæfur valkostur í fyllingu tímans.

forgangurFrábært mál. Banna öðrum bílum og mótorhjólum að nýta sér þessar akgreinar til að efla almenningssamgöngur og draga úr nauðsyn bílsins. Það er bara eitt sem er alslæmt við þetta frumvarp Steinunnar Valdísar, Karls Matt og Ólafar Nordal. Það er að það á að banna hjólreiðamönnum að vera á forgangsakgreinum. Í umferðarlögum er mælst til þess að reiðhjólafólk haldi sig lengst til hægri á götunni sem er jú gott og blessað til að draga ekki úr flæði hraðskreiðari ökutækja.

En hvar eiga hjólreiðamenn þá að vera. Ef við skoðum mynd með grein þá má þar sjá hvar öruggara er að vera og svo hversu fáránlegt það er ef við þurfum að vera milli ökutækja á götunni sem lengst til hægri(vinstra megin við strætó).

Þetta er hreinlega áskrift á slys, banaslys og til þess fallið að draga úr hjólreiðum eftir þessum leiðum.

Einhverjir eru eflaust að hugsa að hjólreiðamenn eigi að halda sig á gangstéttum og svo sé þessi fíni stígur í gegnum fossvoginn ef fólk þarf að komast í vesturátt.  En svo einfalt er það ekki því stígar eru ekki mokaðir nógu oft og tefja hjólreiðamanninn og svo skapar hjólreiðafólk hættu fyrir gangandi vegfarendur ef það er á einhverri hraðferð. Og varðandi að taka fossvogsleiðina þá er hún miklu lengri og jafn raunhæft að segja fólki sem er að fara á bíl úr grafarvogi og niður í bæ á að taka nýbílaveginn í stað miklubrautarinnar. Það færi eflaust jafn mikill tími í þetta aukalega og fyrir hjólreiðamanninn að fara fossvoginn frekar.

Ég vil því hvetja Tríóið sem stendur að baki þessu frumvarpi að endurskoða hug sinn og leyfa hjólreiðar á forgangsakreinum. Enda erum við hjólreiðamenn í stórsókn í notkun reiðhjóls sem samgöngumáta og vantar aðstöðu til að komast ferða okkar.

Ef Tríóið sér sér ekki fært að endurskoða þá geri ég kröfu um að gerðir verði sérstakir hjólreiðastígar meðfram stofnbrautum til að tryggja öryggi hjólreiðamanna, gangandi vegfarenda og til að gera hjólreiðar að sambærilegum kost og bílum og strætó.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðann pistil.

Sendirðu þetta ekki  líka áfram á þremenningana ???

kv. Örvar 

Örvar Már (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:26

2 identicon

Takk fyrir góðann pistil.

Sendirðu þetta ekki  líka áfram á þremenningana ???

kv. Örvar 

Örvar Már (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:29

3 identicon

Flottur og réttmætur pistill. Sendu hann á sem flesta þingmen. Það er alls óvíst að þeir álpist inná síðuna þína.

Ívar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband