Þegar bílafyrirtækin hanna fjallahjól

Núna þegar það er ekkert vit í að kaupa sér sportbíl á Íslandi þá er hægt að fá sér fjallahjól frá framleiðendum sport og eðalbíla. Ég prófaði að leita að hjólum frá Amerísku framleiðendunum en fann engin fjallahjól og japanir eru duglegri við keppnis og götuhjól.

audi
Audi

mercedes
Mercedes Benz

porsche1
Porche

ferrari
Ferrari

Svo er náttúrulega ekki hægt að sleppa F1 útgáfunni af Ferrari

1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru til sölu Land Rover fjallahjól hjá B&L ;)

Walter (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:48

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvað ég vildi að ég væri yngri. Þá myndi ég kaupa mér svona tryllitæki. En næsta hjólið mitt verður dömu- götuhjól.

Úrsúla Jünemann, 4.2.2009 kl. 14:31

3 identicon

Ég átti einu sinni götuhjól frá Mercedes Benz. Mig minnir að það hafi verið 7 gíra og drifbúnaðurinn var öðruvísi en gengur og gerist. Það var ekki keðja, heldur var það reimdrifið með kílreim. Við pedalana var kílreimarhjól en við afturhjólið voru einskonar flapsar sem þrýsti sér út í reimina og hélt henni strekktri. Ég hjólaði töluvert á því en þessir flapsar voru meingallaðir og þurfti að skipta um þá á ca 3. mánaða fresti vegna þess að þeir slitnuðu svo að reimin fór að slúðra.

Ræsir var með umboð fyrir þessum hjólum og eftir að ég hafði átt hjólið í ár, þá sögðu þeir að ábyrgðin væri útrunnin og að þeir myndu ekki laga hjólið lengur. Ég var ekki sáttur við það og stóð í smá stappi við þá út af þessu. Endirinn var sá að þeir endurgreiddu mér ca 80% af verðgildi hjólsins og eftir þetta hættu þeir að selja þessi hjól.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Sá einu sinni hjól merkt Jeep.  Gæti hafa verið hluti af auglýsingu.  En eru þessi hjól eitthvað betri?

Steinarr Kr. , 5.2.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Magnús Bergsson

Mér sýnist af þessum dæmum það aðeins vera Benz og Ferrari sem hafi náð grunnskólaprófi í hönnun reiðhjóla. Þá er spurning hvort hjólin séu nothæf eða hvort þeim sé aðeins ætlað að festast á toppgrind. 

Magnús Bergsson, 5.2.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Er þetta ekki alveg upplagt innlegg í nýsköpunarhugmyndir - fara í samstarf við erlenda bílaframleiðendur sem eru vanir að vinna í efninu og efla hönnun og smíðar hjóla hér á landi.

Anna Karlsdóttir, 6.2.2009 kl. 16:51

7 Smámynd: Magnús Bergsson

Það var akkúrat það sem mér datt í hug í október þegar allt hrundi. Af hverju ekki fara að smíða reiðhjól og hluti til þeirra? Reiðhjólasmíði á sér langa sögu á Íslandi og lifa bæði fyrirtækin enn sem það gerðu snemma á síðustu öld. Þau hættu því miður að framleiða reiðhjól eftir að bíladellan fór að eitra íslenska þjóðarsál.  Hér voru líka smíðaðir Grodda bögglaberar í 2-4 ár sem þóttu bara ágætir og þykja enn.

Er ekki einhver góður suðumaður orðin atvinnulaus? Ég skal gefa mína þekkingu svo langt sem hún nær. Við þurfum ekki erlenda aðstoð, því síður frá bílaframleiðendum sem allir eiga sök á því að hafa rústað skipulagsmálum vesturlanda, sem og drepið og limlest miljónir manna með gengdarlausri bílaframleiðslu.

Magnús Bergsson, 6.2.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband