Beth Mason, BikeFit sérfræðingur á Íslandi 10-13. mars

Hjólamenn í samstarfi við Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólreiðanefnd ÍSÍ standa fyrir komu Beth Mason til Íslands 10. til 13. mars næstkomandi. Beth er sérfræðingur á sviði uppsetningar á hjólum (bike fit) og mun hún veita íslensku hjólreiðafólki ráðgjöf þá daga sem hún dvelur hér á landi.

Beth er löggiltur sjúkraþjálfari og klínískur sérfræðingur í bæklunarlækningum og hefur yfir 12 ára starfsreynslu á þeim vettvangi. Hún hefur jafnframt lokið námskeiði í framhalds hjólauppsetningum (advanced bike fit) frá SICI (Serotta International Cycling Institute, http://www.serottacyclinginstitute.com/), er starfandi hjólreiðaþjálfari með leyfi frá Bandarísku hjólreiðasamtökunum (USA Cycling) og er Category 1 keppandi í götuhjólreiðum og cyclo-cross í Bandaríkjunum. Jafnframt leggur Beth stund á doktorsnám í íþróttalækningum.

Meðan á dvöl sinni stendur á Íslandi mun Beth veita eftirfarandi þjónustu:

Basic Bike Fit
Tilvalið fyrir byrjendur eða áhugahjólreiðafólk sem vill koma í veg fyrir meiðsli. Farið verður yfir meiðslasögu/álagseinkenni og hnakkur, stýri og bremsur stilltar. Tímalengd: Um 1 klst. Þáttökugjald: 13.500 kr.


Advanced Bike Fit
Fyrir þá sem leita að því að fullkomna stöðu sína og þægindi á hjólinu. Farið verður nákvæmlega yfir sögu viðkomandi, liðleikamat gert og statísk og dýnamísk staða á hjólinu tekin. Dýnamísk greining á hjólreiðastöðunni verður gerð með hinum háþróaða Retul uppsetningarbúnaði (http://www.retul.com/) sem er í fremstu röð í heiminum í dag. Tímalengd: Um 2 til 2 ½ kls. Þáttökugjald: 30.000 kr.

Allir sem munu nýta sér þjónustu Beth verða jafnframt skannaðir fyrir eSoles (http://www.esoles.com/) sem er leiðandi fyrirtæki á sviði skóinnleggja. Er þá síðar hægt að taka ákvörðun um pöntun á innleggi.

Takmarkað framboð verður á tímum hjá Beth.

Þeir sem hafa í hyggju að nýta sér þjónustu hennar vinsamlegast skráið sig með því að senda tölvupóst á sigurgeir@tono.is fyrir 1. mars. Greiða verður 10.000 kr. staðfestingargjald (kt. 580105-0840, reikningur nr. 0101-26-705815) sem mun renna beint upp í fullnaðarborgun á þáttökugjaldi . Skráning án borgunar staðfestingargjalds verður ekki tekin gild. Vinsamlegast tilgreinið einnig hvaða þjónustu þið hafið í hyggju að notfæra ykkur og óskir um dagsetningu, ef einhverjar.

Beth verður með aðstöðu í Markinu, Ármúla 40, á meðan á dvöl hennar stendur.

Nánari upplýsingar: http://www.bethbikes.com/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef man er ekki með hjól, bara vantar upplysing um eSoles?

Lissy (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband