Hjólum í vinnuna en ekki í skólann ? af hverju!!!

Merkilegt nokk þá eru til skólar á Íslandi sem stefna að því að draga úr hjólreiðum barna og sumsstaðar að beiðni lögreglunnar.

Á meðan Hjólað í vinnuna sem er einhver mesti uppgangstími hjólreiða á hverju ári virðist sem þeim sem nota hjól til samgangna fjölgi stórlega í hvert skipti, hvort sem er á Akureyri eða Reykjavík eða bara hvar sem er því það er ekki þverfótandi fyrir hjólreiðafólki fyrstu vikurnar eftir Hjólað í vinnuna og svo fjölgar þeim alltaf sem taka allt sumarið á þetta og þessvegna allt árið.

Þessvegna finnst mér skelfileg hugsun um að verið sé að banna börnum sem í fjórða bekk og yngri að hjóla í skólann. Ekki nóg með að það sé skólinn sem hvetji til þessa heldur er það lögreglan eins og á Akureyri.

Eflaust eru þeir sem þessu ráða ekki vaxnir uppúr því að reiðhjól sé bara leiktæki heldur notanlegt til samgangna eins og flestar evrópuþjóðir hafa uppgvötað og nú seinast Norðmenn sem ætla sér helst að koma öllum á reiðhjól.

Börn eru ekki undanskilin því að þurfa að nota samgöngur því þau þurfa jú að komast til og frá skóla en einhvernvegin er aðaláhyggjuefnið að börnin grípi kannski til hjólsins í frímínútum eða lendi í einhverju á leiðinni til og frá skóla.

Þetta tel ég alveg ótrúlega grunnhyggna afstöðu því á meðan börnin hjóla þá eru föreldrarnir ekki að keyra börnin og þannig ekki að skapa öðrum börnum hættu með tveggja tonna málmhlúnkunum sínum.

Það hefur bæði sýnt sig og sannað að hjólreiðar auka athyglisgáfu, þroska og ábyrgðarkennd barna og á meðan skólar í bretlandi eru að hvetja börn til hjólreiða (og þar þurfa þau að hjóla á hjólareinum) erum við Íslendingar að takmarka þessa notkun á meðan hér má nota gangstíga og útivistarstíga til að hjóla á ?

Mig langar að hvetja skóla og lögregluyfirvöld að kynna sér kosti og galla áður en svona stórar ákvarðanir eru teknar og ætla að leyfa mér að birta bréf sem ég fékk frá vini mínum sem á krakka í Lundarskóla á Akureyri.

Bréf frá Lundarskóla

Ágætu foreldrar og nemendur

Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir veturinn

Á skólalóðinni er alltaf mikið líf og fjör. Með sumarkomunni breytist yfirbragðið þar nokkuð og ýmiss konar hjólatæki og búnaður verður áberandi. Notkun hjólatækja fylgir ávallt nokkur áhætta sem hægt er að minnka með tilheyrandi hlífðarbúnaði. Af þessu tilefni er rétt að minna á eftirfarandi kafla í reglum skólans. Það er von okkar í skólanum að allir virði reglurnar og sýni tillitssemi.

Nemendum í  1.– 4. bekk er ekki heimilt að koma með reiðhjól, hjólabretti, hjólaskauta, hjólaskó, hlaupahjól og línuskauta í skólann.
Notkun hjólabretta, hjólaskauta, hjólaskóa, hlaupahjóla og línuskauta er óheimil á skólalóðinni frá kl. 8:00 til 16:00 nema á hjólabrettavellinum. Þeir sem nota slíka hluti skulu vera með hlífðarhjálm og viðeigandi hlífðarbúnað. Hjólabretti, hjólaskautar, hjólaskór, hlaupahjól og línuskautar verða tekin af nemendum sem ekki fara að reglum skólans varðandi öryggisbúnað og aðeins afhent forráðamönnum viðkomandi.
Hjólreiðar nemenda eru ekki leyfðar á lóð skólans frá kl. 8:00 til 16:00, nema á leið í og úr skóla. Reiðhjól verða tekin af nemendum sem ekki virða bannið og geymd í skólanum þar til forráðamenn viðkomandi ná í þau.

Fyrri hlutinn Bréf frá Lögreglunni á Akureyri (seinni hlutinn fjallaði um hjálmanotkun að mestu)

Lögreglan Akureyri
Forvarnir – Fræðsla
Akureyri  vorið 2009
Ábending til foreldra og forráðamanna.

Reiðhjólið er farartæki.
Það er skemmtilegt að læra að hjóla, það lærir maður aðeins einu sinni.  Þótt líði mörg ár á milli þess sem maður hjólar gengur það, maður heldur jafnvægi.  Þetta er skemmtileg staðreynd.  Nær öll börn læra að hjóla, eiga hjól og nota það.  Þau eru fljót að ná góðu valdi á hjólinu og ótrúlegri leikni.  Undir tíu ára aldri eru þau þó að jafnaði ekki fær um að meta allar aðstæður í umferðinni og undir sjö ára aldrei eiga þau ekki að hjóla þar nema í fylgd fullorðins.  Nú eru börnin að taka hjólin út eftir veturinn og hafa það verið tilmæli til foreldra að börn í 1. til 4. bekk komi ekki í skólann á hjóli.  Þetta er gert af öryggisástæðum

Það sem mér finnst að þessu er að þetta á ekki að vera í valdi skóla eða lögreglu að búa til svona reglu heldur er þetta uppeldisatriði foreldra að meta stöðuna hverju sinni. Skólinn má ákveða hvað börnin gera á skólatíma ekki á leið til og frá hans. 

Börn eru misvel þjálfuð og mismikið kennt hvernig á að haga sér í umferð. En í stað þess að hafa hjólreiðafræðslu í skólum og kenna börnum hvernig á að haga sér þá er farin leiðin að banna börnum að hjóla og frekar valið að börnum sé keyrt til og frá skóla.

Máski skólakerfið og lögreglan ætti að kynna sér hjólafærniverkefni Landssamtaka Hjólreiðamanna áður en lengra er haldið í afturhaldi sem þessu www.lhm.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef skólar bönnuðu börnum að koma á bílum (foreldra sinna) í skólann því það skapaði hættu fyrir þau börn sem ganga/hjóla í skólann, ætli það þætti jafn eðlilegt?

Sindri (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband