Hjólaðu eins og engill!!!

 bike_animation

Það eru til margar leiðir til að hjóla. Sumir hjóla alltaf í sama gírnum, sumir hjóla í léttum gír og aðrir í þungum. Ég hef oft fengið spurningar eins og brenni ég meira ef ég hjóla í þungum gír eða léttum og svo framvegis. Fólk er mikið að pæla í því að ná sem mestri brennslu á meðan það hjólar.

Gott og vel en að vera að eltast við brennslu og gera hjólreiðarnar erfiðari en þær þurfa að vera gerir þær bara leiðinlegar og dregur úr áhuga á hjólreiðum og fólk leggur síður í lengri ferðir þar sem það hefur ekki þol í þær.

Ef ég er spurður hvernig best er að hjóla svara ég alltaf. "láttu gírana vinna fyrir þig og hjólaðu alltaf á sama tempói" þegar ég tala um tempó þá er ég að meina að snúa petölunum að jafnaði alltaf jafn hratt. Það er gott viðmið að vera með rétt yfir heilann hring á sekúndu þegar maður hjólar.

En til þess að þessi leið virki þarf maður að vera á gírahjóli og kunna að nota gírana. Ég reyni alltaf að hjóla áreynslulaust og ef mér finnst ég vera að hafa of mikið fyrir þessu þá létti ég um gír og stundum þyngi ég það fer bara eftir aðstæðum.

 Það er oft þegar fólk hjólar að það rykkir alltaf niður löppinni sem stígur petalann hverju sinni og er að reyna að hvíla hana afganginn af hringnum. Það gefur ekki betri árangur né meira úthald í hjólaferð heldur er lykilatriðið að reyna að ná jöfnum og áreynslulausum takti sem maður heldur út hjólatúrinn.

Með þessarri leið heldur maður hjartslættinum niðri og verður þar með ekki móður og eykur þol og brennslu á alveg undraverðann hátt auk þess sem maður getur nánast hjólað endalaust og falltar ekki þreytuna fyrr en maður er kominn á áfangastað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Góðar leiðbeiningar, Vilberg. Beinagrindin er æðisleg.

Úrsúla Jünemann, 8.5.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Morten Lange

Fínn pistill !

Morten Lange, 8.5.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Frábært, en það er í rauninni ekki svo flókið að hjóla. Hvernig gátum við farið á hausinn,

Baldur Fjölnisson, 9.5.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

"ekki svo flókið að hjóla", við sem erum búin að vera í vandræðum að kenna stráknum okkar á gírana.  Hann vill bara vera í 1.1 af því það er auðveldast.  Svo eru lappirnar á milljón og hann skilur ekkert í því að hann skuli ekki komast áfram þrátt fyrir það.

Við keyptum nýtt hjól í vetur.  Gírarnir voru hrikalega vanstilltir og fólk sem þekkir ekki til gírahjóla gæti hæglega haldið að svona væri þetta bara, það var ekki hægt að nota fyrstu 2 gírana hægra megin, þá skriplaði keðjan á tannhjólinu.  Þetta er ekki eins og í gamla daga að maður bara kaupir hjól, sest á bak og hjólar.  Það þarf að stilla gírana, kynnast hjólinu og finna tempóið.

Beinagrindin er snilld

Hjóla-Hrönn, 9.5.2009 kl. 13:26

5 Smámynd: Magnús Bergsson

Það hefur verið findið, en virðingavert að fylgjast með öllu því óvana fólki sem nú hjólar um höfuðborgarsvæðið. Þeim hlýtur að líða eins og mér þegar ég renni mér á skíðum, en á skíðum renni é mér eins og maður sem er í gifsi frá ökkla upp háls.

Þessi pistill er því tímabær og góður fyrir óvant hjólreiðafólk sem þessa dagana hjólar úr og í vinnu.

Magnús Bergsson, 11.5.2009 kl. 14:19

6 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Takk fyrir þetta Vilberg!

Róbert Þórhallsson, 4.6.2009 kl. 23:53

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir þetta Vilberg. Ég var að pæla í afhverju hjólreiðafólk á alltaf að vera svona framlágt skvt. hjólahönnuðum - mér finnst best að vera á hjólum þar sem maður situr vel uppréttur.

Anna Karlsdóttir, 14.6.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband