Hjólreiðabærinn Akureyri... Fyrstir á Íslandi.. eða...

hjolabraut.jpg

 

Nei.... það klikkaði.

 Æji hvað það er sorglegt.... Reykjavík tókst að vera á undan með opinbera hjólreiðaáætlun.. Samt átti Akureyri hana til fyrir um 2 árum síðan og hefðu getað framkvæmt hana með litlum tilkostnaði. Akureyri ER hjólabær..... allir eiga hjól.. vegalengdir eru stuttar og allt er til staðar nema góðir hjólastígar.... Því átti að kippa í lag með áætlun sem Mannvit vann fyrir Akureyrarbæ og hefði gert hann að grænasta bæ/borg Íslands... En eitthvað klikkaði

 Svo er Reykjavík komin með þessa fínu áætlun á undan AK. (sjá hér)

Vonandi að kosningarnar í vor á AK snúist um að koma einhverju af þessu í verk sem nú þegar er búið að vinna.

 Svo vil ég náttúrulega óska Reykvíkningum til hamingju með þetta frábæra skref í rétta átt í samgöngumálum sínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Vilberg, long time no see!

Engin spurning að ef þetta verður að veruleika þá eru þetta fyrstu skrefin í áttina að alvöru hjólabrautum hér í Reykjavík.  Þetta er raunar leiðin sem ég hjóla í vinnuna núorðið, Langholtsvegur - Kleppsvegur - Sundlaugarvegur - Borgartún og Skúlagata.  Alfarið á götunni, um leið og búið er að sanda tvisvar til þrisvar sinnum (og það ekki hreinsað þegar þiðnar) þá er hættulegt að hjóla á gangstéttunum.

Hjóla-Hrönn, 23.1.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Sæll Vilberg

Já það er sorglegt að Akureyri var ekki búinn að þessu því bærinn sá er frábær til hjólreiða og vegalengdir stuttar. Ég er ekki viss um að það þurfi svo mikið af stígum (einhverjum þó) því mestur hluti bæjarins hentar ágætlega til hjólreiða á götunni. En Akureyringar þurfa endilega að klára áætlunina og fara að vinna eftir henni. Sama má segja um marga bæi á landsbyggðinni þar sem fjarlægðir eru oftast stuttar, Selfoss t.d.

Árni Davíðsson, 23.1.2010 kl. 17:51

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Já long time no see Hrönn, Það er nú samt bara í aðra áttina því ég hef reglulega fylgst með blogginu þínu síðan ég dró mig í hlé. En svona er það þegar maður er að skríða af meiðslalista og þar sem fyrsta apríl næstkomandi verður komið ár síðan ég var settur í hjólabann er mig farið að kítla aðeins í hjóladelluna ;).

En hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er til fyrirmyndar og mig hlakkar til að sjá hvernig hún þróast og hvað mikið af henni muni standa, vonandi að einhver niðurskurður muni ekki trufla þetta stórmerkilega plagg sem ég las um hana. Þetta verður allavega frábært fyrir þig miðað við leiðina þína Hrönn.

Og varðandi Akureyri þá er svo gaman að hjóla hérna fyrir norðan og svo margt sem væri hægt að gera betra. Bærinn stefnir á að vera svokallaður "róglegur" bær þar sem hraði á götum á að vera lítill og afslappað umhverfi. Ef það er eitthvað sem passar vel með því þá eru það góðar aðstæður til hjólreiða og núna þegar það eru að koma kosningar þá bíð ég spenntur hvort ekki sé hægt að koma þessu í einhverja umfjöllun hérna á Akureyri.

Það þarf ekki mikið af stígum á Akureyri til að koma góðri hjólreiðaáætlun í gagnið, engin gata er með yfir 50 km hraða hérna innanbæjar, flestar götur í íbúðahverfum eru orðnar 30km en eru breiðar og góðar þannig að möguleikarnir eru endalausir hérna. Eini gallinn hérna á Akureyri eru brekkurnar, fyrir bíla er alltaf hugsað um að brattinn verði ekki of mikill en stígarnir hérna er lagðir eins og landið liggur fyrir og eru því oft skrambi brattir.

Vilberg Helgason, 24.1.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband