Færsluflokkur: Íþróttir

Fóru á reiðhjólum upp að gosinu

Með hjólin í hæstu hæðumÞað fara ekki allir gangandi eða á einhverjum vélknúnum tækjum upp að gosinu. Rakst á þrælskemmtilega frétt á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is sem segir frá nokkrum galvöskum snillingum sem skelltu sér á þriðjudaginn frá Þórsmörk og upp á fimmvörðuháls.

Það er verið að tala um að fólk þurfi að vera í góðu formi og vel búið til að fara þarna uppeftir.... Hvað þarf maður þá að vera til að fara þetta á reiðhjólum og þurfa að bera þau hálfa leiðina.

 Myndirnar sem ferðalangarnir tóku  tala sínu máli

http://hivenet.is/runart/eldgos/ 

http://picasaweb.google.com/sigurthor.einar/Orsmork30Mars#5454752378981817010

 Svo er það að stela þessarri hugmynd frá Havaí búum með framtíðarferðamennsku á Íslandi

http://bikevolcano.com/


Hvar eiga hjólreiðamenn að vera ?

Eiga þeir að hjóla á götunum ?

Eiga þeira að vera á gangstéttum ?

Eiga þeir að vera á Útivstarstígum ?

eða vantar sérstaka hjólreiðastga ?

Maður spyr sig... á götunni kvarta bílar yfir að hjólreiðamenn séu of hægir...

á gangstéttum hvarta gangandi vegfarandur yfir því að hjólreiðamenn séu of hraðir.

Á útivistastígum eru annarskonar vandamál eins og fólk með hunda strendga í bandi þvert yfir stígana.

Eiga hjolreiðamenn eitthvað athvarf í umferðinni á Íslandi ?


Hjólreiðakappinn Matt Damon

mattafter12Leikarinn Matt Damon hækkaði alveg um flokk hjá mér þegar ég las nýjasta tölublaðið af Cycling. Þar sá ég að hann stundar hjólreiðar af kappi og tók meðal annars þátt ásamt bróðir sínum í 110 km hjólreiðakeppni í Höfðaborg í Suður Afríku í mars fyrir um ári.

Það var ekki allt kosið fyrir þá bræður sem kepptu á svokölluðum Tendem reiðhjólum þar sem 2 hjóla saman á hjóli. Vindhraði fór upp í allt að 27 metra á sekúndu og hjólið bilaði nokkrum sinnum. Þeim tókst samt að klára mótið og komust í mark rétt undir þeim 7 klukkustundum sem var hámarkstími sem keppendur höfðu til að klára.

Matt Damon virtist samt árangur með dagsverkið og eins og allir hjólreiðamenn þekkja þá leið honum stórkostlega að keppninni lokinni.

Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af Matt Damon og hjólreiðum því til stóð að hann léki sjálfann meistarann Lance Armstron árið 2004 eftir að sá síðarnefndi hafi fengið krabbamein, jafnað sig á því og komið aftur og sigrað Tour de France. Því miður varð ekkert af þeirri mynd.


Hjólreiðabærinn Akureyri... Fyrstir á Íslandi.. eða...

hjolabraut.jpg

 

Nei.... það klikkaði.

 Æji hvað það er sorglegt.... Reykjavík tókst að vera á undan með opinbera hjólreiðaáætlun.. Samt átti Akureyri hana til fyrir um 2 árum síðan og hefðu getað framkvæmt hana með litlum tilkostnaði. Akureyri ER hjólabær..... allir eiga hjól.. vegalengdir eru stuttar og allt er til staðar nema góðir hjólastígar.... Því átti að kippa í lag með áætlun sem Mannvit vann fyrir Akureyrarbæ og hefði gert hann að grænasta bæ/borg Íslands... En eitthvað klikkaði

 Svo er Reykjavík komin með þessa fínu áætlun á undan AK. (sjá hér)

Vonandi að kosningarnar í vor á AK snúist um að koma einhverju af þessu í verk sem nú þegar er búið að vinna.

 Svo vil ég náttúrulega óska Reykvíkningum til hamingju með þetta frábæra skref í rétta átt í samgöngumálum sínum.

 


Beth Mason, BikeFit sérfræðingur á Íslandi 10-13. mars

Hjólamenn í samstarfi við Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólreiðanefnd ÍSÍ standa fyrir komu Beth Mason til Íslands 10. til 13. mars næstkomandi. Beth er sérfræðingur á sviði uppsetningar á hjólum (bike fit) og mun hún veita íslensku hjólreiðafólki ráðgjöf þá daga sem hún dvelur hér á landi.

Beth er löggiltur sjúkraþjálfari og klínískur sérfræðingur í bæklunarlækningum og hefur yfir 12 ára starfsreynslu á þeim vettvangi. Hún hefur jafnframt lokið námskeiði í framhalds hjólauppsetningum (advanced bike fit) frá SICI (Serotta International Cycling Institute, http://www.serottacyclinginstitute.com/), er starfandi hjólreiðaþjálfari með leyfi frá Bandarísku hjólreiðasamtökunum (USA Cycling) og er Category 1 keppandi í götuhjólreiðum og cyclo-cross í Bandaríkjunum. Jafnframt leggur Beth stund á doktorsnám í íþróttalækningum.

Meðan á dvöl sinni stendur á Íslandi mun Beth veita eftirfarandi þjónustu:

Basic Bike Fit
Tilvalið fyrir byrjendur eða áhugahjólreiðafólk sem vill koma í veg fyrir meiðsli. Farið verður yfir meiðslasögu/álagseinkenni og hnakkur, stýri og bremsur stilltar. Tímalengd: Um 1 klst. Þáttökugjald: 13.500 kr.


Advanced Bike Fit
Fyrir þá sem leita að því að fullkomna stöðu sína og þægindi á hjólinu. Farið verður nákvæmlega yfir sögu viðkomandi, liðleikamat gert og statísk og dýnamísk staða á hjólinu tekin. Dýnamísk greining á hjólreiðastöðunni verður gerð með hinum háþróaða Retul uppsetningarbúnaði (http://www.retul.com/) sem er í fremstu röð í heiminum í dag. Tímalengd: Um 2 til 2 ½ kls. Þáttökugjald: 30.000 kr.

Allir sem munu nýta sér þjónustu Beth verða jafnframt skannaðir fyrir eSoles (http://www.esoles.com/) sem er leiðandi fyrirtæki á sviði skóinnleggja. Er þá síðar hægt að taka ákvörðun um pöntun á innleggi.

Takmarkað framboð verður á tímum hjá Beth.

Þeir sem hafa í hyggju að nýta sér þjónustu hennar vinsamlegast skráið sig með því að senda tölvupóst á sigurgeir@tono.is fyrir 1. mars. Greiða verður 10.000 kr. staðfestingargjald (kt. 580105-0840, reikningur nr. 0101-26-705815) sem mun renna beint upp í fullnaðarborgun á þáttökugjaldi . Skráning án borgunar staðfestingargjalds verður ekki tekin gild. Vinsamlegast tilgreinið einnig hvaða þjónustu þið hafið í hyggju að notfæra ykkur og óskir um dagsetningu, ef einhverjar.

Beth verður með aðstöðu í Markinu, Ármúla 40, á meðan á dvöl hennar stendur.

Nánari upplýsingar: http://www.bethbikes.com/

Leyndarmálin við að hjóla í hálku eru

blank_page

Aðalatriðið er að sitja á hjólinu og slappa af.... Ef maður er of stífur eða stendur þá eykur hættu á því að maður renni.

Vertu í aðeins hærri gír en þú værir ef þú værir að hjóla á auðu. Og ef þú ert að hjóla upp brekku þá endilega ekki rykkja í petalahringnum heldur hjóla af jöfnu átaki. Þá spólar maður ekki og þá rennur maður síður.

Alls ekki bremsa á meðan þú ert að beygja. Alltaf að bremsa þegar þú ert á beinum vegarhluta, þetta er auðvelt ef maður bara hugsar aðeins framm í tímann. Bremsa fyrir beygjuna .... ekki í henni er trikkið.

Fylgstu vel með umhverfinu, Allar breytur eins og hundar, gangandi vegfarendur og bílar geta komið manni á óvart... Ekki láta koma þér á óvart því fyrstu viðbrögð eru oft að snarbremsa og það vill maður ekki í hálku. Fylgjast vel með umhverfinu er trikkið.

Þegar farið er upp og niður af kantsteinum er best að koma beint á þá, ekki koma á ská því þá langar dekkjunum ekki endilega að fara þangað til sem þig langar. Að vera í beygju á leið upp kantstein er ávísun á gott fall.

Með því að fylgja þessum reglum er bæði hægt að hjóla með og án nagladekkja. Aðalmálið ef þú ert ekki með nagladekk er að vera með grófari dekk og minna loft en þú ert vanur svo þau komi við sem mest af jörðinni... Svipað og jeppamenn gera þegar þeyr keyra ofan á snjó.


Akureyri er hjólahöfuðborg Ísland aftur

Í sumar skrifaði ég færslu á bloggið mitt um hvort Akureyri væri hjólahöfuðborgin. Ég var að þvælast þar þá og er aftur núna. Í sumar sá ég fólk með börnin og einstaklinga útum allt á hjólum. Þeas að bara á þessum 3 km sem ég gat farið þaðan sem ég er niður á eyri mætti ég tugum manns á hjólum í öllum fjölskylduformum sem  hægt er að finna.

 Núna er kominn vetur og það er jú bæði kaldara, snjómeira og meiri hálka að jafnaði á Akureyri en í Reykjavík og í gærmorgun var glæra hérna og ég fór út snemma morguns og á þessarri sömu leið sem er svo ég endurtaki mig bara 3 km mætti ég 14 manns á hjóli ýmist á leið niður eða upp af brekkunni.

Svo er bara ekki þverfótandi fyrir hjólreiðafólki allann daginn hérna og það besta er að margir hjóla á götunni. Þeas kunna að nýta sér öryggið og réttindin sem fylgja því að halda sig á götunni og það lang besta er að bílar voru bara þolinmóðir og tóku fullt tillit til þeirra..

Ég vona svo sannarlega að Akureyrarbær ætli að halda í hjólreiðaáætlunina sína því það er greinilega þörf fyrir hana hérna norðan heiða miðað við það sem ég sé hérna.

Svo vil ég hrósa Akureyringum til hamingju með að setja ekki má hret og hálku fyrir sig. Enda bæði fín þjónusta við  hjólreiðafólk  hérna og náttúrulega toppfólk á ferð hérna segir gamall Akureyringur ;)

 


Sumarhreingerningin

Heyrði í útvarpinu á sunnudag að umhverfissvið þyrfti að draga saman um einhverjar hundruð milljónir.. Og það fyrsta sem þeim datt í hug var að fækka sumarstarfsfólki og draga úr hreinsun á samgöngukerfinu.

Ok ég hef tilfinnanlega minni áhyggjur af bílum sem þurfa að keyra á nokkrum laufblöðum og smá gömlu salti en af okkur hjólreiðamönnum sem sumir nema hverja misfellu í malbiki á sama hátt og bíll nemur kantstein.

Það eru jú ekki allir á fjallahjólum allann ársins hring og margir hverjir á hjólum yfir sumarið sem eru á örþunnum sléttum dekkjum á svokölluðum götu/keppnishjólum. Það er ekki hægt að hjóla á svoleiðis hjólum nema stígar og götur séu almennilega hirtar.

Munurinn á Íslandi og Evrópu er yfirleitt að malbik er slétt allsstaðar annarsstaðar en hérna á klakanum. Eflaust til að auka viðnám í hálku eða þessháttar en ef þetta er ekki sópað er ekki  hægt að stunda keppnishjólreiðar á Íslandi.

Væri ekki nær að loka svona 3 sundlaugum, 2 frjálsíþróttavöllum og banna skokk í nauthólsvik. Það kæmi minna niður á hinum iþróttunum en vanhirða á stíga og gatnakerfi borgarinnar kemur niður á íþróttahjólreiðum.

Hjólreiðar sem íþrótt hefur verð vaxandi sport með hækkandi hita og lengra sumri undanfarin ár og nú er svo komið að fjöldi manns stundar keppnishjólreiðar, bæði í tengslum við þríþraut og svo sem grunnþjálfun fyrir aðrar íþróttir auk þess sem margir eru að æfa hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Hjólamönnum.

Látum ekki ódýrt sport og grænann hagkvæman samgöngumáta líða fyrir kreppuna... Ætli hjólreiðar myndu ekki spara ríkinu 10x meiri kostnað en þeir geta nokkurn tíma lagt í til að bæta aðstæður hjólreiðamanna.


Snarklikkaðir í myrkrinu

hfr.jpgÞað er ekki hægt að lýsa þessum strákum betur en þetta... Þeir bruna á hellings hraða niður brekkur með óvæntar beygjur og með adrenalínið í botni.

Þetta eru strákarnir hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem hittust í dag og kepptu í Downhill í Öskuhlíðinni og kepptu  um hver væri fljótastur að komast sem hraðast niður brekkur í hlíðinni.

Einhverjir myndu eflaust kalla þetta geðveiki en þetta er að verða heitasta sportið í heiminum í dag á meðan unglingar og fullorðnir eru að leita sér að sma´spennu og svala spennufíkn sinni.

Á heimsvísu er mest aukning í þessu sporti af öllum hjólasportunum sem í boði eru.

Ef farið er inná heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur er bæði hægt að lesa meira um þetta og sjá myndir frá keppninni sem eru einstaklega vel teknar og ekkert verið að sóa flassinu á þær.

En svona í lokin að þá mun Hjólreiðafélag Reykjavíkur vera með námskeið í svona hjólreiðum fyrir krakka og unglinga í sumar.... Um að gerast að fylgjast með á www.hfr.is


Skemmtilegar hjólalesningar á íslensku

Það eru nokkrar heimasíður sem hægt er að nálgast um hjólreiðar á Íslensku.

 

1. Hjólreiðafélag Reykjavíkur er helsta keppnis og æfingarfélag í hjólreiðum á Íslandi. Þarna inni má finna spjall þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir og fræðast um æfingatíma og þau mót sem eru í gangi hverju sinni.. Hjólreiðafélag Reykjavíkur er einnig á Facebook og finnst með leitinni "Hjólreiðafélag Reykjavíkur" Endilega að skrá sig þar inn  www.hfr.is

2. Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Þarna er fín heimasíða þar sem fréttir og upplýsingar um ferðir og fundi félagsins eru kynntir auk þess sem ágætis spjallsíða er í gangi. www.ifhk.is

3. Það er nýbúið að opna nýja spjallsíðu sem tekur á flestum þáttum hjólreiða, svosem BMX, fjallabrun og í raun allt sem hægt er að tengja við hjólreiðar. www.newbikesite.co.nr

4. Landssamtök Hjólreiðamanna er baráttufélag hjólreiðamanna á Íslandi og heldur úti fínni heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um helstu baráttumál þeirra og ábendingar á hvernig önnur lönd eru að gera þetta. www.lhm.is

5. Hjólamenn. Hjólamenn eru keppnisfélag í sama anda og Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Þeir handa úti heimasíðu og hægt er að komast á spjall hjá þeim og þeir skella inn skemmtilegum greinum við og við. www.hjolamenn.is

6. Voffarnir eru hópur stráka sem stunda fjallabrun og hafa unnið vel að uppbyggingu brautar í heiðmörk. Skemmtilegt spjallkerfi hjá þeim og hægt að horfa á nokkur skemmtileg video. www.voffi.org

Það verður náttúrulega að taka tillit til þess að það er vetur og því hjólreiðaumræða í lágmarki miðað við að sumri til en samt allt vefur sem eru í gangi allt árið og með reglulegri endurnýjun. Mæli með að áhugamenn um hjólreiðar taki rúntin um þessar síður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband