Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Á degi opinberrar almannaþjónustu ætti að fara að auka almannaþjónustu í samgöngum.
Gaman væri t.d. að sjá ókeypis í strætó. Ef það væri t.d. ókeypis í strætó myndi fólk velja sér strætó sem samgöngukost og þar með hreyfa sig meira. Um leið og fólk hreyfir sig meira þarf það minni almannaþjónustu frá heilbrigðiskerfinu þar sem heilsa batnar yfirleitt við hreyfingu.
Dagur opinberrar almannaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.6.2008 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þýtt úr stefnuskrá Obama:
"Sem forseti mun Barack Obama byggja á framlagi hans til öldungadeildarinnar um almenningssamgöngur til að tryggja að fleiri Almenningssamgangnaráðuneyti muni setja í samgönguáætlanir sínar að auka notkun hjólreiðamanna á götum og stígum. Hann mun einnig endurupptaka innanlandsstefnu um almenningssamgöngur þvert yfir landið."
Gaman að sjá að forsetaframbjóðandinn er að reyna að höfða til hjólreiðamanna.
Það væri gaman að sjá hjólreiðar í stefnuskrá stjórnmálaflokka eða einhverja viðleitni íslenskra stjórnmálamanna um heildarstefnu til almenningssamgangna sem myndu gera hjólreiðar að vænlegum valkost. Einnig hugsa ég að hjólreiðamenn eigi eftir að verða stór og áhrifamikill hópur innan fárra ára með hækkandi bensínverði og auknum hjólaáhuga.
Til að gera hjólreiðar að vænlegum valkost þarf að vera auðveldara að komast á hjóli en bíl. Það er ekki gert með því að bíllinn fari 5 km milli sömu staða og hjólið þarf að fara 7 km og stoppa 10 sinnum.
Stjórnmál og samfélag | 12.6.2008 | 19:31 (breytt kl. 19:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)