Færsluflokkur: Samgöngur
Með fréttum af minnkandi umferð og að nóg væri orðið af bílastæðum í 101 Reykjavík þá er greinilegt að fólk er farið að halda aftur af sér í akstri.
Núna er hægt að "græða" 800 þúsund kall á því að kaupa sér RangeRover og svo sá ég 300 þúsund kall með einum BMW. Það er greinilegt að eitthvað blæðir í þjóðfélaginu og fólk er farið að hugsa sér annað fyrirkomulag en 2 bíla á heimili og að það sé nauðsynlegt að eiga flottari bíl en nágranninn.
Í dag átti ég þátt í samræðum þar sem menn voru að bera sig saman eins og íslendingar gera oft og þá voru menn að tala um að þeir hefðu átt sparifé sitt á venjulegum reikningum og hefðu því ekki glatað öllu sínu og því væru þeir klárari en hinir sem voru með peningana sína á sjóðareikningum eða í hlutabréfum. Alltí einu voru þeir orðnir klárir og betri.
Sjálfur er ég svo heppin að ég hef aldrei haft vit á peningum og aldrei átt sparifé og þarf því ekki að blæða sparnaðinum mínum í þessari krísu sem hér er. Ég náði þó að eyða honum í sjálfan mig áður en ílla fór.
Ég eyddi honum aðallega í Hjólin mín. Ég á nokkur reiðhjól og þau eru þónokkurs virði og á helling af góðum aukabúnaði á hjólin mín s.s. góð ljós, góða hjólagalla og aðallega á ég góða heilsu eftir hjólreiðar. Sama hvernig kreppan fer þá á ég alltaf hjólin mín og hjólabúnaðinn minn áfram og mun halda áfram að bæta heilsu mína með hjólreiðum. Kannski þetta hafi bara verið góð fjárfesting eftir allt.
Ég hugsa að fleiri hefðu farið mína leið og komið sér upp góðum hjólabúnaði og hjólum í góðærinu ef aðstæður til Hjólreiða væru betri á Íslandi. Gaman hefði verið ef yfirbyggður stígur eftir gjörvöllum vesturlandsveg/Miklubraut/Hringbraut hefði verið gerður til að gera okkur kleyft að hjóla allt árið í sæmilegu veðri og ef eitthvað af bílastæðum hefðu verið nýtt fyrir yfirbyggðar hjólageymslur. Þetta hefði aðeins kostað svona eins og ein mislæg gatnamót eða svo jafnvel minna og þá væru aðstæður til hjólreiða boðlegar allt árið.
Núna þegar herðir að er erfitt fyrir fólk að velja sér aðrar samgönguleiðir sökum veðurfars og aðstæðuskorts. Þeas allir halda að það sé vonlaust að taka reiðhjólið út og fara að hjóla í stað þess að keyra en svo er sem betur fer ekki því vetrarhjólreiðar eru vel mögulegar og í raun frábær kostur og sérstaklega efmaður blandar strætó inní pakkann því það má jú fara heim með hjólið í strætó ef maður nennir ekki að hjóla.
En er ekki málið núna að Borg og Ríki taki sig til og komi upp almennilegum vetraraðstæðum fyrir ódýrasta, heilsusamlegasta og skemmtilegasta samgöngumáta sem völ er á. Ég meina að Norðmenn geta þetta og hvetja til, af hverju ekki Íslendingar.
Samgöngur | 10.10.2008 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er mér mikil ánægja að fólk sé farið að keyra minna til vinnu og nota reiðhjól, strætó eða samnýta bíla til að komast leiða sinna í meira mæli. Að sama skapi og það er sorglegt að það þurfi svona fjárhagslega krísu til þess að fólk sjái aðra möguleika.
Það er nú samt þannig að ég á þessu bloggi mínu og fleiri hafa haldið því fram að Ísland sé með bílahvetjandi stefnu sem þýðir að allt er gert til að auka vægi bílsins og gera hann að augljósum fyrsta kosti. Þetta er gert með nægum bílastæðum, fjölgun akgreina og vonlausu strætókerfi sem er það fyrsta sem sparað er í. Og það er ekki bara sparað í strætókostnaði þegar ílla árar heldur hefur strætó verið sveltur fjármagni í góðærinu á meðan nóg var til að milljörðum til að byggja og breikka götur fyrir bílaumferð.
Það er bara vonandi að ríkið / sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu noti tækifærið og hjálpi fólki að geta komist leiðar sinnar með öðrum kosti en einkabílnum. Og þá meina ég öflugri og ókeypis strætó, bættri aðstöðu reiðhjólafólks með því að merkja hluta gatnakerfisins fyrir reiðhjól.
Það væri jafnvel ekki úr vegi að taka eitthvað af eldsneitinu sem til er í landinu og leggja til hliðar til að tryggja að strætó hafi aðgang næsta árið af olíu því ef fer sem hugsanlega stefnir að það verði krísa í innflutning á olíu þá er strætó, lögreglan, sjúkrabílar og slökkvilið það seinasta sem má verða olíulaust.
Dregur úr bílaumferð í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 10.10.2008 | 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sá að Fjallahjólaklúbburinn er að auglýsa Vetrarundirbúningsnámskeið fimmtudaginn næstkomandi 9. okt.
Þetta er alveg kjörið fyrir þá sem vilja byrja að hjóla í vetur og koma vel upplýstir útí veturinn. Fjallahjólaklúbburinn hefur verið með þetta námskeið undanfarin ár og það fer enginn vonsvikinn af því enda Fjölnir sem sér um það algjör snillingur þegar kemur að vetrarhjólreiðum og hjólar sjálfur í gegnum 4 sveitafélög fram og til baka á vinnudögum allt árið.
En hér má sjá textann af vef fjallahjólaklúbbsins varðandi námskeiðið (www.ifhk.is) :
Vetrarundirbúningsnámskeið - Grunnur verður haldið 9. október á neðri hæð í viðgerðaraðstöðu. Á þessu námskeiði fer Fjölnir Björgvinsson yfir það helsta og algengasta sem ber að hafa í huga þegar hjól og knapi er búinn undir veturinn. Tekin verða fyrir helstu þættir eins og ljós, nagladekk, val á bremsum, gírhlífar, bretti, ryðvörn ofl fyrir hjólið. Eins talað um fatnað sem hentar knapa í mismunandi veðurfari yfir haust og vetrarmánuðina.
Skráning fer fram hjá Sesselju Traustadóttur í síma: 864 2776.
Námskeiðið er frítt félagsmönnum ÍFHK en aðrir greiða 1000.-
Samgöngur | 7.10.2008 | 20:29 (breytt kl. 20:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eina sem þú þarft að eiga er sæmilegur útivistarfatnaður, þessvegna pollabuxur, helst vatnsþolnir kuldaskór og svo bakpoki. Bakpokinn er ef þú þarft að fara langt og gætir þurft að skipta um föt þegar þú ert kominn á staðinn s.s. fyrir aukaföt. Síðan er ágætt að vera með góða vettlinga því mest hætta er á að þér verði kalt á puttum og tásum en aðrir líkamshlutar sjá um að halda á sér hita með hreyfingunni sem fylgir.
Af hverju að byrja á Miðvikudag en ekki á morgun eða í dag er ekki heilagt en sniðugt er að fara og finna til gallann og taka reiðhjólið fram. Með því að byrja að hjóla þá ert þú að fá þér ókeypis sálfræðimeðferð í kreppunni því hjólreiðar hreinsa hugann og þó fólk sé eitt á ferð þá ná neikvæðar hugsanir ekki til manns því það er margt sem maður er að hugsa á hjólinu.
Þú hugsar um næstu beygju, hraðann sem þú ert á, ert að sjá fullt af nýjum hlutum á leiðinni, hugsa hversu langt þú ert búin að hjóla, hvað það er langt eftir og svo ertu stoltur eða stolt af þér fyrir að vera að huga að heilsunni, spara pening og lengja líf þitt.
Fyrir mörgum er fyrsti hjólatúrinn á veturna hálf óhugnaleg tilhugsun en það er engin ástæða til að hugsa það þannig því ánægja af vetrarhjólreiðum er ekki minni en af sumarhjólreiðum og því engin ástæða til að hjóla ekki.
Það verður engin hálka í þessarri viku og því ágætt að byrja og meta svo hvort það borgi sig að fara og kaupa Nagladekk undir hjólið.
Ef þig langar að byrja að hjóla og hefur einhverjar spurningar þá er ekkert sjálfsagðara en að svara spurningum ykkar ef þið sendið mér tölvupóst á vilberg.helgason@gmail.com
Samgöngur | 6.10.2008 | 14:08 (breytt kl. 14:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fæ iðulega margar fyrirspurnir vegna bloggsins míns enda býð ég fólki að vanti því ráð eða eitthvað tengt hjólreiðum þá sé ég boðinn og búin.
En ég fékk alveg frábærannn póst í dag þar sem viðkomandi spurði mig hvernig hann gæti hjólað án þess að fá alltaf rasssæri því hann hreinlega hefði ekki efni á að keyra lengur. Hann ætti jeppa sem kostar hann hann 600 kall að keyra til og fá vinnu miða við verð á dísel í gær (um 185 kall). En það væri eflaust komið yfir 700kallinn í dag og yrði örugglega 1000 kall á næstu vikunni.
Ég svaraði honum að hægt væri að kaupa mýkri hnakk en líklega borgaði sig að skella sér í hjólreiðabúð og fá sér hjólreiðastuttbuxur með púða í klofinu. Ég hjólaði allavega alltaf í svoleiðis.
Þá svaraði hann svona snilldarlega. "núna þarf ég að velja milli þess að verkja í rassgatinu eða vera tekinn í það af peningamálastjórn landsins en það er frábært að hægt sé að fá eitthvað sem eyðir sársaukanum við hjólreiðar en ég er vonminni um að hægt sé að fá einhverja skyndilausn við hinu"
Og núna mæli ég með því að fólk fari og noti hjólaútsölur landsins (markid er t.d. að auglýsa 20 til 50% afslátt) til að kaupa sér góð reiðhjól fyrir veturinn til að eiga möguleikann á því að hjóla. Þó það sé ekki endilega langar vegalendir heldur bara í sjoppuna eða álíka. Þetta telur allt og ég efast ekki um að bensínið verði komið í hæstu hæðir innan nokkra daga og svo hækka bara hæstu hæðirnar eftir það.
Ég vil bara ýtreka það að ef fólki vanti ráðgjöf til að hefja hjólreiðar þá er sjálfsagt að senda mér póst á vilberg.helgason@gmail.com
Samgöngur | 1.10.2008 | 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Strætó BS er milli steins og sleggju í þessu máli því þetta væri allt slétt og fellt ef hið bláfætæka sveitafélag Garðabær gat ekki hugsað sér að taka þátt í þessu verkefni eins og í fyrra. Heldur þurftu þeir að skera sig úr og skemma þetta samstarfsverkefni.
Það er náttúrulega erfitt að bjóða námsmönnum allra sveitafélaga landsins frítt í strætó á meðan Garðabær getur ekki greitt það sem þeim ber til að þetta gangi allt upp.
Væri ekki málið bara að Strætó BS hættir að ganga í Garðabæ og þeir geti átt sitt eigið strætókerfi svo hægt sé að láta þetta mál ganga upp.
En svo er líka spurning af hverju við þurfum að hafa skoðun á þessu máli því miklu nær er að allir fái frítt í strætó og nemar verði bara einir af þeim í stað þess að vera einhver sérfríðindahópur.
Segja þvert nei við kostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 21.9.2008 | 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í dag fór ég og var viðstaddur setningu Samgönguviku sem sett var í foldaskóla í Grafarholti. Utanvið að ég fekk þessar fínu kleinur og hlustaði á skemmtilegan barnakór syngja þá voru þarna rafmagnsreiðhjól sem Reykjavíkurborg hefur keypt til að nota fyrir starfsmenn sína til að sinna erindum milli stofnana og fleira.
Mér finnst þetta nefnilega frábært framtak hjá Reykjavíkurborg. Fyrir nokkru keyptu þeir hjól handa starfsmönnum sínum til að nota í skreppum sem voru þónokkuð notuð þar sem ég þekki til og svo bæta þeir um betur og kaupa nokkur rafmagnsreiðhjól. Með þessi móti spara þeir bílastæði, stytta ferðatíma starfsmanna og hvetja til notkunar grænna samgöngumáta.
Ég fékk að prófa eitt svona hjól í dag hjá borginni við setningu Samgönguviku og þetta var alveg þrælskemmtileg græja og ætti að vera lausn fyrir alla sem sjá hjólreiðar sem eitthvað svitabað þegar komið er til vinnu á hjóli því þarna er hægt að komast nánast áreynslulaust milli tveggja staða án þess þó að gera ekki neitt. Þetta þarf ekki að vera erfiðara en að labba rösklega, jafnvel róglega og svo er ferðatíminn alveg ótrúlega stuttur og ferðamátinn þægilegur.
Reykjavíkurborg fær A++ fyrir þetta framtak.
Samgöngur | 16.9.2008 | 16:46 (breytt kl. 16:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á morgun verður sett samgönguvika og er sem fyrr einstaklega skemmtilegur viðburður. Ég læt dagskrá samgönguviku fylgja hér að neðan.
Þriðjudagurinn 16. sept.14:00 Setning Samgönguviku í Foldaskóla:
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar setur Samgönguviku.
Samgönguhverfi ársins, Grafarvogur/Kjalarnes, fá Samgöngublómið afhent
Leikskólakórinn Foldafuglar flytur tónlistaratriði.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Miðborg/Hlíðum.
Rallýkappar etja kappi við torfærukappa í vistakstri. Landvernd stendur fyrir átaki í vistakstri í Samgönguviku.
Miðvikudagur 17. september
Hvernig kemur þú í skólann? Könnun á ferðavenjum reykvískra ungmenna. Athugun á því hversu margir nemendur í 6. bekk grunnskólanna í Reykjavík eru keyrðir í skólann, hversu margir koma í strætó, hverjir hjóla og hverjir ganga.20:00 Stofnfundur félags áhugamanna um bíllausan lífsstíl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Allir eru velkomnir. Fundarstjóri er Samúel T. Pétursson, skipulagsverkfræðingur. Ráðhús Reykjavíkur.Ráðhús Reykjavíkur.Fimmtudagur 18. september
Driving sustainability 08 Ráðstefna um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum. Hilton Nordica
Ísland gæti innan skamms orðið nær óháð erlendum orkugjöfum samhliða komandi fjöldaframleiðslu á rafmagns- og tengil-tvinnbílum. Stefnumarkandi fundur bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar og skráning á driving.is. 20:00 Hreint loft fyrir alla" Málþing í IðnóKvöldfundur um samgöngu- og loftlagsmál í samvinnu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar. Ræðumenn eru Unnur Steina Björnsdóttir, læknir og dósent við HÍ, Gunnar Hersveinn, heimspekingur, Halldóra Thoroddsen rithöfundur, Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP og Ómar Ragnarsson, fréttamaður. Fundarstjóri er Leifur Hauksson, útvarpmaður.
Iðnó, Vonarstræti 3. Föstudagur 19. September
Driving sustainability 08 Ráðstefna um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum.
Framhald, sjá dagskrá fimmtudags. Strætódagur: lúðrasveit og ljóð í Strætó Ný strætórein ,,rauði dregillinn á Miklubraut verður formlega opnuð við hátíðlega athöfn Leynileikfélagið Stígis útbýr ljóðamenn sem koma sér haganlega fyrir í strætisvögnum. Lúðrasveitin Svanur ferðast um borgina í gömlum strætó og stígur út hér og þar og leikur fyrir viðstadda. Forsmekkur að flóðinu. Forlagið birtir upphafskafla væntanlegra bóka - íslenskra og þýddra - fyrir börn og fullorðna í Strætó. Laugardagur 20. september
Hjólalestir sem henta allri fjölskyldunni leggja af stað til Nauthólsvíkur.
11:30 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50 frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30 frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00 frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30 frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00 frá Vesturbæjarlaug
13:45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur14:10 Felix Bergsson, leikari, tekur á móti gestum og leikur við hvern sinn fingur14:30 Tjarnarspretturinn
Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur þennan árvissa viðburð á Samgönguviku. Þaulvanir keppnismenn í hjólreiðum keppa á götuhjólum hringinn í kringum Tjörnina í Reykjavík. Hjólaðir eru 15 hringir í karlaflokki og 10 hringir í kvennaflokki. Keppnin er einstaklega áhorfendavæn. Keppendur ná miklum hraða í hringnum og þurfa að takast á við krappar beygjur á mikilli ferð. Allir hvattir til þess að koma klappa og hvetja. 15:00 Hjólasirkus Landsliðið í hjólaleikni leikur listir sínar.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur kynnir starfsemi sína og hjólafærni á skjám í Ráðhúsinu.
Ný hjólastígakort verða gefin út með öllum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu.15:30 Verðlaunaafhending
afhent verða verðlaun í Tjarnarsprettinum.
Boðið verður uppá léttar veitingar í Ráðhúsinu og dagskrá lýkur kl. 16:00.Sunnudagur 21. september
12:15 Hjólatúr í Samgönguhverfi ársins, Grafarvogi. Hjólað um hverfið á hraða sem hentar allri fjölskyldunni. Vakin athygli á ýmsu í nánasta umhverfinu sem mörgum yfirsést. Lagt að stað frá Borgarholtsskóla.
Mánudagurinn 22. September
Í bæinn án bílsins.
íbúar eru hvattir til þess að hvíla bílinn í einn dag og nota aðra samgöngukosti, svo sem að hjóla, ganga eða að taka strætó. Í tilefni dagsins verður Pósthússtræti lokað og meistaranemar í Lýðheilsufræði við Háskólann í Reykjavík bjóða skólabörnum til leiks.
Samgöngur | 15.9.2008 | 09:02 (breytt kl. 09:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það veit ég.. Ég veit líka að það er auðvelt að lofa og það er auðvelt að fylgja tískunni þegar fólk hefur áhuga á enhverju. En forréttindi sveitafélaga er að þau þurfa ekk að standa við það sem þau segja.
Í vor var það heitasta að setja upp hjólreiðaáætlanir og ætla að gera Reykjavík að hjólaborg og svo náttúrulega skrefinu lengra ætlaði Akureyri að ganga með enn stærri áætlun. Frábært hugsaði ég. Loksins er eitthvað að gerast í málefnum hjólreiðamanna.
Ég talaði við reynda hjólreiðamenn sem hafa staðið í baráttu við ríki og sveitafélög um bætta aðstöðu hjólreiðamanna og þeir sögðu, bíddu bara því orð eru orð en við skulum sjá þetta í verki og svo fagna.
Ég sem er greinilega ennþá blautur á bak við eyrun í þessarri baráttu miðað við marga hafði samt trú á að eitthvað væri að fara að gerast. Þá meina ég aðallega hjá sveitafélögunum því fréttir og tilkynningar á áætlununum voru ekki sparaðar.
Tökum dæmi:
Akureyri: komst í fréttir með að þeir ætluðu að gera Akureyri að hjólreiðabæ og fara að gera alvöru hjólastíga og gefa aðgang að götum með sérmerkingum og svo framvegis og fengu Mannvit ef ég man rétt til að vnna áætlunina fyrir sig sem var frábært framtak og það sem ég hef séð af áætluninni var frábært og ég vonaðist til að sjá eitthvað gerast í sumar en NEI ég heyrði seinast að þetta hefði ekki einu sinni verði kynnt formlega fyrir bæjarstjórn, þetta var bara búið til og svo grobbað sig af því.
Reykjavík: kom með þessa frábæru leið þar sem þeir ætluðu að gera sér hjólastíg frá Ægissíðu að Reykjanesbraut og gengu skrefinu lengra en Akureyri og kynntu áætlunina sem var frábær og framkvæmdir áttu að hefjast í sumar, en eitthvað klikkaði... Og ég bíð ennþá spenntur eftir að eitthvað gerist.
Reykjanesbraut: Ég skrifaði færslu einhverntíma fyrir nokkrum vikum þar sem ég sagði "og svo ætla þeir að loka reykjanesbraut fyrir hjólreiðum" en viti menn, það er búið að loka kafla og komið skilti og allt saman en engin önnur leið ?. Það er náttúrulega fáránlegt þegar fólk fær ekki að hjóla eftir einhverri götu á reiðhjóli á meðan önnur leið er ekki til boða. Og hvað þá heldur þegar það vantar skilti við upphafi vegar um að ég fái ekki að hjóla alla leið.
En gaman verður að vita hvort það verði í tísku að slá sig til hjólreiðaáhugamanns í sveitastjórnarmálum á næsta ári og lofa öllu fögru eða hvort að eitthvað muni gerast.
Samgöngur | 10.9.2008 | 21:39 (breytt 11.9.2008 kl. 10:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er svolítið athyglisvert að núna á sama tíma og verið er að hvetja til þess að foreldrar keyri börnin sín EKKI til skóla er verið að takmarka aðgang barna að sumum skólum á reiðhjólum.
Já eins undarlegt og það er þá eru skólar í Reykjavík sem banna börnum upp að 10 ára aldri að koma á reiðhjólum í skólann. Jafnvel skólar sem búa við einstaklega góðar aðstæður til hjólreiða til skóla og svo aðrir sem eru í mikilli umferðarbyggð.
En af hverju er verið að banna börnum að koma á hjólum á meðan verið er að hvetja þau til að koma gangandi. Sum börn búa jú í 15 - 20 mín göngufæri frá skóla en einungis 7 mín í hjólafæri og með því móti næst meiri tími með foreldrum og minna stress á morgnana.
Ég verð bara að viðurkenna að ég þyrfti virkilega á einhverri fræðslu að halda sem gæti réttlætt að börn eigi ekki að hjóla í skólann... Ég meina, hver eru rökin með ?... Jú börn læra að höndla umferð, þroskast, ná samhæfingu og stuðla að betri heilsu með hjólreiðum.
Rökin á móti eru, barnið mitt er í hættu í umferðinni og kann ekki réttu leiðirnar og svo framvegis en vandamálið er oft að foreldrar gefa sér hreinlega ekki tíma til að labba einu sinni með barninu sínu til skóla meðan það hjólar og kenna því hvað skal varast og hvernig skal bera sig að.
Er ekki kominn tími til að allir og þá meina ég ÖLL börn fái rétt til að hjóla til skóla bæði frá skólayfirvöldum sem standa í vegi þeirra og svo foreldra sem hafa ekki tíma til að kenna börnum hvernig bera sig skal á leiðinni
Ég ætla bara að undirstrika fyrr færslu mín sem var undir fyrirsögninni "Hvað um hjólað í skólann vikuna" að það á að hvetja börn til þess að ferðast á reiðhjólum og sérstaklega hvetja þau til að fara í skólann á þeim á meðan veður leyfir.
Samgöngur | 9.9.2008 | 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)