Færsluflokkur: Samgöngur

Hvað er grænastasti flokkurinn og fyrir hvað stendur grænt

Ég er grænn í gegn ... Samt er ég ekki vinsti grænn, mér finnst blár himinn fallegur og rauð sól rokkar alveg gjörsamlega... Að sama skapi finnst mér engin ástæða til framsóknar nema markmið séu skýr því ef maður ætlar bara að sækja fram þá gleymast þeir kallar í skákinni sem mestu skipta.

Með öðrum orðum þá hef ég aldrei verið við flokk bundinn né hef almennt ekki getað kosið það sem ég vill... reyndar almennt skilað auðu því það er engin umhverfivænn flokkur á Íslandi.

Á íslandi er bara til álversflokkar... þeas með eða á móti.

Ísland er mesta bíladýrkunarland heims og fyrir skömmu var verið að spá tugum þúsunda bíla um reykjanesbraut og því myndi tvíbreikkun eflaust ekki duga nema til 2026. Það hvarflaði aldrei að neinum að gera eitthvað annað.

Sama er með Miklubraut... það fjölga og fjölga akgreinum og þegar strætó fékk sína vildi steinunn valdís að fólk sem væri fleiri en eitt í bíl fengi að nota hana.

Um að gera að hygla fólki sem samnýtir bíla en á sama tíma er fólkið sem er eitt í bíl að græða... það fær jú meira pláss á hinum akgreinunum. Frekar skamsýn hugsun... en samt kannski verið að reyna sitt besta í grænni hugsun. Kannski nær græn hugsun stjórnmálamanna á Íslandi ekki lengra?  

En það sem vantar uppá á Ísland er að stjórnmálamenn og borgarfulltrúar fari að hugsa út fyrir bílarammann...

Hvað gerist núna þegar flest heimili eru að fara úr 2 í 1 bíl og jafnvel úr 1 í engan. Stætó orðin ferðafærri og allt almenningssamgöngukerfið í molum. Jú það á að draga úr hreinsun á stígum og götum .

Hvernig væri að einhverjir stjórnmálamenn eða borgarfulltrúar vöknuðu upp og áttuðu sig á því að  það eru fleiri kostir en bíllinn... strætó gæti virkað en hann þarf  að vera virkur til að hann virki. En hjólreiðar eru ekki bara sívaxandi heldur stórvaxandi og hvað gerist þar... það er vandamál við að fá gjaldeyri til innflutnings á nagladekkjum eða allavega var....

Hjólreiðar er kreppufararkostur af bestu gerð..... hann hefur alla kostina... hann slítur ekki malbiki... hann þarf ekki milljarða mannvirki, hann er einstaklega lár í slysatíðni og hann dregur úr þörf á sjúkrastofnunum þar sem fólk hreyfir sig jú við að hjóla....

En á þessu bíladýrkandi  Íslandi fattar það enginn.

 

Þannig að ef einhver flokkur er tilbúin í smá stefnumótun í hjólreiðum eða að gera hjólreiðaáætlun skal ég vinna að henni með hvaða sveitafélagi sem er.

Og ef það verða margar eftirspurnir eftir svona aðstoð þá er ég með nóg af fólki í kringum mig til að aðstoða.

Sættum okkur við það að bílar eru ekki lengur nauðsynlegur fyrsti kostur til almenningssamgangna.

 


Hjólreiðaslys á sæbraut

Fyrir örfáum dögum var slys á sæbraut þar sem bíll keyrði á hjólreiðamann eða eins og ég vill orða það að MANNESKJA eða ökumaður ók á hjólreiðamann..... ég hef aldrei skilið hvernig bílar keyra á fólk frekar en byssur skjóta fólk.... Það er svona séríslenskt fyrirbyrði þar sem bílar stunda að keyra niður hjólreiðamenn en öll onnur vopn eða yfirburðir eru tengdir gerandanum.

En allavega þá er sagan þessi að það var drengur sem var í endurskinsvesti að hjóla yfir á grænum kalli þegar einhver óþreyjufullur bílstjóri sem var búin að hugsa aðeins of mikið umferðina á móti eflaust (hef ekki hugmynd um hans hugarásand er er að áætla) tekur sína vinstri beygju og keyrir á hjólreiðamann (reyndar dreng) sem var í fullum rétti.

Drengurinn slapp með skrámur á höfði og vökva undir hnéskél sem er nokkuð gott miðað við að hann var ekki með hjálm. En hann var á grænum kalli í gulu endurskinsvesti og samt tókst einhverjum að keyra á hann.

Hvenær á ég að fíla mig öruggann í umferðinni ef þetta dugar ekki... hjálmurinn er aukaatriði þarna því hjolreiðamaðurinn gat ekki verið meira áberandi ?. 

Sjálfur vel ég að hjóla á götunni þar sem að ég nýt sömu réttinda og bílstrjórar þegar ég efast um öryggi mitt... og jafnvel vel ég á hjóla á miðri akgreininni til að tryggja öryggi mitt stundum, þá sérstaklega þegar ég er að fara inn á hringtorg.

En segir þetta ekki svolítið um hvað borg og ríki ættu að fara ð huga að öryggi hjólreiðamanna ef okkar öruggasti kostur er að vera á götunni innan um bílana og jafnvel tefja hraða þeirra  ?.

Þetta er kannski hugleiðing til einhverra og ef einhver hefur áhuga á að fræðast meira mun ég eflaust skrifa meira um þetta eða það er hægt að senda mér póst. Ég vill ekki vera of grófur en göngustígar sem flokkaðir eru meðal marga sem "hjólreiðastígar" henta ekki til hjólasamgangna ef maður þarf að þvera 10 götur á leiðinni með gróðri og bindhornum allsstaðar.... Og samt var ekki nokkur skapaður hlutur blindur þar sem keyrt var á drenginn..... og reikniði svo...


Hjólreiðaslysið á Sæbraut

Það var ánægjulegt að meiðsl drengsins sem ekið var á séu óveruleg. Ég hefði samt viljað sjá hver tildrög slyssins voru.

En þetta er fyrsta slysið í vetur þar sem hjólreiðamaður á í hlut þrátt fyrir mikla fjölgun fólks sem hjólar til og frá vinnu eða skóla í vetur.

Nú er lag fyrir borgina að tryggja öryggi okkar hjólreiðamanna með því að gefa okkur aukið vægi í umferðinni. Einnig eru hjólavísar sem búið er að setja ágætis búbót fyrir okkur hjólreiðamenn en sjást ekki nógu vel þegar fennir á göturnar.

Með bættri aðstöðu fyrir hjólreiðamenn er verið auka veg hjólreiða í Reykjavík og þar með draga úr bílavandanum, draga úr rekstrarkostnaði heimilana og bæta heilsu borgarbúa. Þessvegna skora ég á borgina að hafa almenningssamgöngur í forgangi í gerð fjárhagsáætlunnar borgarinnar.


mbl.is Ekið var á dreng á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensín/olíuverð og aðrar leiðir

Ég verð að viðurkenna að þegar góðærið var og olíu og bensínverð hækkaði uppúr öllu fannst mér það pínu gott á bílavelferðarkerfið á íslandi sem alltaf hefur verið númer 1 . 2 og þrjú í samgönguáætlunum á íslandi.

En síðan kom kreppa og svo kom kreppa og svo enn meiri kreppa og ég hætti að sjá hag minn í því að sjálfsumglaðir íslendingar sem þurftu 2 bíla á mann á hverju heimili fengu loksins að finna fyrir því. Kannski og örugglega var ég pínu grunnhygginn vegna þess að ég og aðrir hjólreiðamenn höfum alltaf verið í aukahlutverki í öllum fjárútlátum sveitafélaga og ríksins.

En í dag er fólk farið að hugsa um hvernig best sé að hagræða og hvað sé best að gera til að draga úr útgjöldum heimilisins og jafnvel búið að draga hjólagarminn úr bílskúrnum og svo framvegis til þess að auka aðeins aukapeninginn á heimilinu. Með öðrum orðum að draumur minn varð að veruleika að fólk myndi fara að hjóla meira og átta sig á því að hjólreiðar eru hagkvæmur og raunsær kostur til samgangna á íslandi.

En í dag var mér samt öllum lokið þegar ísland og þá meina ég ísland með litlu í ákvað að hækka álögur á bensín og olíu til þess að auka aðeins fé í ríkiskassann. Þetta hefði eflaust verið í lagi að mínum hluta nema að þeir hafa ekkert gert til að bjóða fólki uppá aðra kosti.

Það er jú búið í Reykjavík að draga úr snjómokrsti í þeim hverfum sem verktakar sjá um á sama tíma og þau hverfi sem eru á umsjá borgarinnar eru í topp þjónustu. (eins gott að vita hvaða hverfi tilheryra hverjum hér eftir uppá búsetuplan) og svo er borgin að fækka strætóferðum ???????

.......

Hvaða kosti höfum við... jú að styrkja bensínstöðvar því ennþá er jú ódýrara að fara og gefa brabra bauð með einkabíl en með stætó. Það kostar eina fjölskyldu yfir 1000 kall að fara niður í bæ og gefa bra bra brauð og fara svo til baka á meðan það kostar nokkur hundrað kalla að keyra öflugan jeppa úr grafarbæ og til baka.

Er ekki málið að allir þessir stjórnarmenn landsins hvort sem það er borg eða bær taki sig saman og geri okkur kleift að ferðast með öðrum kostum en einkabíl ????

Til að það gangi þarf að tryggja aðgang að strætó á sanngjörnu verði, tryggja aðgang að nagladekkum á reiðhjól bæði fyrir börn og fullorðna með því að veita gjaldeyri í það og moka stíga almennilega í öllum hverfum borgarinnar.

Ástand hjólreiðamanna var slæmt fyrir kreppuna og ástand þeirra sem stunda almenningssamgöngur var líka nógu slæmt fyrir kreppuna en núna er ekkert gert til að hjálpa fólki að eiga ekki bíl. 


Hjólavísar minna ökumenn á rétt hjólreiðamanna

hjolavisar.jpg

Frétt úr fréttablaðinu í gær undir fyrirsögninni : Loks gert ráð fyrir
hjólum á götunum

"Reykjavíkurborg hefur undanfarnar vikur sett hjólamerkingar á götur. Hjólasamgöngur ættu að verða raunhæfari kostur í kjölfarið. Á síðustu vikum hafa margir reykvískir vegfarendur rekið upp stór augu yfir hjólreiðamerkingum sem skotið hafa upp kollinum á tilteknum akreinum borgarinnar.
Merkingar þessar eru hugsaðar til þess að létta þeim lífið sem nýta sér hjólið sem samgöngumáta, en víst er að fjölgað hefur talsvert í þeim hópi upp á síðkastið. Hjólamerkingarnar gera þannig hjólreiðafólki ljóst hvar er best fyrir það að halda sig á götunni, en minna bílstjóra einnig á að vera vakandi fyrir hjólandi umferð.


Hjólamerkingarnar er að finna á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og á Einarsnesi. Slíkar merkingar verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og á Laugarásveg. Einnig styttist í tvöföldun hjólaog
göngustígsins sem liggur meðfram Ægisíðu, en þar stendur til að gera sérreinar fyrir hjólafólk og gangandi vegfarendur til þess að greiða götu beggja hópa."

Frábært framtak hjá Landssamtökum hjólreiðamanna og Reykjavíkurborg þessir hjólavísar og einnig er skemmtilegt að þeir hafa fengið smávægilega umfjöllun. Hef heyrt frá nokkrum að þeir viti ekkert hvernig á að haga sér þegar kemur að hjólavísum og að ökukennarar séu reknir á gat þegar þeir fara með nemendur sína um þessar götur. 

Í Kjölfar þessarra hjólavísa er mikilvægt að kynna þá vel og kynna vel hvernig ökumenn eiga að haga sér og hver réttur hjólreiðamannsins sé á hjólavísum og á götum almennt.

Með minnkandi auglýsingasölu í sjónvarpi er þá ekki málið að umferðarráð eða einhverjir geri SKETSA um hvernig ökumenn og hjólreiðafólk á að haga sér og hver réttur þeirra sé í kringum hjólavísana.

En til hamingju Reykjavík, þetta er mikil búbót og vonandi aðeins upphafið af því að maður fari að sjá þetta útum allt

sjá meira um þetta á www.lhm.is


Ef Ísland færi í ríkjasamband við Noreg

Norðmenn eru að mörgu leiti á undan okkur Íslendingum. Sérstaklega þegar kemur að samgöngum og þá meina ég vistvænum samgöngum. Norðmenn ákváðu fyrir nokkru að þeir skyldu draga úr bílaumferð ólíkt Íslendingum sem hafa lagt allt kapp á að gera veg einkabílsins sem vænlegastann.

Þegar Norðmenn ákváðu að draga úr notkun Einkabílsins þurftu þeir að velja hvaða kostir væru bestir í þeim efnum og komust að því að best væri að fá fólk til að hjóla. Og á það við jafnt í suður sem og norður Noregi. 

Til þess að fá fólk til að hjóla ákváðu þeir að setja í gang kraftmikla hjólreiðaáætlun sem hækka átti hlutfall þeirra sem veldu reiðhjól til styttri ferða úr 4% í 8%. Ein aðaláherslan var að setja hjólastíga meðfram stofnbrautum og þegar ný hverfi og götur væru byggðar skyldi hjólreiðastígur vera í forgangi og svo leið bílsins fundin út sem annar kostur. Á Íslandi er bílinn númer 1. 2. og 3. og svo kemur gangandi umferð og síðan hjólreiðamenn í restina og í raun varla til.

Hvatning til hjólreiða og betrumbætur samgangna hafa gengið svo vel að Norðmenn eiga orðið 2 af 11 hjólavænustu borgum heims. 

Ég er ekki með þessum pistli að segja að ég sé fylgjandi ríkjasambandi við Noreg heldur bara að horfa í draumsýn  hjólreiðamannsins ef að þessu kæmi. ÞEAS að það  ætti náttúrulega að vera krafa Norðmanna að Íslendingar tækju upp hjólreiðaáætlunina kæmi til svona samands enda hafa Norðmenn reiknað það út að það spari ríkinu 500.000 kr á ári hver manneskja sem leggur bílnum og tekur hjólið upp í staðin.

Verkalýðsfélögin geta stuðlað að bættri heilsu og heilnæmari samgöngum

Nú er svo komið að ef fólki langar að stunda hreyfingu og styrkja sig þá getur það sótt um styrk til stéttafélagsins síns og fengið að einhverju eða öllu leiti greitt niður kort í líkamsræktarstöðvum.

Þetta er svosem hið besta mál og frábært að fólk eigi þennan kost. En því miður eru þessir styrkir bara bundnir við "fullgildar" líkamsræktarstöðvar og eitthvað minna um að fólk geti fengið niðurgreiðslu á annarri hreyfingu.

I því árferði sem nú er myndi ég vilja sjá stéttafélögin bjóðast til að greiða fyrir nagladekk á reiðhjól svo fólk geti sparað pening í eldsneyti, fengið næga hreyfingu og fengið þann innri frið sem fylgir því að hjóla.

Núna þegar snjór og hálka er komin úti þá er mikilvægt að vera með nagladekk á hjólinu og þá sérstaklega að framan, það gæti dugað að vera með grófmynstruð dekk af aftan sem eru ekki með of miklu lofti í. Kostnaður við að fá sér nagladekk er líklega um 15.000 kr að framan og aftan ef keypt eru ný dekk en eitthvað minni ef einhver hefur fyrir því að óska eftir notuðum dekkjum. 

Þetta er startkostnaður sem sumir sem sett hafa sig í samband við mig í gegnum bloggið mitt setja fyrir sig. En þessu fólki langar að hjóla, er byrjað að hjóla en á meðan öll lán og kostnaður við heimilið hækka væri þá ekki ráð fyrir stéttafélögin að bjóða þessu fólki að nota líkamsræktarstyrkinn til dekkjakaupa.

Það væri kannski ekki úr vegi að fólk væri bara nógu duglegt að hafa samband við félögin sín og athuga hvort hægt sé að gera eitthvað í þessu.

Smá viðbót:

Fékk póst frá einum sem var að lesa pistilinn minn sem benti á að Penninn hefði boðið uppá líkamsræktarstyrki fyrir starfsmenn sína og þá hefði meðal annars verið hægt að nota til að kaupa sér hjól, hjólabúnað eða hvað sem  tengist almennri líkamsrækt. Penninn fær hrós fyrir það, vonandi að fleiri fyrirtæki séu að bjóða svona.


Hættulegt: bönd strengd yfir útivistarstíga í gríð og erg

Nú er svo komið að fólki á útivistarstígum hefur fækkað með kólnandi veðri. Það hefur sína kosti því fyrir okkur hjólreiðafólk þá getur maður hjólað í minni umferð á þessum stígum og því farið hraðar yfir. Þetta er samt ekki allt sólskin og sleikipinnar því svo virðist sem hundaeigendur séu ekki sérlega varir um sig og skapa hjólreiðamönnum hættu með framferði sínu.

Nú er ég ekki að segja að þetta sé viljandi eða kæruleysi hjá þeim heldur bara fattleysi. Það er að þeir standa á öðrum hluta stígsins og hundurinn utan við stíginn hinu megin og þessi útrennanlegu hundabönd strend í milli. Þetta getur skapað hættu fyrir alla 3 sem að koma, hjólreiðamanninn, þann sem  heldur í hundinn og svo hundinn sjálfann.

Því langar mig að beina þeim tilmælum til hundaeigenda að passa sig á þessu, þeas að vera með hundaböndin strengd þvert yfir hjólastígana.

Með fyrirfram þökk.

Svo ef einhver veit hver er ábyrgur í svona tilfelli væri gaman að fá athugasemd um það. Ef ég myndi t.d. hjóla á band og hundurinn slasast eða eigandinn væri ég  þá ábyrgur eða ef að ég slasa mig er þá hundaeigandinn ábyrgur ? 


Tölfræði úr umferðinni og jákvæð þróun

Það er mér mikið ánægjuefni að bílum fari fækkandi á götum borgarinnar. Því fylgja margir kostir eins og minnkandi útblástur, minna svifryk, minna slit á vegum, minna af gúmmíögnum útí andrúmsloftið og minna af allri þessarii mengum sem fylgir bílum.

Svo er það náttúrulega að fólk er farið að hreyfa sig meira með því að auka við sig hjólreiðar, strætó og fleiri kosti sem eru í boði. 

Svo lækkar náttúrulega slysatíðni með þessarri fækkun og þar með dauðsföllum í umferðinni vonandi.

Minni þörf er orðin fyrir fjölgun akgreina, byggingu mislægra gatnamóta og viðhalds á vegum.

Endalusir kostir.

En leiðinlegt er að ekki sé hægt að mæla nákvæmnlega aukningu í annarri umferð svosem hjólreiðum. Einu forsendur sem ég hef fyrir aukinni hjólaumferð miðað við árstíma er það sem ég sé og hvað mig minnir að hafi verið í fyrra. Svo er náttúrulega hægt að sjá fleiri hjól fyrir utan skólana og fyrirtækin.

Það væri kannski ekki úr vegi að settir yrðu hjólateljarar á 3 vinsælustu stíga borgarinnar.

Svo er bara að halda áfram að hjóla og ef þú ert ekki byrjaður eða byrjuð þá er bara að prófa svona svosem eina ferð og fatta hvað það er gaman að hjóla í rigningunni


Viðskiptablaðið fyrst með hjólafréttirnar

Það kom skemmtilega á óvart að Viðskiptablaðið var fyrst fréttamiðlanna með fréttirnar um bætta aðstöðu hjólreiðamanna í Reykjavík, kannski fór þetta framhjá mér annarsstaðar en held ekki. Ætli ég fari ekki að lesa VB.is meira í kjölfarið. En innihald þessarar fréttar er vonandi upphafið af því sem koma skal og vil ég óska Reykjavík til hamingju með þetta skref í rétta átt.

Núna fækkar bara ástæðunum til að hjóla ekki og vonandi sé ég sem flesta á þessum slóðum í framtíðinni, og auðvitað á Reiðhjóli.  En hér má sjá frétt vb um málið eða að lesa hana hér að neðan orðrétt. Frétt um þetta á reykjavik.is má svo sjá hér

Frétt VB.is:

Undanfarið hefur verið unnið að bættum samgöngum fyrir reiðhjólafólk í Reykjavík. Nú standa yfir reiðhjólamerkingar á Suðurgötu og á Einarsnesi.

Starfsmaður Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar fór í hjólaferð á laugardaginn, kannaði hjólreiðastíga og -merkingar og ræddi við hjólreiðafólk. Eitt af grænu skrefunum í Reykjavík felst í því að bæta aðstæður fyrir þá sem vilja nota reiðhjólið sem samgöngutæki og standa því yfir merkingar á nokkrum götum í borginni. Nú er verið að mála hjólareinar vestan Suðurgötu, um Einarsnes og að hjólastígnum í Skerjafirði. Slíkar merkingar verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og Laugarásveg.

Tvöföldun Ægisíðustígins er langt komin en þar verða sérreinar fyrir hjólandi og gangandi til að greiða þeirra samgöngur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband