Færsluflokkur: Samgöngur
Hver er vondi kallinn. Akureyrarbær eða Strætó í Reykjavík.
Ég skrifaði færslu um daginn um að strætó væri með þessa mismunun milli lögheimilis notenda þess, þeas að nemar í Reykjavík þyrftu að hafa lögheimili í borginni til að fá strætókort frítt frá strætó.
Ég fékk athugasemdir eins og að af hverju Reykvískir skattgreiðendur þyrftu að borga fyrir landsbyggðarpakkið í strætó og svo framvegis og ég var að sumu leiti sammála þessu á því augnabliki og fór að hugsa af hverju sveitafélög eins og Akureyri og fleiri ættu ekki að taka þátt í þessu og borga kort fyrir sína menn. Ég meina af hverju áttu Reykvíkingar að borga fyrir helvítis landsbyggðarpakkið í strætó ?.
En svo fór ég að velta fyrir mér hvort að Akureyrarbær sem er með frían strætó fyrir alla spurji alla um skilríki og sendi svo gíró á hin sveitafélögin. Það eru jú í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Háskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri fólk frá öllum landshlutum sem notar þessa þjónustu þar. Er þá ekki jafn raunhæft að Akureyringar fari að taka niður lögheimili og senda gíró?.
Svo fékk ég athugasemd frá manni sem nam í framhaldsskóla á landsbyggðinni og fór svo í Hákóla til Reykjavíkur og endaði með lögheimili í Reykjavík þar sem vinnuframboð fyrir hans menntun er ekki til staðar og hann benti einnig á að þegar hann var í framhaldsskóla greiddu foreldrar hans útsvar í sveitafélaginu hans og svo fór hann í skóla til Reykjavíkur og býr þar sem þýðir að útsvar foreldra hans sem fór í hans menntun endaði á því að hans útsvar fór til Reykjavíkur, ekki til sveitafélagsins sem hann ólst upp í.
Þannig að spurningin er hvort Reykjavík sé virkilega stætt að neita nemum af landsbyggðinni um að fá frítt í strætó þar sem yfirgnæfandi líkur eru á því að þeir muni greiða sitt útsvar í Reykjavík í framtíðinni. Það er allavega á hreinu hvar fólksfjölgunin er.. hún er ekki á landsbyggðinni.
Strætó og Reykjavíkurborg.... Hættið þessu kjaftæði og bjóðið öllum nemum frítt í stætó sama hvaðan þeir koma því þeir munu jú eflaust borga útsvar til borgarinnar í framtíðinni.
Samgöngur | 30.8.2008 | 22:50 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11 ára strákur varð fyrir áreiti hugsanlegs barnaníðings meðan hann var gangandi heim úr skólanum.
Á sama tíma og háskóla og framhaldsskólanemendur eru að fá strætókort frítt frá borginni er þá ekki málið að bæta grunnskólabörnum við í þennan hóp... Margar góðar ástæður eru til að grunnskólabörn fái strætókort og núna má greinilega bæta við þeirri ástæðu að ef börn geta tekið strætó frá skóla til heimilis og öfugt er búið að draga úr barnaníðingaveiðilendum.
Á Akureyri þar sem frítt er í strætó taka grunnskólabörn á öllum aldri strætó milli 2ja stoppistöðva bara til að stytta sér leiðina. Eflaust má mæla gegn því með minni hreyfingu barna þar sem þau þurfa að ganga styttra til skóla en er þá ekki alveg eins hægt að álasa foreldrum fyrir að kaupa sér hús of nálægt skólum.
En þetta er augljóslega enn ein ástæðan fyrir því að frítt á að vera í strætó fyrir alla í Reykjavík.
Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 29.8.2008 | 21:57 (breytt kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Helvítis landsbyggðarliðið þarf annaðhvort að eiga bíl eða leggja fram 30.500 krónur fyrir korti hjá Strætó til að komast til skóla á höfuðborgarsvæðinu vetur.
Enda líklega kominn tími til að draga úr þessum jöfnunarsjóðum sveitafélaga og hætta almennt að styrkja krakka til náms utan þeirra bæjarfélaga sem þau koma frá . Enda ef við horfum á þetta raunhæfum augum þá er það gjörsamlega foreldrum barna á Hellu sem dæmi að kenna að þau alast ekki upp í sveitafélagi með Háskóla eða framhaldsskóla hvað þá heldur.
Þessvegna skil ég næstum því stefnu Reykjavíkurborgar og Strætó í fínu grænu skrefunum sínum að allir aðkomunemendur sem stunda nám í skólum í Reykjavík og nágrenni hafi ekki rétt á því að fá frítt í strætó eins og þeir sem hafa lögheimili í Reykjavík.
Ég held að næsta raunhæfa skref sé að Reykjavíkurborg fari að niðurgreiða skólagjöld sinna þegna og láta landsbyggðarpakkið halda uppi háskólunum eins og þeir virðast ætla að láta landsbyggðarpakkið halda uppi strætó í vetur.
Allavega langar mig að hrósa Sjálfsstæðisflokknum og grænu skrefunum hans fyrir þetta hvetjandi framtak og þessa skemmtilegu aðskilnaðarstefnu sem á að ráða ríkjum í vetur í fínu höfuðborginni okkar íslendina.
En hérna eru skilyrðin á heimasíðu strætó fyrir nemakorti, og nemar þurfa að uppfylla bæði:
- Þú ert með lögheimili innan sveitarfélags sem tekur þátt i Nemakortunum (Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Álftanes).
- Þú ert skráður nemandi í framhalds- eða háskóla sem staðsettur er á höfuðborgarsvæðin
Eða eins og þeir auglýsa án frekari skilgreininga "kostar ekki NEMA ekkert"
Svo er spurning hvort það sé löglegt að auglýsa svona því NEMI og NEMI virðist ekki vera það sama.
Samgöngur | 25.8.2008 | 22:35 (breytt kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég er búin að vera á Akureyri undanfarna daga og hef verið að þvælast hérna og fylgjast með hjólamenningunni miðað við í Reykjavík.
Það sem mér finnst alveg frábært hérna er að umferð reiðhjóla hérna er alveg ótrúlega mikil, sama hvort um er að ræða fólk á götunni eða stígum eða gangstéttum. Alltaf virðist fólk vera úti að hjóla hérna.
Alveg ótrúlega stórt hlutfall reiðhjóla eru með barnastóla og yfirleitt fylgir barn með og jafnvel vagn aftaní með öðru barni. Það sama má segja um heilu fjölskyldurnar sem eru hjólandi úti á kvöldin og yfir daginn. Bara alveg frábær.
Þetta er nefnilega alveg ótrúlega skemmtileg stemming hérna og útí kjarnaskógi getur verið fjöldinn allur af reiðhjólum á góðviðrisdögum og við sundlaugina líka.
Ég held að Akureyrarbær ætti að fara að kynna hjólastefnu sína sem og fara að koma henni í framkvæmd því allur þessi fjöldi hjólreiðamanna hérna á hana skilið. Ég fjallaði einmitt um þegar frétt birtist á textavarpinu um hana og síðan hefur ekkert heyrst né gerst.
Hér má sjá færsluna http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/552134/
Samgöngur | 15.8.2008 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig átti slysið sér stað?. Hjólaði barnið fyrir ökumanninn eða keyrði ökumaðurinn á barnið á göngubraut eða hvernig voru tildrög slyssins. Hver var í rétti og hver olli slysinu ?.
Gott að vita að barnið var með hjálm en spurning er hvort að ef aðstæður hefðu verið betri að barnið hefði lent í þessum aðstæðum. Og svo er það spurningin hvort barnið lenti fyrir bílnum eða bílinn keyrði á barnið.
Samkvæmt fréttinni má túlka að hjólreiðamaðurinn (barnið) hafi verið í órétti því hann varð fyrir bílnum eða þannig er allavega mín túlkun á þessu. Ég vill sjá nánari túlkun á tildrögum svona slysa og hvernig þau urðu frekar en að börn verða fyrir bíl á hjóli. Auðvelt að meta málið þannig að óvitaskapurinn hafi ollið þessu en ég myndi vilja vita meira.
Svo er það náttúrulega fréttaflutningurinn sem snýst alltaf um hjálm / ekki hjálm en ekki hvort aðstæður barnsins hafi verið viðundandi.
Með slysið á Suðurlandsbraut snýst allt um aðstæður en þegar hjólreiðamenn lenda í einhverju er ekkert fjallað um aðstæður heldur einungis um hjálm. Menn eru að missa sjónar á því sem skiptir máli.
Ekið á dreng á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 14.8.2008 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hjólaræma frá Reykjavíkur til Hveragerðis samhliða tvíbreikkun Suðurlandsvegar.
Já það stendur til að fara í framkvæmd á fyrstu hjólaleið Íslands milli tveggja sveitafélaga sem ekki eru límd saman og einnig þeirri fyrstu meðfram þjóðvegi eitt.
þetta er náttúrulega snilld að þetta sé að komast í framkvæmd og því mikilvægt að ná fram réttu lausninni og útfærslunni. Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru Landssamtök hjólreiðamanna með kynningu á framkvæmdinni í máli og myndum og óska eftir umræðum og skoðanaskiptum um þetta mál.
Það er um að gera að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri í kvöld klúkkan 8 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins við Brekkustíg 2, vestur í bæ.
Ég hvet alla til að mæta og bendi á heimasíðu landssamtakanna www.lhm.is
Samgöngur | 14.8.2008 | 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eru almenningssamgöngur bara eitthvað sem þarf lækkun á Olíugjaldi og sitji við sama borð og hópferðaakstur.
Ég er samt fylgjandi því að auka eigi veg strætó eins mikið og auðið er. Það er samt ekki bara gert með því að veita þeim peninga og einhverja skattaafslætti. Það þarf að sama skapi að gera kröfur um að þjónustan sé eitthvað sem henti öllum.
Strætó þarf að vera þannig að gamalt fólk fái tíma til að setjast í sæti sín áður en vagninn fer af stað. Vagnarnir þurfa að vera mannaðir fólki sem talar íslensku svo börn og aðrir sem ekki tala ensku og pólsku geti fengið leiðbeiningar þegar farið er af stað í strætó. (þetta hefur ekkert með að ég sé á móti erlendu vinnuafli heldur bara að strákurinn minn á í stökustu vandræðum að ferðast með strætó oft á tíðum) Og svo að sjálfsögðu þarf að vera aðstaða til að taka reiðhjól með sér í strætó. Því til þess að svona samgöngur virki uppá sitt besta þarf fólk að geta komist milli hverfa og svo nýtt sér reiðhjól eða gengið það sem eftir er.
Svo myndi ég vilja sjá reiðhjólagrindur við strætóskýli svo hægt sé að hjóla að samgöngupunktum strætó og geyma hjólið sitt.
Ætli vandamál strætó sé ekki bara að þeir hjakkast í sama farinu og gera ekki annað en grenja um peningaleysi og gera ekkert til að bæta þjónustuna og hafa ekki komið með neinar nýjungar síðan ég man eftir mér nema kannski auglýsingaskilti á strætóskýlin. Væri ekki málið að gera þjónustuna meira aðlaðandi og fá jákvæðari mynd af strætó til þess að fá fólk til að nota hann.
Vilja átak í almenningssamgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 12.8.2008 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig ætlar þú að fara á tónleikana í Húsdýragarðinum á morgun, sunnudag.
Ætlar þú með fjölskylduna á bíl eða kannski taka strætó eða jafnvel prófa að hjóla þetta.
Allavega eru Stuðmenn, Nýdönsk og einhverjir að spila þarna og því vert að fara ef maður er í borginni. Þrátt fyrir að gerðurinn sé ekki búin því að taka við hundruðum hjóla þá mæli ég með því að fólk mæti á morgun og taki sér bara bílastæði undir hjólið sitt og fari og skemmti sér vel.
Enda verður þetta ekkert nema hin besta skemmtun.
En allavega hjólum saman í Húsdýragarðinn á morgun.
Samgöngur | 2.8.2008 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég var í dag farþegi í dag á um 90 km hraða og svo þurfti bílstórinn að hægja á sér á eftir bíl sem var á undan honum. Hann beið hvers færis til að fara fram úr bílnum og þegar frekar þröngt var um þá skellti hann sér frammúr bílnum á undan sem var eflaust á um 20 km hraða.
Hann hafði ekki mikinn tíma og þegar hann fór framúr bílnum á undan þá þurfti hann að skella sér skyndilega inn rétt fyrir framan bílnum á undan þar sem bíll var að koma á móti.
Þetta hefði eflaust verið í lagi ef ekki hefði verið þriggja manna hjólreiðahópur á undan manninum á undan. Þeir hjóluðu vel útí kanti og voru ekkert fyrir nema að bíllinn fyrir aftan þá vildi greinilega ekki þrengja óþarflega að þeim.
En þegar bíliinn fór frammúr þá fór hann svo snöggt inn fyrir framan hinn bílinn að tveir af þrem hjólreiðamönnunum neyddust til að fara útí kant og annar datt og meiddist. Mitt föruneyti stoppaði og athugaði hvernig hjólreiðamennirnir hefðu það og meiðslin voru sem betur fer bara skrámur og einn skurður.
Við vorum með sjúkrakassa í bílnum og sem betur fer þurftu þessir ferðalangar ekki að hætta ferðinni vegna þessa.
En að sama skapi er þetta nákvæmnlega það sem ég óttast mest þegar ég hjóla á þjóðvegum að það er ekki bíllinn fyrir aftan heldur fíblið sem tekur frammúr sem er hættulegt.
Ef þú hefur ekki góðan tíma til að taka frammúr .... þá slepptu því... það gæti eitthvað leynst fyrir framan bílinn á undan. Eða eins og fyrirsögnin segjr að bíll númer 2 getur drepið óvarða umferð fyrir framan fremsta bíl.
Samgöngur | 1.8.2008 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég var að hlusta á FM957 í dag og þeir voru með góð ráð fyrir bílstjóra fyrir helgina. Fyrst byrjuðu þeir á að tala um að keyra ekki fullur og alla þessa hefðbundnu rullu sem svo sannarlega er aldrei of oft sögð.
En svo kom uppáhaldið mitt sem var hreint ótrúleg og var þegar bílstjórum var bent á að þegar þeir væru á gatnamótum þá þyrftu þeir að passa sig á "minni" og verr sjáanlegum farartækjum í umferðinni. Og þá sagði maðurinn með umfjöllunina þessa setningu sem var sem gull í mín eyru að "ökumenn þurfa að passa sig á öðrum en bílum því það þarf einnig að passa sig á mótorhjólum og hjólreiðamönnum sem koma eftir götunum"
Mér fannst ekki lítið frábært að við hjólreiðamenn skyldum fá að komast á blað sem vegfarendur í útvarpi. Segir kannski mest um hversu lítilvægir við erum að ég skyldi gleðjast þegar ég heyrði hjólreiðamenn nefnda í svona umfjöllun.
Að sama skapi gladdist ég óskaplega þegar ég heyrði tilkynningu til ökumanna léttbifhjóla í dag í útvarpinu um að þeir ættu ekki að vera á göngustígum og sköpuðu hættu fyrir þá sem þar væru.
Ég einmitt bitri færslu um þetta 17. júlí síðastliðin undir fyrirsögninni "Vesðuplágan komin í fossvoginn" Frábært að búið sé að taka eftir þessu og það eigi að fara að gera eitthvað í þessu því þetta er eitthvað sem gengur ekki alveg upp.
En annars vil ég bara óska öllum bæði hjólreiðamönnum og ökumönnum vélknúinna tækja velfarnaðar í umferðinni um verslunarmannahelgina og vonandi að allir lifi hana af.
Samgöngur | 1.8.2008 | 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)