Færsluflokkur: Samgöngur

Ófærð á götum um hásumar

Það var gaman að heyra forstöðumann Baðstrandarinnar í Nauthólsvík hvetja fólk nánast til að koma ekki því það væri svo mikil örtröð að bílar væru fastir vel út á bústaðaveg.

En það sem vakti athygli mín var að hann sagði einnig að meira að segja hjólreiðamenn væru í röðum og ættu einnig erfitt með að komast að.

Segir þetta ekki allt um að gangandi og hjólandi vegfarendur eiga ekki samleið og ef hjólreiðamenn ættu sína leiði sem væri aðskilin með/á móti þá væri hægt að halda uppi almennilegri hjólaumferð í borginni.

Reyndar þá kom Gísli Marteinn í vor með hin svokölluðu "Grænu skref" sem ættu að bæta hag hjólreiðamanna með nýjum stíg sérstaklega fyrir hjólreiðamenn frá ægissíðu til ellðárssdals en í allt sumar hef ég ekki séð svo mikið sem eina gröfu eða einn mælingarmann til þess að taka þetta út.

Allavega óska ég eftir því að hægt sé að taka við þeim fjölda hjólreiðamanna sem þurfa að nota stígana þegar mest liggur vð og það er gert með almennilegu stígakerfi fyrir hjólreðamenn.


Og hvar á að læsa því

bikelock.jpgÞað skiptir máli hver maður mann er þegar maður glatar hjólinu sínu. Samt skemmtilegt framtak hjá Sunday Mirror að fara og grafa upp hjól Davids Camerons leiðtoga Íhaldsflokksins á Englandi.

Hérna  á Íslandi er hjólum stolið fyrir utan verslanir í gríð og erg og finnast svo yfirleitt innan þeirra hverfa sem þeim er stolið í ef leitað er.

Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að hjólum er stolið hérna. Annarsvegar að fólk notar ekki lása á hjólin sín nægilega mikið og þá sérstaklega krakkar sem jafnvel eru ekki með lása á hjólunum.

Og svo er það ástæðan fyrir því að ég vill síður fara í verslanir og verslunarkjarna því það er að jafnaði ekkert til að læsa hjólið við á staðnum. Aðstæður eru engar fyrir þá sem koma á hjólum.

Til þess að geta læst hjólinu sínu þarf maður að geta læst því við eitthvað og hvort sem það eru hjólagrindur boltaðar í jörðina eða sérstakir staurar þá eru þeir eiginlega hvergi.

Í Kringlunni er t.d. ekki aðstaða fyrir hjól við innganganna eða bara hvergi og það sama á við Smáralind og meira að segja hjólabúðirnar eru ekki með standa fyrir utan búðirnar sínar til þess að fólk geti læst hjólunum sínum sómasamlega.

Þetta er eitthvað sem þarf að bæta hérna heima svo hægt sé að nota hjól til samgangna á viðunandi hátt.


mbl.is Hjól Camerons fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á maður að vera með hjálm á hjóli ?

hjalmur.jpgÞað er umræða í þjóðfélaginu um nauðsyn reiðhjólahjálma.

 Rök með og rök á móti eru mikið í umræðunni og meðal annars var fræg umræða um að formaður Landssamband Hjólreiðamanna væri ekki með hjálm í viðtal og svo framvegis.

Það er samt um að gera að fólk tjái sig um þetta en hérna koma nokkur rök með og á móti sem fólk getur metið og gaman væri að fá skoðanir um þetta. Ég ætla á stikla á nokkrum greinum sem ég hef lesið en nenni ekki að grafa upp heimildir.

Í Danmörku er stóraukin tíðni á höfuðmeiðslum hjá eldra fólki vegna þess að það notar ekki hjálm.

Í Svíþjóð eru flest höfuðmeiðsl hjólreiðamanna tengd við ölvun hjólreiðamanns samkvæmt grein um daginn.

Á Íslandi er hjálmaskylda barna og börn verða ekki fyrir höfuðmeiðslum án hjálms og aðalfréttaflutningur á hjólreiðaslysum snýst um hvort fólk var með hjálm eða ekki ekki eðli slyssins sjálfs.

Margir halda fram að ef hjálmaskylda væri sett á fullorðna þá myndi draga úr hjólreiðum því "hjálmahár" er ekki cool og meiri fyrirhöfn við að fara á reiðhjól myndi draga úr hjólreiðum.

Margir sem lent hafa í hjólreiðaslysum halda því fram að ef þeir hefðu ekki verið með hjálm í umræddu slysi þá væru þeir ekki á lífi, ég get sett mig í þann hóp.

Að sama skapi er umræðan mikið um hvort vegur meira að fleiri hjóli og að slysatíðni sé það lítil meðal hjólreiðamanna að það taki því ekki að nota hjálm til styttri ferða.

Eða að maður á að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og vera alltaf með hjálm og skapa ákveðna Imynd um hvernig haga sér á á hjóli með því t.d. að nota hjálm öllum stundum.

Frábært væri að fá skoðanir fólks á hjálmanotkun og hvað fólki finnst.

 


Slysatíðni hjólreiðamanna og batakveðjur

Vonandi að hjólreiðamanninum í Vatnsfirði heilsist vel og verði komin á kreik fyrr en varir....

En þrátt fyrir stórauknar hjólreiðar á Íslandi er þetta fyrsta slysið sem ratað hefur á síður blaðanna þar sem bíll á ekki í hlut. Ekki mikil slysatíðni meðal hjólreiðamanna þegar bíllin er víðsfjarri. Sýnir kannski hversu mikilvægt það er að aðskilja hjólreiðar og bíla með almennilegum hjólaleiðum.

 


mbl.is Datt af hjóli og fótbrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar ekki eitthvað þarna meðfram

Þetta er nákvæmnlega ástæðan fyrir því að það þyrfti að vera hjólreiðabraut meðfram Reykjnesbrautinni. Ef að maður á 150 km hraða sér umhverfi sitt seint og aðra bíla seint. Hvað hefur hann þá langan viðbragðstíma þegar hann loks kemur auga á hjólreiðamann.

Málið við að vera hjólreiðamaður á 20 km hraða og fá einhvern á 130 km meiri hraða framúrsér er alveg einstaklega óþægilegt. Og virkilega hættulegt. Yfir sumartímann hjóla þónokkur fjöldi  hjólreiðamanna á þessum slóðum á hverjum degi og væri fleiri ef menn voguðu sér þarna meðal þessara brjálæðinga sem haga sér svona.

Hjólreiðabraut meðfram stofnbrautum og málið er leyst.


mbl.is Ók á 148 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílar eða ökumenn

Úr fréttinni

"Tilkynnt var um sjö leytið í gærkvöldi um að ekið hefði  verið á barn á reiðhjóli í Kaupvangsstræti. Lögregla og sjúkralið voru send á staðinn.  Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið út af bifreiðastæði við Kaupvangsstræti og í veg fyrir 8 ára dreng á reiðhjóli sem að lenti utan í bifreiðinni. Drengurinn kvartaði undan eymslum í fæti og var hann var færður á slysadeild til skoðunar."

Núna hef ég ekki hugmynd um hvar í Kaupvanngsstræti þetta var en get ýmindað mér að bíllinn hafi þurft að þvera gangstétt tl þess að komast af bílastæðinu og þá hafi drengurinn hjólað á bílinn. 

Ég er á því að fréttaflutningur af svona hjólreiðaslysum sé oft fluttur bílnum í hag. Ef þetta hefðu verið 2 bílar þá hefði komið fram að bíll ók útaf bílastæði og í veg fyrir annann bíl sem kom akandi niður götuna sem skall á bílnum sem sem var að koma úr bílastæðinu.

Þarna í fréttinni er lítið eða ekkert lagt uppúr því að drengurinn hafi verið í rétti eða verið á gangstétt og að það hafi verið keyrt í veg fyrir hann.

Áherslur í fréttum og dagbókarfærslum lögreglu einkennast oft að því að af því að hjólreiðamenn lenda á bílum og þeir hjóla á eitthvað og að þeir eru alltaf persónur en bílar eru bara bílar. Ökumenn keyra aldrei á hjólandi vegfaraendur eða í veg fyrir vegfarendur heldur eru það alltaf bílar sem keyra á eða fyrir fólk.

En allavega gat ég enganvegin áttað mig á tildrögum slyssins í fréttinni.


mbl.is Seinheppinn þjófur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers eru þessi undirgöng

Það eru komin göng útum alla reykjavík, gott og blessað. Vandamálið er að göngin eru oft úr leið og 90°beygjur við enda þeirra. Sjálfur hef ég "næstum" hjólað á hunda, börn og konur með barnavagna þegar ég kem úr svona göngum. Eina ástæðan fyrir því að það er bara næstum er að ég er skíthræddur þegar ég kem að svona horni. Þetta myndi aldrei líðast í bílaumferð. Það má t.d. ekki leggja bílum nær gatnamótum en einhverja 5 metra eða eitthvað til að byrgja ekki útsýni þeirra sem þar um fara og oft eru settir speglar ef hornið er íll leysanlegt fyrir bílaumferð.

En gangandi umferð og hjólandi umferð í svona göng er ekki alveg að virka eins og maður vildi því oft eru göngin "redding" og höfð úr leið eins og í þessu tilfelli þá henta þau ílla hvert sem þú ert að fara og það er alltaf krókur í þau og því auðveldara að þvera götuna allsstaðar.

Þannig er allt hugsað fyrir bíla. Að umferð sé sem beinust og sem minnst af kröppum beygjum og sem minnst af útúrdúrum svo fólk nýti sér vegina og leiðirnar sem vegayfirvöld vilja að maður fari. En þegar kemur að hönnun göngustíga - hjólastíga og undirgangna þá er fyrst hugsað um bílaumferðina og svo er eins og það sé hugsað hvort einhversstaðar megi koma okkur hinum fyrir og hvort það almennt borgi sig. Það er jafnvel að maður velti fyrir sér hvort verið sé að huga að öryggi okkar sem erum óvarin í umferðinni eða verið að greiða leið bílsins þegar undirgöng eru gerð því við tefjum jú hinn akandi mann þegar við þurfum að þvera götu ofan jarðar.

 


mbl.is Þurfa undirgöng merkingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðamenn boðnir velkomnir á götuna

Þegar ég og fleiri hjólum á götunni er ekki óalgengt að ökumenn bifreiða flauti á okkur og bendi á gangstéttina við hliðina.

Það er kannski ekki skrýtið því allir eru jú að flýta sér og hjólreiðamaður fer óneitanlega aðeins hægar en bílinn. En samt finnst mér ökumenn vera hægt og róglega að venjast reiðhjólum í umferðinni. Tillitssemin er meiri í sumar en hún var í fyrrasumar. Það gæti verið útskýrt með því að fleiri eru jú farnir að hjóla og maður hugar að sínum auk þess sem margir sem dást að fólki sem virðist fara allra sinna ferða á hjóli í þessu fína bensínævintýri sem er skollið á í heiminum.

Það er samt þannig að hjólreiðamenn eru ekki að hjóla mikið á Miklubraut, Sæbraut, Reykjanesbraut og Reykjavíkurveg á háannatímum þar sem það er hreinlega hættulegt. Því þegar umferðin verður mikil verður hjólreiðamaðurinn ósýnilegri. En það er mikið hjólað á minni götum og hægfarnari og segja má að þumalputtareglan er sú að það er hægt að hjóla á götu sem er í mesta lagi með 50km hámarkshraða og ekki með bíl ofan í bíl allan daginn.

hjolavisirNúna stendur aftur á móti til að kynna fyrir Reykjavískum ökumönnum að hjólreiðamenn eigi rétt á því að vera á götunum líka með því að setja svokallaða hjólavísa á göturnar. Það eru hvítar merkingar með mynd af hjóli og í hvaða átt má fara á hjólinu eftir tiltekinni götu. Þetta er mikil samgöngubót að því leiti að þarna er komin áberandi viðurkenning á því að hjóla megi á götunni.

Að sama skapi gæti þetta valdið vandræðum því ökumenn gætu farið að líta þannig á að hjólreiðamenn megi einungis vera á götum sem búið er að setja hjólavísa á. Þannig er þetta allavega á göngu/hjólastígakerfi borgarinnar að ef að tveir hjólreiðamenn hjóla hlið við hlið fá þeir ófá kommentin að búið sé að úthluta einum þriðja stígsins fyrir þá og þar skuli þeir halda sig.

En engu að síður verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessu og hvernig viðtökur hjólreiðamenn muni fá á götunni eftir að merkingar koma. Mun þetta auka þolinmæði ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum eða mun þetta fara í taugarnar á þeim því klárlega mun stóraukast umferð hjólreiða á götunni þegar viðurkenningin er svona skýr á tilverurétti hjólreiðamannsins í umferðinni.


Er strætó ekki fáránlega dýr kostur

Strætó er í fyrsta lagi of dýr til þess að fólk sem þurfi að borga í hann geti notað hann.

Ef að kostnaður við það að komast niður í bæ og heim aftur er 560 kr. á fullorðin og 200 kr á barn

þannig að vísitölufjölskyldan fer saman niður í bæ og heim 2 fullorðnir og 2 börn.

kostnaður 1520 kr. Strætó á að vera þannig að þó þú eigir  bíl þá er hagkvæmara að taka strætó heldur en að eyða bensíni í aksturinn. Á Akureyri hefur ókeypis strætó gefist vel og mikil aukning í notkun hans.

Það eina sem kunningi minn sagði að væri að því að ókeypis væri í strætó er að þú missir ákveðin kvörtunarrétt. Hann er ekki alveg sáttur við leiðarkerfið á Akureyri en finnst hann varla hafa skoðanarétt á því þar sem hann er ekki að borga fyrir strætó.

Ég vil sjá Ókeypis strætó í Reykjavík og hjólagrindur framan á strætó. Einnig vil ég sjá hjólastæði eða standa við hvert einasta strætóskýli þannig að hægt sé að leggja hjólunum sínum við strætóskýli og skreppa lítillega með strætó.

En ef að venjuleg fjölskylda myndi nota strætó 2x á dag og notast við gjaldskrá Strætó þá væri kostnaðurinn yfir 30.000 á mánuði. Það er ekki samkeppnishæft við bílinn.

Til þess að auka veg almennings samgangna þarf að gera bílnum erfiðara fyrir, mjókka götur, lækka hraða, takmarka bílastæði og hækka skatta á bensíni. Og svo þarf að gera  ódýrt eða ókeypis í strætó og auka vægi hjólreiða og stórbæta aðstæður fyrir reiðhjólin á götum borgarinnar.

Og í staðin fáum við minni mengun, minna svifryk, minni háfaða, minna stress og þar með betri borg.


mbl.is Strætó fækkar vögnunum um 32
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fer fólk á tónleikana

Er fólk þarna í þeim tilgangi einum að hlýða á tónlistina sem þessum frábæru tónlistarmönnum eða til þess að standa við bakið á málstaðnum.

Hver sem ástæðan er fyrir mætingu þá hefði fólk átt að sýna viljan í verki og koma á grænum fararkosti.

Það hefði náttúrulega átt að fjölga strætóferðum, koma upp alvöru hjólastæðum og loka dalnum fyrir bílaumferð. Allavega takmarka hana vel.

En til þess að það hefði gengið hefðu þeir sem skipulögðu tónleikana þurft að undirbúa vel að taka við öllu þessu hjólreiðafólki og þessvegna taka aðra akreinina í hvora átt á suðurlandsbrautinni og sæbraut og loka tímabundið annarri umferð en hjólandi og hafa tónleikanna enn táknrænni fyrir náttúruvernd og gefa fréttasnápum fleira gott að tala um.

Og að sjálfsögðu er hræksni að mæta á 20 lítrar+ á hundraðið jeppanum sínum á svona tónleika.


mbl.is Fjölmenni í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband