Færsluflokkur: Samgöngur

Sjúkraflutningar á Reiðhjólum

benambulancebike-798-99.jpgFyrir flest okkur er þannig að ef við veikjumst alvarlega eða slösumst þá hringjum við bara í 112 eftir sjúkrabíl  eða látum einhvern skutla okkur á sjúkrahús.  En þetta er ekki svona auðvelt allsstaðar og oft mun alvarlegra ástand ef eitthvað kemur uppá  því það getur verið langt á sjúkrastofnanir og ekki miklar líkur á því að einhver sem fólk þekkir eigi bíl eða þá að það sé almennt einhver sjúkrabíll til á svæðinu.

Þessar aðstæður eru ekki óalgengar í Namibíu þar sem heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti þrátt fyrir brýna þörf eins og í mörgum Afríkulöndum.

Í nýlegri úttekt á tengingu milli heilsugæslu og samgangna  hefur komið í ljós að fólk á erfitt með að komast til læknis þegar eitthvað bjátar á eða að komast í áður pantaða tíma á sjúkrastofnunum vegna skorts á samgöngum. Og þegar neyðin er mest þarf það oft að eyða meirihluta tekna sinna sem verða sjaldan meira en 500 krónur á mánuði í sjúkraflutninga eða almenningssamgöngur til að komast á staðinn. Þetta gerir að það verður oft lítið eftir til þess að eiga fyrir mat.

Til að sporna við kostnaði og auka möguleika fólks á að komast á sjúkrastofnanir hófu samtökin BEN Namibia (Bicycle Emergency Network Namibia) að framleiða reiðhjól til sjúkraflutninga. En sjúkrahjólin eru í raun börur á hjólum sem hægt er að festa við venjuleg reiðhjól svo hægt sé að koma veiku fólki og óléttum konum undir læknishendur.

Í löndum í Afríku sem tekið hafa upp sjúkraflutninga reiðhjól hefur mátt mæla lægri dánartíðni bæði nýbura og mæðra við fæðingar.

BEN Namibia eru þegar komnir með 54 reiðhjól til sjúkraflutninga og stefnan er að halda framleiðslunni áfram í verksmiðju þeirra í Windhoek, höfuðborg Namibiu. Hjólunum er dreift til góðgerðarsamtaka sem taka við hjólunum og þjálfa upp sjálfboðaliða í sjúkraflutningana.

Reiðhjólin eru samt ekki hugsuð til þess að leysa af sjúkrabíla heldur einungis til þess að brúa það bil sem er til staðar sökum þess að fáir sjúkrabílar eru til í landinu og oft símalaust og erfitt að kalla til aðstoð ef hana vantar. Því er stefnan að sjúkraflutningahjólin verði til víðsvegar um landið og því alltaf stutt í næsta hjól þegar á þarf að halda.

Ekkert bendir til þess að sjúkrabílum muni fjölga og því mun sjúkraflutningareiðhjólið eiga stórann sess í sjúkraflutningum næstu árin.

Hægt er að fræðast meira um sjúkraflutningahjólin á http://benbikes.org.za/namibia/


Vonandi að áherslur breytist.

Því miður hefur það loðað við vegagerðina og samgönguyfirvöld hingað til að þau hugsa seint og ílla um aðra umferð en akandi. Það eru helst sveitafélögin sem hafa verið að sýna öðrum samgöngumátum einhverja athygli en samt ekki næga.

En ef að arðsemi verði tekin inní allar framkvæmdir hér eftir þá er á hreinu að mest arðsemi kemur úr því að taka mið af framtíðarumferð og hún er ekki bensíndrifin eins og mál eru að þróast í dag.

Ef við tökum mið af því að Robert Hirsch mikils metinn álitsgjafi Bandarísku ríkisstjórnarinnar telur að olían fari í $500 dollara á næstu 3 - 5 árum þá mun bílaumferð klárlega minnka og almenningssamgöngur fá aukið vægi. (sjá nánar á Orkublogginu hér á mbl)

Miðað við fréttir í fyrradag um að aukning sé á sölu á hjólum og mikil aukning á því að fólk sé að láta hressa uppá hjólin sín til að nota þau sem samgöngumáta  þá stefnir í mikla hjólreiðabyltingu á Íslandi jafnt að sumri sem að vetri.

Hugmyndir eins og yfirbyggður hjólreiðastokkur meðfram miklubraut og stærri stofnæðum borgarinnar ásamt alvöru hjólaleiðum munu klárlega skila betri arðsemi heldur en breikkun gatna og fjölgun mislægra gatnamóta ef við tökum mið af því að Norðmenn hafa reiknað það út að það spari ríkinu hálfa milljón íslenskra á ári að fólk taki sér reiðhjól í stað bíls að staðaldri.

Ég vona innilega að hjólreiðar fái vægi í þessu nýja fyrirkomulagi og Íslenska ríkið fari að sérmennta verkfræðinga sína í hjólreiðasamgöngum og skella þeim á nokkur námskeið í Noregi þar sem aðstæður eru oft þær sömu og hér á Íslandi.


mbl.is Kannaðir verði möguleikar á breyttri stofnanaskipan samgöngumála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdist eitthvað ?

Já það gleymdist að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum..

 

Það vill náttúrulega svo óheppilega til að íslendingar eru að draga úr akstri vegna hækkandi eldsneytisverðs. En samt kjörið að fjölga akreinum á Miklubrautinni.

En hvar eigum við reiðhjólamenn að vera? okkur er jú að fjölga... hmm, við megum nefnilega ekki hjóla á sérakreinum strætó. Sem þýðir að ef við ætlum að hjóla á götunni verðum við að vera á milli strætó og bílaumferðarinnar á miklubrautinni.. Strætó hægramegin við mig og almennilegur Byko trukkur hinu megin - frekar þægileg tilfinning það.

hjolaslys.jpgEn jú auðvitað er nóg pláss þarna við hliðina sérakreininni þar sem hægt er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð. Við hjólreiðamenn erum jú bara gestir á gangstéttum og gangandi vegfarendur eru í fullum rétti og við eigum samkvæmt öllu eiginlega að vera á götunni. En sér hjólastígur aðskilin frá göngustíg væri fínn kostur þarna En nei... allt kom fyrir ekki því það er verið að moka þennan fína hljóðgarð yfir allt plássið þannig að ég enda dauður milli strætó og vörubíls einhverntímann á miklubrautinni. Og ef ég myndi sýna gangandi umferð  sömu tillitssemi og margir bílstjórar sýna mér þá ég strauja óvart einhvern saklausan gangandi vegfaranda því þá myndi ég ekki nenna að þvælast á 10km hraða á gangstíg á meðan ég get hjólað á 30+ leikandi. En þar sem ég er drengur góður og tek tillit til gangandi umferðar þá lengist ferðatíminn minn þónokkuð fyrir vikið en hefði ekki þurft að gera það væri sér hjólastígur meðfram götunni.

Svona er nú dæmið í sinni einföldustu mynd og því miður er þetta það sem okkur hjólreiðamönnum býðst í dag og þetta er auðvelt og ódýrt að leysa. Það þarf t.d. ekki 2ja metra jarðvegsskipti til að gera sér hjólastíg..... .

endilega sýnum samstöðu og gerum eitthvað til að ná eyrum Borgarstjórnarinnar


mbl.is Akrein lokað tímabundið á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað á að gera við öll þessi hjól

Jú þau geta svo sem verið á göngu/hjólastígum eða gangstéttum borgarinnar. En þar er komin kreppa. Kreppa í aðstöðumálum hjólreiðamanna í Reykjavík

Vandamálið er að það er allt að fyllast af hjólreiðamönnum á þessum stígum.

En á sama tíma má þar finna aukningu af.

  • Gangandi vegfarendum
  • Fólki með barnavagna
  • Fólki á línuskautum
  • Fólki á rafskutlunum sínum
  • Fólki með hunda í bandi strekkta þvert yfir stígana
  • Fólk með lausa hunda
  • Lítil börn að leik
  • Fólk á gönguskíðum með hjólum
  • og eflaust einhverja fleiri.

bicycle_lane.jpgMerkilegt að þrátt fyrir alla þessa aukningu í útivist fólks og þá sérstaklega hjólreiðamanna þá er nákvæmlega ekkert búið að gera eða skipuleggja eða svo mikið sem tilkynna um betrumbætur á hjólreiðakerfi Reykjavíkur.

Það er jú fyrir nokkrum árum búið að skilgreina stígana í 2/3 fara undir gangandi og 1/3 undir hjólandi sem skapar hættu á stígunum því gangandi taka ekki tillit til hjólandi og öfugt. Auk þess náttúrulega að það eru engar umferðarreglur á þessari umferð og því ógerlegt að mætast á þessum 1/3 stígum á reiðhjólum.

 

 

bikebox.jpgSvo var tilkynnt þetta fína græna skref um stíg frá Ægissíðu að Reykjanesbraut og ekkert hefur gerst nema jú það er búið að birta myndir af þessu á netinu og lofa fögrum fyrirheitum. En þetta er ekki nóg.

Það vantar að aðskilja stíga til þess að hjólreiðamenn eigi sitt svæði og reyna að stytta vegalengdir fyrir hjólreiðamenn og ennfremur á frekar að gefa þeim eina akrein á miklubraut frekar en breikka hana undir bílaumferð og þrengja aðstæður hjólreiðamanna með því að gera svo hljóðvegg sem útilokar pláss fyrir aðgreiningu göngu og hjólastíga á svæðinu. (góð lesning um þetta er á mberg.blog.is

en eins og ég hóf þetta þá segi ég bara hvað á að gera við alla þessa hjólreiðamenn því fólk mun ekki nenna að hjóla á löðurhraða á yfirnýttum og umferðarreglulausum stígum borgarinnar. Svo ætla ég að taka undir með fréttamanninum og því hvet ég borgina til að bregðast við og gera eitthvað í þessum málum.

 


mbl.is Engin kreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðamenn vilja loftpúða utan á bíla

loftpudiutanaLoftpúðar í bílum hafa dregið úr dauðsföllum í umferðarslysum undanfarin ár og nú vilja hjólreiðamenn í Hollandi fá það sama fyrir sig.

Hollensku hjólreiðasamtökin segja að 60 lífum gæti verið bjargað á ári ef loftpúðar væru settir í húdd bíla, sem er einmitt staðurinn sem hjólreiðamenn lenda yfirleitt á ef ökumaður keyrir á þá. Loftpúðar sem skjótast út gætu einnig fækkað alvarlegum slysum um 1500 á ári. 

„Hingað til hefur allt snúist um að vernda þá sem sitja í bílunum en nánast ekkert gert til að vernda þá sem verða fyrir bílulnum.“ Var sagt í yfirlýsingu frá samtökunum. 

Samtökin kalla eftir því að ríkisstjórnin og bílaiðnaðurinn taki þátt í aðgerðum til að draga úr alvarlegum slysum

Samtökin segja að 216 hjólreiðamenn hafi dáið í Hollandi 2006, þar af 106 sem lendu í samstuði við bíla.

Sweden‘s Autoliv Inc, stærsti framleiðandi loftpúða og sætisbelta hefur þegar hannað púða sem blæs út neðst frá framrúðunni.

loftpudihjol

Hjólreiðar hafa alltaf verið vinsælar í Hollandi þar sem hjólreiðasamfélaginu er vél þjónað með stígum og akreiknum. Í Hollandi eru 18 milljón reiðhjól fyrir 16 milljón íbúa þess.

Svo er hægt að redda loftpúða sjálfur


Stuðningsmótor á reiðhjólið - hvað er í boði

Nú þegar ríkisstjórnin er að tala um skattaívilnanir fyrir farartæki með óhefðbundnum orkugjöfum og eru ekki ennþá tilbúnir að líta á mannvélina sem óhefðbundinn orkugjafa skrapp ég á netið og leitaði leiða til þess að reiðhjólið yrði búið óhefðbundnum orkugjöfum og þetta er það sem ég fann.

Hefðbundið rafmagnshjól

d6ee_1
Hérna má sjá hefðbundið fjallareiðhjól með rafmagnsmótor. Hjólið er að flestu leiti eins og venjulegt reiðhjól nema að bilið frá sætistúpunni að afturdekkinu er aðeins meira en venjulega svo hægt sé að koma rafhlöðunni fyrir á þægilegan hátt. Fyrir vikið er hjólið aðeins lengra en aðrar úrfærslur eru til þar sem rafhlöðunni er t.d. komið fyrir ofan á bögglabera eða inní rammanum þar sem flestir geyma vatnsbrúsana sína.  Að sjálfsögðu er hægt að fá samanbrotin hjól, götuhjól og dömuhjól með rafmagnsmótor.

Rafmagnsuppfærsla á hjólið
bd38_1
Hægt er að versla sér rafmótor uppfærslu og setja á hjólið sitt. í þessari útfærslu þarf að skipta um gjörðina og koma fyrir mótor og rafhlöðu. Þú getur semsé tekið gamla góða hjólið og breytt því í rafmagnshjól og kostar svona uppfærsla yfirleitt um 500 dollara á Ebay.

Stuðningsmótor á framdekkið
2bde_1
Í þessari útfærslu er stuðningsmótor komið fyrir á framdekkinu og það er lítið dekk á mótornum sem styður framdekkið. Ég hugsa að þetta geti verið ágætisviðbót á hjólið en hugsa að það verði full þungt að framan en auðvelt er að koma þessu fyrir og jafnauðvelt að taka þetta af.

Sólardrifið reiðhjól
EV-Sunny
Þessi hjól eru náttúrulega snilld og eru í fjöldaframleiðslu en þetta er sólarknúið reiðhjól. Rafhlaðan er geymd á bögglabera og svo hleður sólin hana á meðan þú hjólar. Það ætti ekki að vera vandamál að komast dagsleið á þessu hjóli yfir sumartímann en myndi kannski ekki henta jafn vel á veturna hér á Íslandi. Sannarlega gott framlag til að verða "grænn" í umferðinni.

Og að lokum loftdrifið reiðhjól
airbike

Svo er það óvenjulegasta en hugsanlega ódýr útfærsla. Þú tekur bara gamla gaskútinn og lætur fylla hann af lofti og notar svo loftdrifið skrúfujárn eða eitthvað sem snýst og setur dekk á það og leggur við afturdekkið. Þar með eru komin með stuðningsmótor. Sé samt ekki alveg hvernig þessu er stjórnað en hugsanlega þarf maður að vera með aðra höndina á krananum á kútnum þegar maður vill stoppa. En skemmtileg hugmynd engu að síður.

Aðrar útfærslur af reiðhjólum með óhefðbundnum orkugjöfum voru yfirleitt eldflaugar eða eitthvað bensíndrifið og uppfyllti ekki grunnskilyrðin að grænum samgöngum hjá mér.


Símafyrirtækin og hjólreiðar

Er stefna símafyrirtækjanna Nova og Vodafone í markaðsmálum tákn um nýja tíma.

Er hjólreiðavakningin komin til Íslands og fyrirtæki farin farin að sjá sér kost í því að nota hjólreiðar og reiðhjól í markaðssetningu.

nova

Nova auglýsti eftir heilsuhraustum 20 ára og eldri til þess að hjóla með fólk í sumar og auglýsingar þeirra ganga útá að sýna Björn Jörund sem farþega í hjólavagni sem tekur einhvern sportbílahnakka í nefið. Það er nú ekki verra að geta unnið við það í sumar að hjóla á launum og ef ég hefði haft tækifæri og aðstöðu til hefði ég eflaust sótt mér um.

talsmadur-hjolin

Vodafone auglýsir svo í dag 400 reiðhjól sem dreift hefur verið um byggðir landsins og eru lánuð frítt útfrá sundlaugum bæjanna. Í fréttinni undir fyrirsögninni Dalvík - Barcelona stendur

"Með verkefninu komast því Akureyri, Akranes, Borgarnes, Dalvík, Egilsstaðir, Grindavík, Húsavík, Ísafjörður, Neskaupsstaður, Reykjanesbær, Sauðárkrókur, Selfoss og Vestmannaeyjar í hóp stórborga á borð við Kaupmannahöfn og Barcelona!"

Fagur boðsskapur
Þetta er fagur boðsskapur og gleður mig sem áhugamann um hjólreiðasamgöngur. Vonandi að fleiri fyrirtæki fari að nýta sér þennan boðsskap til að markaðssetja sig og hvetja til hjólreiða

Með hækkandi bensínverði, aukinni umræðu um hjólreiðar og almennri heilsuvakningu á Íslandi þá virðist sem hjólreiðar séu loksins að fá hljómgrunn sem samgöngutæki og  farin að nýtast sem markaðstæki.

Reykjavíkurborg er með áætlun um bætta aðstöðu til hjólreiða í borginni og eftir að hafa skoðað áætlun þeirra bíð ég spenntur eftir að sjá hana fara í framkvæmd. Hún væri gott fyrsta skref.

Akureyrarbær er með áætlun sem ekki hefur verið opinberuð ennþá og ég hef reynt að komast yfir og verður gaman að sjá hvað þeir ætla sér.

Ríkisstjórnin aftur á móti hefur ekki ennþá minnst orði á hjólreiðar þegar kemur að bættum samgöngum og er frekar að hvetja til notkunar annarra orkugjafa í bíla. Ég bíð spenntur eftir að þeir vakni og fari að huga að hjólreiðum sem samgöngumáta.

En það er ekki spurning að með hlýnandi veðurfari á Íslandi og batnandi samgöngum fyrir hjólreiðamenn þá eru hjólreiðar komnar til að vera og ég vill óska Nova og Vodafone til hamingju með þessar nýju markaðsherferðir sínar.


3 hjólavænustu borgir í heimi

Hér að neðan má sjá þær 3 borgir sem taldar eru bestu hjólaborgir heims. Allar eiga þær það sameiginlegt að fólki finnst auðveldara að hjóla en aka til vinnu. Einnig eru þessar borgir þannig að fyrst er hugsað um hjólaleiðir og svo hugsað hvernig á að koma bílum sömu leið. Oft er mun styttra að hjóla en keyra og aðstæður til geymslu reiðhjóla við verslanir, verslunarmiðstöðvar, almenningssamgangnapunkta og aðra staði til fyrirmyndar.

Eftir ræðu Forsætisráðherra í gær að draga eygi úr neyslu og velja aðra orkugjafa þá er augljós að til þess að fá fólk til að velja hagkvæmari kosti þurfi hreinlega að gera aðstöðu fyrir aðra kosti og fyrsta skrefið ætti að vera að hanna gott hjólreiðakerfi á Íslandi og hefjast handa við það strax.

En borgirnar þrjár og kostir þeirra sem hjólaborgir má sjá hér: 

1. Amsterdam, Hollandi með 750.000 íbúa
amsterdamÞað ætti engum að koma á óvart að Amsterdam er hjólavænsta borg í heimi. Hvergi er betri hjólreiðamenning og jafn vel hlúið að þörfum hjólreiðamanna. Það fer jú saman hversu margir hjóla og hvernig aðstæður eru til hjólreiða. En í Amsterdam er talið að 40% allra samgangna fari fram á reiðhjólum. Enda hjólakerfið hraðvirkt, öruggt og þægilegt fyrir hjólreiðamenn. Búið er að koma upp kerfi sem dregur úr þjófnaði á hjólum og byggja ótal skýli til að geymslu reiðhjóla.
Það er sem dæmi 10.000 hjóla, yfirbyggð hjólageymsla við aðallestarstöðina.

2. Portland , USA með 533.500 íbúa
bike-box-portlandPortland er með vandað hjólreiðakerfi sem tengir alla hluta borgarinnar. Þetta hjólakerfi hefur sannað sig með gífurlegri aukningu hjólreiðamanna og þeirra sem nota hjólreiðar til samgangna.
Portland býður fólki með lágar tekjur uppá að skaffa því fullbúnu hjóli sem hægt er að hjóla allan ársins hring auk 5 klukkustunda námskeiðs í viðhaldi á hjólum svo fólk verði að mestu sjálfbært.

3. Kaupmannahöfn, Danmörk með 1,8 milljón íbúa
kaupmannahofnKaupannahöfn er í 6. sæti yfir borgir þegar verið er að meta lífsgæði, hún er einnig sú borg sem er með besta hjólreiðakerfið fyrir almenning. Í Danmörk eiga næstum allir reiðhjól og í mörg ár var Kaupmannahöfn þekkt sem hjólaborgin. Kaupmannahöfn ætlar að þrefalda útgjöld til hjólreiða næstu 3 árin.
32% hjóla til vinnu og 50% þeirra segjast hjóla því það sé sé fljótlegt og auðvelt. Hjólaleiðir í Kaupmannahöfn eru mikið notaðar og oft aðskildar frá annarri umferð og hafa jafnvel sín eigin umferðarmerki. Kristjanía er t.d. bílalaus.
Þú getur fengið hjól lánað í sérstökum sjálfssölum gegn greiðslu 20 danskra króna sem þú færð svo endurgreiddar þegar þú skilar hjólinu í einhvern af sjálfssölum borgarinnar.

næstu borgir sem komu fram á listanum voru
4. Boulder, USA 101.500 íbúar
5. Davis, USA 65.000 íbúar
6. Sanders, Noregi 56.000 íbar
7. Þrándheimar, Noregi 162.000 íbúar
8. San Francisco, USA 744.000 íbúar
9. Berlín, Þýskalandi 3.4 milljónir íbúa
10. Barcelona, Spánn 1.6 milljón íbúa
11. Basel, Sviss 200.000 íbúar

Og að lokum smá video af hjólalyftunni í Þrándheimi.


Skattaívilnanir farartækja með óhefðbundna orkugjafa.

Smá úr hátíðarræðu forsetisráðherra á 17. júní 2008 

geirGeir sagði fátt verðmætara trausti og trúverðugleika, hvort sem væri í samskiptum þjóða eða stórfyrirtækja. Íslendingar væru vel búnir undir bakslag en aðgerða væri þó þörf: „Nú þarf að spyrna við fæti, nú verðum við að draga úr notkun eldsneytis með minni akstri og notkun annarra orkugjafa," sagði ráðherra og tók það fram að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu þegar skattaívilnana.

Það væri gaman að fá að vita hvaða skattaívilnana farartækið reiðhjól nýtur.

Þetta sýnir enn og aftur að stjórnmálamenn á Íslandi líta ekki á reiðhjól sem samgöngutæki og bíladýrkun þeirra sýnir þá einstefnu sem er í samgöngumálum á Íslandi.

Það hefur sýnt sig að hver hjólandi maður sparar ríkinu umtalsverðar fjárhæðir og í Noregi reiknaði ríkisstjórnin út að hver sem notar hjól í staðin fyrir bíl spari ríkinu hálfa milljón á ári.

Þessvegna þarf að fara að umbuna reiðhjólamönnum með  skattaívilnunum og hvetja til hjólreiða á allan mögulegan hátt.

Skattur á reiðhjólum er 10% og virðisaukaskattur er 24,5% og vegna takmarkana á stærðum pakka til Íslands með póstinum er mjög dýrt að flytja hjól inn til landsins.

Á sama tíma er engin tollur á tölvum og tölvubúnaði, lægri virðisaukaskattur á gosi og nammi en engum gert auðveldara að flytja sér inn hjól.

Ég hef keypt mér hjól og flutt inn frá bandaríkjunum og var sendingarkostnaður sem í boði var frá 300 - 500 dollara nema að fyrirtækið úti væri með samning við eitthvað flutningafyrirtæki sem sendir til Íslands  en þá var sendingarkostnaður um 180$. Flest fyrirtæki eru með samning við bandarísku póstþjónustuna og hún er ekki mjög hagkvæm fyrir innflutning á hjóli til Íslands.

Það þarf að afnema tolla og lækka virðisaukaskatt á reiðhjólum og jafnvel að finna leið til að lækka kostnað á flutningsgjöldum til íslands.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband