Leikarinn Matt Damon hækkaði alveg um flokk hjá mér þegar ég las nýjasta tölublaðið af Cycling. Þar sá ég að hann stundar hjólreiðar af kappi og tók meðal annars þátt ásamt bróðir sínum í 110 km hjólreiðakeppni í Höfðaborg í Suður Afríku í mars fyrir um ári.
Það var ekki allt kosið fyrir þá bræður sem kepptu á svokölluðum Tendem reiðhjólum þar sem 2 hjóla saman á hjóli. Vindhraði fór upp í allt að 27 metra á sekúndu og hjólið bilaði nokkrum sinnum. Þeim tókst samt að klára mótið og komust í mark rétt undir þeim 7 klukkustundum sem var hámarkstími sem keppendur höfðu til að klára.
Matt Damon virtist samt árangur með dagsverkið og eins og allir hjólreiðamenn þekkja þá leið honum stórkostlega að keppninni lokinni.
Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af Matt Damon og hjólreiðum því til stóð að hann léki sjálfann meistarann Lance Armstron árið 2004 eftir að sá síðarnefndi hafi fengið krabbamein, jafnað sig á því og komið aftur og sigrað Tour de France. Því miður varð ekkert af þeirri mynd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.