Heppnir eru Reykvíkingar - hjólreiðar á stefnuskrá frambjóðenda

Í Reykjavík er að komin "ný" hugmyndafræði frambjóðenda til borgarstjórnarpólitíkarinnar. Reyndar hefur þessi hugmyndafræði verið vakandi um þónokkurn tíma hjá sérstaklega 2 frambjóðendum

Ég hreinlega verð að lýsa ánægju minni með að hjólreiðar, hjólreiðamenning, grænar samgöngur og minna skutl skuli vera komið uppá pallborðið í prófkjörsframboðum.

Fyrstur kom Gísli Marteinn nýútskrifaður frá Edinborg og er duglegur að bjóða grænni borg og gott hjólreiðakerfi fyrir okkur hjólreiðamenn. Einnig  er duglegur að leggja áherslu á græna borgarsýn sína og það sem ég hef séð  til hans hingað til lítur bara skrambi vel út.

Í dag opnar maður ekki fjölmiðil án þess að sjá Dofra Hermannsson fjalla svipaða hluti nema hann tekur kannski þann vínkil á þetta sem hugsa oft og er ég þó ekki samfylkingarmaður né nokkkuð annað. Hann leggur mikið uppúr því að fólk geti notað hjólreiðar sem samgöngumáta og leggur einnig uppúr því að fólk hætti að keyra börnin sín allra sinna ferða.

Ég hef skrifað nokkrar greinar um þetta hérna á blogginu að hjólreiðar og sjálfstæðar samgöngur auki sjálfstraust og sjálfsvirðingu barna auk þess að hverja til meiri hreyfingar. Ég held að allir ættu að athuga heimasíðu Dofra sem er www.dofrihermannsson.is og athuga hvað hann býður uppá.

Umfjöllun um skutl á börnum skrifaði ég hér fyrir þónokkru : http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/683917

og svo færslan mín um af hverju ekki hjólað í skólann vikan.... http://vilberg.blog.is/blog/vilberg/entry/549261 sem fjallar m.a. um að það á að leyfa börnum að hjóla í skólann til að byggja þau upp andlega

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vilberg. Tek nú undir allt sem þú skrifar um. Útivist og hreyfing er lífsnauðsyn. Veðráttan er að verða snjóléttari hér á landi sem er nauðsynlegt til að hjólreiðar gangi vel allt árið.

Börn þurfa útiveru og hreyfingu, og bjargar það þeim örugglega mörgum frá offitu og þunglyndi sem er algengara hjá þeim en marga grunar. Börnin þurfa að fá leikreglur frá fullorðnum. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Morten Lange

Sæll Vilberg

Gaman að sjá færslur frá þér.  Og ég er sammála þér að það sé gleðiefni hve Dofi og Gísli Marteinn hafa haft goðar áherslur í samgöngumálum. 

Nú vitumvið að því miður náði hvorugur eins hátt upp á listann og hann stefndi.  Vonandi varþað ekki vegna þess að samgöngumál og áherslur þeirra eiga ekki upp á pallborðið ?

Reyndar þá var ég svekktur með  það hvernig enginn aðili  í prófkjöri nefndi eflingu hjólreiðar í sínum kynningartexta, svo ég viti.  Ef þú eða aðrir hafa  dæmi um annað, mun það koma skemmtilega á óvart.

Annar maður sem hugsar á svipuðum nótum náði þó lagt upp í prófkjöri Samfylkingar.  Hjálmar Sveinsson lagði samt meira áherslu á bruðl í nýbyggingum og í skipulagsmálum, og ekkisíst skort á samvinnu á milli sveitarfélaga í skipulagsmálum,  en er sammála  Dofra og Gísla Marteini um mun mýkri áherslur í samgöngumálum. 

Mæli með þáttum Hjálmars Sveinsosnar  sem eru aðgengilegar í hlaðvarpa /sem mp3 skrám á www.ruv.is  

Til dæmis þáttinn þar sem hann talar við Magnús Bergsson um skipulagsmál, umferð ofl.  

Morten Lange, 3.2.2010 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband