Að tryggja öryggi barna sinna á kostnað annarra

Núna eru allir að skipta yfir á vetrardekkin á bílunum sínum, foreldrar farnir að keyra börnin sín til skóla sem aldrei fyrr enda finnst mörgum stórhættulegt að senda börnin sín út í umferðina þegar það kemur hálka úti og enn aðrir vilja bara ekki að greyjunum verði kalt.

Það er nú því miður þannig að allir þessir pössunarsömu foreldrar sem vilja að ekkert komi fyrir börnin sín  eru samt hópurinn sem sem er að valda allri hættunni. Kannski ekki fyrir sín börn en skapa stórhættu fyrir börn annarra. Sérstaklega þeir sem eru á sumardekkjum að keyra börnin sín í hálkunni.

Fyrr í vikunni kom fyrsta hálkan og stráknum mínum var tilkynnt að það mætti ekki lengur koma á hjóli í skólann. það er svosem skiljanlegt viðhorf en ég fór samt að velta fyrir mér hvort að börn sem eru með ljós á hjólunum sínum og þessvegna nagladekk falli jafnt undir þessa reglu og önnur. Miðað við þessa jafnræðisreglu sem allt gengur útá í skólum nútil dags kæmi mér ekki á óvart ef svo væri en ég á eftir að athga það betur.

Ég hef nefnilega hug á því að láta strákinn hjóla í vetur og vera bara samferða honum fyrst um sinn og hafa hann vel búinn. Hann er orðin 7 ára og alveg orðin fær að hjóla á nagladekkjum og nýta sér kosti reiðhjólsins til hins ýtrasta og nýtur hverrar mínútu á reiðhjóli.

Það er samt eitt sem veldur mér áhyggjum við að leyfa honum að hjóla til og frá skóla. Það er ekki hálkan eða myrkið því nagladekk og ljós leysa það. Það eina sem ég get ekki leyst eru þessir foreldrar sem eru að keyra börnin sín í skóla á kostnað öryggis annarra barna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Mér finnst út í hött að vera með einhver boð og bönn, hver má hjóla í skólann og hver ekki.  Það er foreldrið sem á að meta getu barnsins síns til að ganga eða hjóla til og frá skóla.  Það er svo skólinn sem á að setja reglurnar inni á skólalóðinni, vera með t.d. stað fyrir hjólin og auðvitað bannað að hjóla í frímínútum nema á ákveðnum þar til gerðum hjólabrautum.  Sem er fyrirbæri sem ætti að vera til á öllum skólalóðum, smá afgirt æfingasvæði til að hvetja krakkana til að hreyfa sig í frímínútunum.  Hægt að vera með umferðarkennslu þar sem hluta af námskrá o.s.frv.

Hjóla-Hrönn, 24.10.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband