Hvar eiga hjólreiðamenn að vera ?

Eiga þeir að hjóla á götunum ?

Eiga þeira að vera á gangstéttum ?

Eiga þeir að vera á Útivstarstígum ?

eða vantar sérstaka hjólreiðastga ?

Maður spyr sig... á götunni kvarta bílar yfir að hjólreiðamenn séu of hægir...

á gangstéttum hvarta gangandi vegfarandur yfir því að hjólreiðamenn séu of hraðir.

Á útivistastígum eru annarskonar vandamál eins og fólk með hunda strendga í bandi þvert yfir stígana.

Eiga hjolreiðamenn eitthvað athvarf í umferðinni á Íslandi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hjólaði alltaf á götunum á Ísafirði, enda ekkert annað hægt, gangstéttarnar henta engan veginn til hjólreiða, háir kantar og víða mjög mjóar gangstéttir eða jafnvel engar.  Göturnar á Ísafirði eru flestar vel breiðar og ég finn hvorki fyrir pirringi ökumanna eða vanlíðan yfir að hjóla þar á götunum.

Í Reykjavík er lenskan að þrengja sífellt göturnar, þannig að ökutæki kemst ekki fram úr hjólreiðamanni.  Ef veður er mjög gott, þá reyni ég ekki að hjóla á útivistarstígunum, það er bara ekki hægt vegna fólksmergðar, gangandi vegfarendur eiga forgang og maður er endalaust að stoppa og biðja um að vera hleypt framhjá.  Til skemmtunar, þá er ég farin að keyra með hjólið aðeins út fyrir bæinn og hjóla á fáfarnari sveitavegum.

Engin spurning að við þurfum sér hjólabrautir í þéttbýli og góða breiða braut á milli sveitarfélaga, sem er svo sem allt í lagi að deila með gangandi vegfarendum, ekki margir sem labba á milli sveitarfélaga hvort eð er.  Ef ég er á göngu, þá kýs ég frekar malarstíga og fjöll.

Hjóla-Hrönn, 7.2.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Stígar eru almennt alltof mjóir til að gagnast öllum hvenær sem er. Þið, sem hjólið, eigið að ráða bæði hvernig stígarnir eiga að vera og hvert þeir eiga að liggja. Ef fólk ætlar að hjóla í vinnuna þarf stígur t.d. að liggja þangað en ekki eitthvað út í bláinn. Ég get hjólað þegar mér sýnist og á því ekki erfitt með að komast leiðar minnar um samgönguæðar borgarinnar en óttast þó stöðugt um líf mitt ef ég hjóla á götum þar sem misjafnlega á sig komnir ökumenn hafa bundið við sig bíl.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.2.2010 kl. 14:38

3 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir að velta þessu upp, Vilberg.

Hjólreiðamenn eiga að geta hjólað á öllumþessum stöðum,  undir þeim formerkjum að hraðari og hættulegri umferð taki tillit til hægfarari umferð og hættuminni.  Og að sjálfsögðu með gagnkvæma tillitssemi og samvinnu allra vegfaranda að leiðarljósi.

Hjólreiðabrautir, eru nauðsýn á meðan hraðinn og umferðarmagnið er svo mikið eftir stofnbrautum og raun ber vitni.  Í dreifbýli má oft hjóla á vegunum í sátt við aðra umferð, en annarsstaðar mundu alvöru vegaxlir, búnir til samkvæmt núverandi staðla Vegagerðarinnar, duga nokkuð vel. Bara passa að hafa yfirborðið nokkuð slétt og viðhaldið í lagi. 

En með því að lækka umferðarhraða mætti viða leysa málið og bæta umferðaröryggi allra um leið.  Heyrst hefur að í Kópavogi sé stefnt að því að setja 40 km hámarkshraða á safnvegum í hverfum ( núna 50 og mögulega 60) .  Hugmyndir eru uppi um að þrengja götunum sjónrænt ( teikning með tillögur f. Salavegi liggja fyrir ) með því að  búa til hjólareinar með því að mála brotnar línur á hliðunum, en fjarlægja miðlínum. Þetta leiði til minna öryggistilfinnings fyrir bílstjóra og því verði auðveldara að halda lægri hraða.

Stjórn LHM (LHM.is)  er að velta kosti og galla þessu fyrir sér, og okkur list bara nokkuð vel á.  Það þarf einna helst að huga að því að leyfa og hvetja hjólreiðamenn til að taka ríkjandi stöðu þegar hætta er á því að bílstjórar svína á þá við hægribeygjur.  Búa til Advanced Stop Line, kannski, eða nota hjólavísa fyrir gatnamótin  

Morten Lange, 7.2.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vilberg. Takk fyrir að vekja okkur til umhugsunar, og ekki vanþörf á.

Það eru margir sem ekki hafa möguleika á að reka persónu-bíla-útgerð í viðbót við heimilis-útgerð.

Það kostar nefnilega gífurlega mikla peninga að reka bíl og heimili í landi sem telst til velferðar-þjóðfélags og krefst þess að fólk ráði við kröfur velferðar-þjóðfélagsins! Sumir geta sem betur fer notað reiðhjól til að ná að sinna útréttingum og kerfis-kröfunum.

Þeir sem þurfa bíl eru þeir sem eiga rétt á að komast á milli staða! Ekki allir hafa möguleika á slíkum lúxus.

Öryrkjar hafa ekki mikla möguleika á að komast út úr sínu fangelsi ef þeir eru farlama á einhvern hátt án þess að vera í hjólastól. Sumir þeirra geta nýtt sér hjólreiðar. Ef þú ert kominn í hjólastól færðu kanski smá-aðstoð við að fá styrk til bíla-frelsis!!!

Ef þú ert á gráu svæði verður þú bara að sitja heima og skammast þín fyrir að vera búin að eiðileggja lappirnar á erviðis-vinnu, að hluta til vegna svika-menta-kerfisins og þar af leiðandi lágra-launa-vinnuálags og skorts á réttindum á Íslandi með launa-réttlæti á samkeppnis-grundvelli.

Þetta svikna fólk í menntakerfinu á ekki aðra möguleika en að ferðast með strætó eða hjóla!

Þeim stóru þykir líklega ekki þörf á að velta fyrir sér möguleikum þessa fólks fyrr en það fólk þarf þjónustu bæjarfélaga og sveitarstjórna til að hjálpa þessu fólki.

Sumir skammast sín nefnilega fyrir að láta fólk einangrast í sínu heilsuleysis-fangelsi til að sitja þar og bíða dauðans með æðruleysi á meðan aðrir vilja bara hafa flottasta bílinn í bænum og bestu launin til að kanski hjálpa þessu svikna fólki með sinni viðurkenndu menntun!

Það er sárt að vita til að í svo fámennu þjóðfélagi skuli þrífast svo mikil stéttarskipting og óréttlæti. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2010 kl. 17:40

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Við fullorðnir eigum auðvitað að vera á götunum enda erum við á samgöngutækjum sem mega vera þar samkvæmt lögum.

Úrsúla Jünemann, 7.2.2010 kl. 20:10

6 identicon

Þetta er mjög góð færsla hjá þér.  Stutt og laggóð og segir allt sem segja þarf.  Við virðumst allstaðar vera fyrir.

Ég hjóla til og frá vinnu og hef gert í mörg ár, en mér finnst óþægilegt að hjóla á götunum, sérstaklega þar sem þær eru þröngar.  Spennist upp og finnst ég verða að hjóla eins hratt og ég mögulega get. 

Nokkrum sinnum hef ég lent í því að fá skammir frá bílstjórum, einn benti mér vinsamlega á það að ég mætti skv. lögum hjóla á gangstéttinni.  Þetta var á Njálsgötunni þar sem gangstéttarnar eru allt of þröngar til að hjóla á.

Samt hjóla ég oftast á götunni þar sem hámarkshraðinn er 50 eða minni af því það er einfaldara og hættu minna að mínu mati (ökumenn sjá mig betur bæði þeir sem koma aftan að mér og líka þeir sem koma úr hliðargötum).

Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 08:51

7 Smámynd: Árni Davíðsson

Takk fyrir frábært blogg Vilberg og velkomin aftur eftir hléið. :) 

Hjólreiðamenn eiga vel heima í umferðinni á Íslandi. Almennt séð ættu hjólreiðamenn að halda sig á götunum í íbúðarhverfum. Það er ekki fyrr en á stærri tengi, safn- eða stofnbrautum með þungir umferð á annatíma, sem ástæða getur verið til að flytja sig upp á gangstétt eða stíg. Á götunum fara hjólreiðamenn hraðar yfir og eru öruggari en á gangstéttum og á mörgum blönduðum útivistarstígum.

Mikilvægt er að hjólreiðamaður staðsetji sig rétt á götunni. Í víkjandi stöðu um 1 m hægra megin við umferðarstraum en ekki nær hægri brún en hálfum m þegar óhætt er að hleypa umferð framúr. Í ríkjandi stöðu á miðri akrein (eða rétt hægra megin við miðju til að pirra ekki bílstjóra :) þegar ekki er óhætt að hleypa umferð framúr, t.d. við gatnamót og í þrengingum.

Bílstjórar eru mjög tillitsamir þegar hjólreiðamenn hegða sér eins og önnur ökutæki í umferðinni og það er sárasjaldan sem maður verður fyrir einhverju ónotum. Það er bara einn og einn vitl... sem ekki skilur þetta. Þá er bara að veifa honum og brosa. Sumir kalla líka á mann í einhverju gríni, það eru svo margt spaugarar til.

Íslenskar akreinar eru ekki nema 3,5 m á breidd og því er ekki pláss fyrir bílstjóra til að taka framúr reiðhjóli innan akreinar og það getur vissulega verið óþægilegt. Bílstjóri á að taka framúr með minnst 1 m bili frá ysta hluta reiðhjólsins, stýrinu, en þægilegra er ef þetta bil er meira. Bílstjóri þarf því að fara yfir miðlínu eða akreinalínu til að fara framúr. Sumir bílstjórar virðast eiga bágt með þetta og vilja halda sig alveg á miðri akrein. Mér hefur reynst vel að færa mig utar í götuna til að sannfæra bílstjóra um að fara yfir miðlínuna í framúr akstri. Óæskilegt er að vera of nálægt ytri brún akbrautar því það hvetur bílstjóra til að vera innan akreinarinnar í framúrakstri og þá fara þeir óþægilega nálægt hjólreiðamanni.

Í skammdegi og myrkri er mikilvægt að vera í sýnilegum fötum, með endurskin á hjólinu og góð ljós. Ef bílstjórar eiga að taka tillit til manns verða þeir að sjá mann!

Árni Davíðsson, 8.2.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband