Það er ekki á hverjum degi sem maður sér bloggað um hjólreiðar eða allavega sá.
Fyrir um ári síðan var fjallað um blogg í dægurmálaútvarpinu á Rás 2 ef ég man rétt og þar var maður að útskýra hvað það væri gaman hvað blogg væri sterkt sem miðill og hvað þetta hleypti fólki af stað í að skrifa um hluti sem kannski væri ekki vettvangur fyrir annarsstaðar.
Það sem var samt skemmtilegast við þessa umræðu var þegar viðmælandinn hafði að orði að fólk gæti bloggað um hvað sem er, það væri t.d. einn sem skrifaði eingöngu um hjólreiðar og svo hló hann lítillega til að undirstrika hversu langt væri hægt að ganga í blogg skrifum ;)
Þar sem ég var nú á þeim tíma með eina bloggið sem eingöngu fjallar um hjólreiðar þá tók ég þetta til mín og var bara nokk ánægður með.
En í dag er ég ekki svo viss um að hjólreiðar af öllu yrði dregið út sem eitthvað "séráhugamál" sem einhver tæki sérstaklega eftir að bloggað væri um.
Það er nefnilega þannig í dag að mörg góð blogg sem fjalla að miklu leiti um hjólreiðar eða þá að bloggarar gefi hjólreiðum meiri gaum í skrifum sínum en áður.
Núna var ég t.d. að lesa bloggið hans Gísla Marteins http://eyjan.is/goto/gislimarteinn/ sem er orðið alveg eðal hjólreðablogg ef skoðaðar eru efstu færslurnar sérstaklega.... Mæli bæði með því að fólk lesi það og sérstaklega að það horfi á hans hluta af Silfri Egils... þetta hefur ekkert með pólitík að gera heldur eingöngu með frábæra borgarsýn og fær Gísli fjöður í hattinn fyrir það.
Svo skrifaði náttúrulega nýji forsprakki Framsóknar í Reykjavík Einar Skúlason http://www.pressan.is/pressupennar/EinarSkulason Grein í byrjun febrúar undii fyrirsögninni Hjólaborgin Reykjavík.
Hann skrifaði meðal annars í sinni færslu
"Það eru allra hagsmunir að nýta hjólin enn meira sem samgöngutæki dags daglega og sérstaklega þeirra sem hjóla, það hefur jákvæð áhrif bæði á heilsu þeirra og budduna. "
Svo eru fleiri, náttúrulega ef rennt er yfir bloggvina listann minn og smellt á þá sem duglegir eru að skrifa við færslurnar mínar má finna marga eðalhjólabloggara.
En þróunin er á réttri leið og ég fagna öllum góðum skrifum um Hjólreiðar.... Til hamingju Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.2.2010 | 10:15 | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála með Gísla Martein, bæði bloggið hans og boðskapurinn höfða mikið til mín. Reyndar finnst mér synd hvað hann og Dofri (hinn hjólreiðamaðurinn í borgarpólitíkinni) fengu slæma kosningu í prófkjörunum (ég skrifaði einmitt um það á mínu hjólabloggi um daginn).
Við þurfum að fá einhvern svona hjólamann í bæjarstjórn hérna á Akureyri. Persónulega finnst mér skína í gegnum deiliskipulagstillöguna fyrir miðbæinn að þeir sem í þeirri nefnd sátu hafi bara enga reynslu af samgönguhjólreiðum og fari með hrein öfugmæli.
p.s. hjólar þú á Surly niður Austursíðuna á morgnana?
Jens (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 11:05
Til hamingju Vilberg og takk fyrir síðast þó langt sé um liðið.
Nú er ég í þeirri paradís, Lundi í Svíþjóð. Þar liggja hjólagötur um allt og ég hjóla alltaf milli Lundar og Málmeyjar þar sem ég er í skóla. Það er um 25 km. hvor leið svo þetta er góð hreyfing. Það eru samt ekki margir sem hjóla þetta, flestir nota lest eða rútu svo ég er nokkuð ánægð með mig svona nærri sextuga konuna.
Bestu kveðjur heim.
Unnur Sólrún
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 14:58
Jens: Nei ég er svona cannondale nörd og er yfirleitt bara á svoleiðis en átti kapp við einhvern reglulega í sumar og haust upp austursíðuna um 4 leitið ;) Sá var ansi öflugur og að vera iðulega samferða flýtti okkur örugglega um einhverjar mínútur frá Tryggvabrautinni upp í Síðuhverfi....
Unnur: Takk fyrir það... Agalega er gaman að sjá hvað þú ert kominn á góðann stað í hjólalífinu.... Ég eyddi á yngri árum einu sumri í Staffanstorp sem er útum gluggann frá lundi og tók nokkrum sinnum þessar rútur sem fara framhjá þér....
Gaman að heyra að þú takir þennan rúnt á hjóli, enda forréttindi að geta gert það á þessum forsendum... Þú ættir allavega að vera í eðalformi þessa dagana með 50 km á dag á hjóli.... Hvað ertu lengi að hjóla hvora leið í þessu árferði þarna á skáni.
Vilberg Helgason, 10.2.2010 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.