Hjálmaskylda á fullorðið fólk
Hverjir eru viklarnir á þessu ? fullorðið fólk þarf jú að nota öryggisbelti í bílum og þarf að hlýða því þar af hverju eiga hjólreiðamenn ekki að vera alltaf með hjálm ?
Þetta eru rök sem maður heyrir stundum.
Ástæða þess að ég ákvað að bogga um þetta í kvöld er að ég las blogg á http://hjoladu.wordpress.com/hjolablogg/ sem er smá hugleiðing um þessa hjálmanotkun.
Sjálfur hef ég ákveðna skoðun á þessu en viðrum smá rök með og á móti áður
Byrjum á á móti
Vel til höfð persóna sem starfar í fronti fyrirtækis og þarf að koma vel fyrir setur rúllur í hárið eða gelar sig vel fyrir daginn og þarf svo að koma sér til vinnu. Þá er hjólið góður kostur flesta daga ársins nema maður þurfi að vera með hjálm yfir allri fyrirhöfninni og skemma gelið eða rúlluvinnuna alla.
Er þetta góður kostur að fórna því að þetta fólk hjóli til vinnu með hjálmaskyldu ?
Tökum svo smá með:
Manneskja lendir í því að detta eða það sé keyrt á hana og höfuðið fer í götuna og þá gerir hjálmurinn sjálfkrafa gagn og allir ganga sáttir frá . Allavega höfuðið í lagi .... Það réttlætir klárlega að manneskjan var með hjálm... Sjálfur hef ég lent í slysi þar sem ég höfuðkúpubrotnaði með hjálm á hausnum (þið hefðuð átt að sjá hjálminn ;)
Síðan eru það hin rökin að fullorðnir þurfi að vera fyrirmyndir með því að vera með hjálm því annars noti börn hann ekki eða unglingar.
En þá eru það mótrökin sem eru ef fólk hjólar ekki af því þarf að vera með hjálm þá er það varla að sýna börnum sínum þá fyrirmynd að þau eigi að hjóla sinna ferða er það ?
Ps. Helling um hjálmamálið stóra má finna á heimasíðu www.lhm.is
Reyndar með að fullorðnir þurfi að vera fyrirmyndir barna á hjóli meira en annarsstaðar hef ég ekki alveg skilið... Af hverju fara ekki foreldrar að sofa klukkan 8 til að vera góðar fyrirmyndir eða borða bara nammi og gos á laugardögum ? þetta er svipað finnst mér.
Svo eru það hin rökin sem eru nokk skemmtileg.... sem eru hvar draga eigi mörkin.....
A Línuskautum eru örugglega meiri líkur á höfuðmeiðslum en á reiðhjóli.... Sama gildir með gangandi í hálku og náttúrulega ökumenn í bílum sem lenda í hliðarárekstri þar sem höfuðið skellur í hliðarglugganum. Hvar er hjálmaskyldan þar ?
En án þess að ég hafi þetta lengra vill ég bara segja að ég er algjörlega á móti hjálmaskyldu þó hjálmurnn hafi bjargað mér enda vel ég mér að nota hjálm eftir því hvernig hjólreiðar ég er að stunda hverju sinni.Maður þarf varla hjálm til að hjóla elliðárdalinn með famelíunni og borða nesti á leiðinni ?
Segið mér samt hvað finnst ykkur... Er heilsan eða öryggið mikilvægara... Svona baunateljaraspurning.
Eftir góða fyrstu athugasemd við bloggið mitt í dag... spyr ég sem ekki veit... Er hjálmaskylda á fullorðnum hestamönnum og ef ekki hvar er sú umræða hjá viðeigandi ráðuneytum ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.2.2010 | 22:47 (breytt kl. 23:26) | Facebook
Athugasemdir
Hjálmur á ekki að vera skylda, vagna þess að hestamenn hafa slasast af því þeir voru með hjálm.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 23:20
Nokkrar staðreyndir:
Gangandi vegfarendur eru líklegri til þess að hljóta alvarleg höfuðmeiðsl en hjólandi (með eða án hjálms).
Algengustu orsakir dauða og alvarlegs heilaskaða í umferðarslysum eru atvik þar sem högg veldur snúningshreyfingu á höfuð. Reiðhjólahjálmar veita enga vernd gegn þessháttar atvikum og sumir læknar telja hjálmana auka líkur á þeim.
Hjálmaskylda hefur verið reynd t.d. á Nýja Sjálandi, vestur Ástralíu og ýmsum fylkjum Kanada. Á engum af þessum stöðum fækkaði höfuðmeiðslum hjólreiðamanna meira en hjólreiðamönnunum sjálfum. Þ.e.a.s. tíðni höfuðmeiðslanna hækkaði. En hjólreiðamönnum fækkaði í heildina um 28-40% og upp í 90% í sumum aldurs- og kynjahópum. Fækkunin nemur fleiri hjólreiðamönnum en voru að hjóla hjálmlausir í upphafi, þ.e.a.s. það fækkaði um alla hjálmlausu hjólreiðamennina auk hluta þeirra sem voru með hjálm fyrir hjálmalög.
Hjólreiðar eru mjög örugg hreyfing. Jákvæð áhrif af hreyfingunni hafa meira en 20 fallt meiri áhrif á lífslíkurnar heldur en hættan á meiðslum, hvort sem notaður er hjálmur eða ekki.
Besta aðferðin til þess að auka öryggi hjólreiðamanna í samfélaginu er að fjölga þeim, ekki að setja hjálm á hausinn á þeim.
þetta og margt fleira fróðlegt á:
http://www.cyclehelmets.org/
Jens (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 10:40
Það er ekki hjálmaskylda hjá hestafólki, nema í ákveðnum keppnum, rétt eins og það er hjálmaskylda hjá fullorðnu hjólafólki, t.d. Bláalónsþrautinni. Slysahætta er meiri hjá hestafólki, þau detta úr meiri hæð og eru í meiri hættu á að dragast með hestinum, t.d. ef fótur er fastur í ístaðinu.
Það er alltaf vont að vega og meta hvort hjálmur bjargi, skaði eða veiti falskt öryggi. T.d. rakst ég á grein einhvers staðar á netinu þar sem kom fram að sumir barnahjálmar væru með spennu í ákveðnum lit sem losnaði við mjög lítið átak, og hentuðu t.d. ekki við hjólreiðar. Man bara ekki hvaða litur þetta var, hvort spennan var þá græn. Veit ekki hvort svona hjálmar voru til sölu á Íslandi.
Ég er hinn mesti hrakfallabálkur (eða kannski allt of mikill glanni) og hef dottið 5 sinnum á þessum vetri. Ef ég met þau óhöpp, þá skipti hjálmur ekki máli í 4 skipti (fékk ekkert högg á hausinn, var hjálmlaus í eitt skiptið), en bjargaði mér frá skrapáverka í það fimmta. Þó að ég sé nú engin fegurðardís, þá vil ég ekki vera ófrýnilegri en ég er nú þegar.
Ég hef einu sinni fyrir mörgum árum dottið mjög illa (fór kollhnís á hjólinu), hjálmurinn fór í mask og ég brákaði handlegginn. Hausinn slapp samt alveg og ég tel enga spurningu að hjálmurinn hafi gert gagn í það skiptið.
Hins vegar geta komið upp atvik þar sem hjálmurinn skapar beinlínis hættu. Ég hef mátað hjálm sem var með stórum óþægilegum plastkúlum innan í, sem hefðu hæglega getað valdið höfuðkúpubroti við högg. Það er möguleiki á að hjálmur flækist í tré, girðingu eða í ökutæki við árekstur og valdi því að hjólreiðamaður dragist með eða fái slæman hnykk, jafnvel hálsbrot.
Besta leiðin er náttúrulega að bæta aðgengi fyrir hjólreiðafólk og minnka líkur á slysum. Sér hjólabrautir, umferðarfræðsla fyrir almenning (ökumenn eru alveg ótrúlega fáfróðir um réttindi hjólreiðafólks, flestir halda að það sé bannað að hjóla á götunum). Hjólafærni inn í grunnskólana. Ávinningur fyrir samfélagið er svo miklu meiri ef fleiri myndu hjóla en ekki, þess vegna er ég andvíg hjálmaskyldu fyrir fullorðna.
Hjóla-Hrönn, 16.2.2010 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.