Það er áhugaverð kvikmyndahátið að fara að eiga sér stað í Reykjavík á vegum Íslenska Alpafélagsins.
Það sem gerir hana sérstaka er að þetta er fjallamyndahátíð og verða þar sýndar myndir sem snúa að útivist á fjöllum.
Það var samt ein mynd sem vakti áhuga minn meira en aðrar. Sú heitir Look to the ground og fjallar Bobby McMullin sem er blindur fjallabrunari "downhill" á reiðhjóli.
Bobby er alveg blindur á öðru auganu og einungis með smá sjón á hinu auganu sem hann lýsir sem svo að ef maður myndi prófa að rúlla upp dagblaði og horfa í gegnum gatið þá hefur maður sjónarhornið hans. Og til að bæta ofan á það þarf að setja eitthvað fyrir endann svo það verði móðukennt þetta litla sem maður sér.
En þessi snillingur lætur þetta ekki stöðva sig og notar önnur skynfæri til þess að hjóla niður snarbratta stíga og láta sig flakka fram af stökkpöllum.
Hægt er að sjá hvernig hann fer að og fræðast meira um Bobby McMullin sem er klárlega ein af hetjum hjólreiðanna hér http://www.rideblindracing.com/
og svo sjá úr myndinni Look to the ground hér http://www.radical-films.com/riders/bobby-mcmullen
Og svo er hægt að fræðast um fjallamyndahátíðina sem fer fram 26. og 27. apríl hér http://www.isalp.is/frettir/2-frettir/1074-banff-banff-banff.html
Flokkur: Íþróttir | 22.4.2010 | 12:30 (breytt kl. 12:33) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.