Hjólameistarinn á Íslandi

Enn bætist við þjónustu við hjólreiðamenn á Íslandi. Þegar ég byrjaði að skrifa um hjólreiðar fyrir 3 árum rúmlega þá var lítið um umfjöllun þar sem hjólreiðar áttu í hlut. Einnig var þjónustuframboð takmarkað og fáir sem litu á hjólreiðar sem eitthvað annað en frístundaiðju með börnunum sínum.

Nú hefur orðið stórkostlega breyting þar á og bæði á Akureyri og í Reykjavík er búin að vera virkileg hjólreiðavakning og maður fer ekki um götur og stíga án þess að hitta á nokkra hjólreiðamenn eða jafnvel heilann helling.

Góð þróun þar.

En síðan þá hefur einnig orðið mikil þróun í þjónustu við hjólreiðafólk, og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og fyrir ekki alllöngu opnaði hjólreiðaverkstæðið http://www.kriacycles.com/ og fara þar á ferð menn með mikla þekkingu og bjóða uppá nýja vídd í þjónustu við hjólreiðafólk.

Síðan var núna einn af þeim sem segja má að hafi verið í framvarðasveit íslenskra fjallahjólreiða að opna verkstæði í Kópavogi. Sá heitir Rúnar og var gjarnan nefndur Rúnar í Markinu en ætli maður verði ekki að fara að nefna hann hjólameistarann (bara spurningin hvort það eigi að láta nafnið hans fylgja ;)

En Rúnar þessi er líklega sá sem klifið hefur hvað flest fjöll með hjólið á bakinu af Íslendingum og látið sig flakka niður þau aftur og má lesa um svaðilfarir hans á www.mtb.is (sem er einmitt skammstöfun á mountain biking) Mæli eindregið með því að fara að kíkja á síðuna hjá honum. Og einnig ef ykkur vantar góða þjónustu frá manni sem hefur þekkinguna frá A - Ö þá er um að gera að kíkja á hann með hjólið sitt til hans að Nýbýlavegi 28 eða hafa samband við hann í 892-1411

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband