Opnun í Skálafelli á sunnudaginn

skalafell

Sunnudaginn næsta opnar tímamótaþjónusta fyrir hjólreiðamenn í Skálafelli. Það er ekki flóknara en svo að 3 snillingar tóku sig saman og fengu styrk og leyfi til að gera 3 km. langa hjólabraut niður Skálafellið og maður þarf ekki að hafa mikið fyrir því að skemmta sér þarna því um helgar verður opið í skíðalyfturnar svo maður tekur bara hjólið sitt með í lyftuna og lætur sig flakka niðureftir.

Nú er þetta ekki svo að þetta sé einhver ofurhugabraut því allir sem eiga fjallahjól eiga að geta farið og látið sig renna niðureftir og hver velur hvað fast hann heldur í bremsuna.

En þetta er fyrsta svokallaða Bike Parkið á Íslandi því einnig verður þarna aðstaða fyrir BMX og svokallað Dirt-Jump.

Ég vil endilega hvetja alla hjólreiðamenn til að fara annaðhvort á sunnudaginn og prófa eða fara næstu helgar eftir það því við vitum öll að góð ásókn eykur við stuðning við svona verkefni og ekki væri leiðinlegt að sjá svona svæði á helstu skíðasvæðum landsins á næstu sumrum.

Ég ætla að taka það persónulega að mér fyrir hönd hjólreiðaiðkenda á Íslandi að þakka þeim drengjum Ormi Arnarsyni, Magne Kvam og David Robertson fyrir þetta frábæra frumkvæði og óska þeim góðs gengis með þetta snilldarverkefni.

Það er greinilega á hreinu að ég þarf að grípa hjól með mér þegar ég fer til Reykjavíkur eftir rúmlega viku. (eins gott að það séu seldir dagspassar í þessa braut ;)

En fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta verkefni er hægt að finna frekari upplýsingar á vefslóðinni http://www.hjolandi.net/index.php?p=news&a=54

og svo eru þeir náttúrulega á Facebook og eiga svo skilið eitt gott LIKE http://www.facebook.com/pages/Skalafell-Bike-Park/104465589604583?ref=ts&v=wall

Og að lokum kort af brautinni sem er 350 metra lækkun á 3km braut.

Picture 31


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband