Af hverju ætti ég að hjóla ?

Ég rakst á skemmtilega uppsetta rökfrærslu fyrir hjólreiðum á whycycle.co.uk og ákvað að snara henni yfir á íslensku. Þetta er ekki ein af þessum öfgafærslum heldur mjög raunhæf og skemmtileg úrfærsla.

En þetta eru ástæðurnar fyrir því að við sem getum ættum að hjóla meira.

Gott fyrir mig af vegna þess að:

  • Fólk sem stundar hjólreiðar, hvort sem er til vinnu eða sér til ánægju hafa þol á við 10 árum yngri manneskju samkvæmt bresku hjartsjúkdómastofnuninni.
  • Með því að hjóla 30 km á viku dregur þú úr hættu á hjartasjúkdómum til hálfs miðað við þá sem hjóla ekki eða stunda engar aðrar æfingar.
  • Ef einn þriðji af stuttum bílskreppum væru gerðar á reiðhjóli myndi hlutfall hjartasjúkdóma á íslandi lækka um 5 - 10%.
  • Þegar háannatíma umferðar er hjólreiðamaður um tvisvar sinnum fljótari að komast ferða sinna heldur bíll.

Fjárhagslega gott fyrir mig vegna þess að:

  • Á reiðhjóli borgar maður ekki vegskatta, tryggingar, þjónustuskoðanir og auðvitað ekkert fyrir bensín
  • Gott reiðhjól þarfnast einungis um 5000 kr viðhalds á ári, minna ef þú getur sjálfur lagt til smá vinnu.
  • Gott reiðhjól endist í fjöldan allra af árum jafnvel áratugum en hverju lengi endist bíll ?
  • Það er hægt að leggja reiðhjóli hvar sem er svo það eru hvorki stöðumælagjöld né sektir.

Gott fyrir umhverfi mitt vegna þess að:

  • Hægt er að leggja 20 reiðhjólum á sama plássi og gert er ráð fyrir einum bíl á.
  • Til þess að framleiða eitt hjól þarf einungis brot af auðlindum eins og stáli, áli og orku miðað við það sem þarf til að framleiða einn bíl.
  • Það er nákvæmnlega engin mengum af hjólreiðum og þau eru einstaklega hljóðlátur ferðamáti. Hvenær sástu seinast ryðgað útúrkeyrt reiðhjól í notkun ?.
  • Bílar valda fjölda dauðaslysa og alvarlegra meiðsla á ári en það gera reiðhjól ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband