Leyfum börnunum okkar að nota hjólin sín

Núna er sá tími í hönd þar sem börn eru komin á reiðhjólin sín. Það er náttúrulega frábært að nánast öll börn á íslandi virðast eiga reiðhjól. En því miður nota ekki öll börn hjólin sín, það er nefnilega þannig að margir foreldrar hafa búið þannig um að börn hreinlega nenni/þora  ekki að nýta sér hjólreiðar sem leiktæki eða samgöngumáta.

  • Margir foreldrar eru búnir að hræða börnin sín á að hjólunum geti verið stolið og gera kröfur um að ekkert sé farið á hjólunum nema hægt sé að geyma hjólin í hjólageymslu þar sem farið er.
  • Margir foreldrar óttast umferð og letja börn sín frá því að hjóla á þeim forsendum að það sé hættulegt að vera á reiðhjóli á göngustíðum og við götur.
  • Og svo eru mörg börn á annaðhvort of litlum hjólum sem er óþægilegt að hjóla á eða að foreldrar hafi keypt of stórt hjól sem barnið passar ekki á og ræður ekki við.

Veldu góðann lás á hjólið
Málið er nefnilega það að það að ekki undir neinum kringumstæðum er réttlætanlegt að draga úr hjólaáhuga barna sinna, frekar skal fjárfesta í góðum lás og kenna barninu að það sé mikilvægt að læsa hjólinu sínu og helst við eitthvað ef það er í boði. Einnig er sniðugt að skipta út svokölluðum „quick release“ róm sem festa dekkin á hjólið og setja gamaldags rær í staðin þannig að ef hjólinu er einungis læst með öðru dekkinu við eitthvað þá sé ekki bara dekkið og lásinn eftir þegar komið er að hjólinu aftur.
Það er hægt að fá marga sniðuga lása í hjólabúðum í dag. Þá er hægt að fá með lykli eða talnarunu svo er hægt að fá lása sem eru auðvafðir utan um einhverja stöng á hjólinu á meðan verið er að hjóla og svo eru til lásar sem geymast í þar til gerðum standi á meðan hjólið er ekki læst. Endilega ekki kaupa gamla góða lásinn sem engin veit neitt hvað á að gera við á meðan verið er að hjóla.

Öryggi barna í umferðinni.
Frekar en að hræða barnið á umferð og letja það við hjólreiðar á foreldri að fara út með barninu og annaðhvort hjóla eða rölta með barninu um það svæði þar sem  sem það mun hjóla mest á. Í þ essarri ferð er hægt að útskýra hvernig á að bregðast við aðstæðum hverju sinni. Á einum klukkutíma er hægt að lenda í flestum mögulegum aðstæðum og útskýra hvernig bregðast skuli við þeim.
Einnig er mikilvægt að undirstrika mikilvægi þess að vera með hjálm og nota ekki húfu undir hjálminum, ef það er húfa undir hjálminum þá liggur hann ekki rétt og þar með skilar hann ekki því sem ætlað er til af honum ef barnið verður fyrir höggi. Frekar skal notast við buff eða eyrnaskjól.
 

Hjólið skal henta viðkomandi
Ekki letja barnið þitt með því að vera með „rangt“ hjól fyrir það. Barnahjól koma í nokkrum stærðum og auðvelt er að finna hjól sem endist vel með því að velja rétt hjól. Hentugast er að fara í hjólaverslanir og fá ráðgjöf varðandi val á hjóli, jafnvel þó niðurstaðan verði að kaupa hjól í stórmarkaði þá er um að gera að fara í hjólabúðirnar fyrst og skoða hvað er í boði og fá aðstoð við val. Aðalatriði er samt að passa að hækka sætið og stilla stýrið fyrir sumarið. Ef barnið hefur hækkað um 10 cm í vetur þá eru forsendur fyrir stillingum seinasta árs brosnar og hækka þarf sætið þannig að barnið passi á hjólið. Aðalatriðið er að fæturnar rekist ekki í framdekkið þegar barnið beygjir og að barnið nái fótunum niður þegar það stoppar. Mikilvægt er að smyrja keðjuna en mikilvægast af öllu er að bremsurnar virki vel bæði að framan og aftan. Þá er ekki bara átt við að hjólið stöðvist þegar bremsað er heldur einnig að það geti lagt af stað aftur og bremsurnar séu ekki fastar inni og geri erfiðara fyrir barnið að hjóla.

Að lokum vil ég benda á að hjólreiðar barna sporna við offitu og styrkja hjarta og æðakerfi barnsins auk þess að byggja upp þol. Allflest börn fá ánægju úr því að hjóla og það á að kenna þeim að hjólreiðar séu ábyrgðarhluti sem jafnist á við að hafa bílpróf og leyfa þeim að nýta sér hjólreiðar til samgangna hvort sem er til að fara í skólann , fara til vina eða til að skreppa útí búð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband