Þessa dagana fer fram ítalíukeppnin í hjólreiðum Giro D'Italia sem er næst stærsta hjólamót ársins á eftir Tour de France.
Keppnin er búin að vera spennandi og skemmtileg og í dag fór fram 9. dagleið keppninar.
En ítalinn Daniele Benatti stóð í æsilegum lokasprett til að sigra níundu dagleið Ítalíukeppninar í hjólreiðum
Bennati vann með rétt hálfu framhjóli framar en Paolo Bettini.Ástralinn Robbie McEwen var svo þriðji yfir línuna.
Þetta var annar sigur Liquigas(Cannondale) keppandans í þeim 9 dagleiðum sem búnar eru en hann var einnig fyrstur á þriðju dagleið keppninar
Keppandinn Giovanni Visconti úr Quick Step liðunu er enn fyrstur í heildarkeppninni.
"Ég tók nokkrar áhættur en það mikilvægasta er að ég var fyrstur" sagði Bennati
"Ég var að fara að renna yfir línuna fagnandi þegar ég sá að Paolo var að komast uppað mér þannig að ég gaf allt í þetta og rétt hafði sigur"
"Mér þykir leitt að ég vann hann því ég veit að þessi dagleið var við heimabæðinn hans, en ég vildi vinna því þetta er eina dagsleiðin í Tuscany þar sem ég bý"
"Við fögnuðum hvor öðrum eftir lokasprettin, við erum óvinir á brautinni en við erum góðir vinir þegar við erum ekki öxl í öxl á hjólunum"
Bennati er líklegur að vinna á dagleiðum 12 til Capri á þriðjudag og svo dagleið 13 til Cittadella á föstudag áður en keppnin færist uppí fjöllin.
"Það eru ekki margar dagleiðir sem henta spretthjólurum í þessari Giro keppni og það eru í rauninni bara 2 dagleiðir á jafnsléttu í allri keppninni" sagði hann.
Það er svo vel þegið frí í keppninni á mánudag.
Hún heldur svo áfram á þriðjudag með 39,4km tímatöku frá Pesaro til Urbino.Hægt er að fylgjast með keppninni á Eurosport á daginn og hér má finna heimasíðu keppninnar á ensku.
Það munaði ekki miklu í sigrinum hjá Bennati í dag
Giro d'Italia, níunda dagleið:
1. D Bennati (It/Liquigas) 5klst 30min 06sek
2. P Bettini (It/Quick-Step) =
3. R McEwen (Aus/Silence-Lotto) =
4. E Zabel (Ger/Milram) =
5. K Fernandez (Sp/Euskaltel) =
6. R Foerster (Ger/Gerolsteiner) =
7. M Cavendish (GB/High Road) =
8. T Dall'Antonia (It/CSF Group) =
9. J Dean (NZ/Slipstream) =
10. A Usov (Blr/AG2R) =
Heildarstaðan:
1. G Visconti (It) 42 klst 14 min 16 sek
2. M Russ (Ger) @ 9 secs
3. G Bosisio (It) @ 5:53
4. D Di Luca (It) @ 7:27
5. E Sella (It) @ 7:32
6. R Ricco (It) @ 7:33
7. F Rafael Cardenas (Col) @ 7:46
8. A Contador (Sp) @ 7:56
9. F Pellizotti (It) @ 8:11
10. V Nibali (It) @ 8:15
Flokkur: Íþróttir | 18.5.2008 | 23:44 (breytt 19.5.2008 kl. 12:37) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.