Akureyri að gerast hjólreiðabær

smallAkureyrisamgoongur
Sem Akureyringur að upplagi er ég einstaklega ánægður með að sjá það að minn gamli heimabær ætlar að verða fyrstur til að setja upp almennilega samgönguáætlun fyrir hjólreiðamenn og reyna að gera hjólreiðar að valkost sem samgöngumáta.

Verkfræðistofan mannvit hefur undanfarið ár verið að vinna fyrir þá tillögur sem þeir hafa skilað til bæjarins og eru þær þar til umfjöllunar og er ekki lengi að vænta þar til hægt verður að fá að sjá hvernig bærinn hyggist bera sig að.

Ég hafði samband við Mannvit og óskaði eftir að fá hugmyndirnar sendar en fékk þau svör að ekki væri hægt að senda mér þær þar sem þær væru enn til umfjöllunar hjá bænum.

Til hamingju Akureyrarbær með þetta frábæra framtak og vonandi að það verði öðrum sveitafélögum til fyrirmyndar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband