5000 manns hjóluðu í hjólað í vinnuna

Þá er það komið á hreint að rétt tæplega 5000 manns notuðu reiðhjól til að ferðast til og frá vinnu á einhverjum tímapunkti í hinu frábæra verkefni hjólað í vinnuna.

Það er ekki undarlegt að maður spyrji sig að ef kílómetrafjöldinn sem farið var 410.398 km hversu mikill hefði hann verið hefðu verið hjólastígar meðfram stofnæðum og götum í borginni.

Ég er 3 km styttra að fara úr grafarholti niður bæ eftir miklubraut en eftir hjólastígakerfinu gegnum elliðárdal og fossvog. Hversu styttra er að fara vestur úr bæ uppí borgartún ef maður notar göturnar og hversu miklu fljótari væri maður að fara þessa leið ef maður væri ekki að hjóla á gangstéttum.

hjolastigurvidgotuEf hjólreiðamaður fer eftir gangstígum meðfram götum og þarf að stöðva við hver gatnamót og bíða þess að komast yfir eða allavega til þess að athuga hvort öruggt sé að fara yfir. En þá heldur hann að jafnaði ekki hraða til þess að nýta sér reiðhjólið.

En á reiðhjólastíg meðfram stofnbrautum og götum þar sem hjólreiðamaðurinn þyrfti einungis að fylgja þeim reglum sem götuljós og biðskyldur krefjast (sjá mynd) þá væri miklu minna um stopp og yfirferðin væri meiri og þar með væri reiðhjólið samkeppnishæfari kostur í samgöngum í Reykjavík.

En að lokum fleiri skemmtileg tölfræði úr verkefninu.

431 fyrirtæki tók þátt og liðin voru 1017
Þátttakendur voru 7000 og 69% af þeim hjóluðu eða um 5000
Hjólaðir voru 410.398 km sem eru 306 hringir kringum landið
um 45.000 lítrar af eldsneyti spöruðust og innflutningur á jarðefnaeldsneyti dróst saman um 375 tonn.
og 80 tonn af útblæstri fóru ekki útí loftið.

Það má segja að þetta sé stórsigur fyrir hjólreiðar á íslandi og vonandi verður þessu fylgt eftir með áframhaldandi notkun á reiðhjólinu í sumar og vonandi vetur.

Sniðugt er fyrir alla þessa hjólakappa að fylgja eftir þessum góða árangri með því að taka þátt í Bláalónsþraut hjólreiðafélags Reykjavíkur þann 8. júní næstkomandi. sjá heimasíðu þrautarinnar

http://www.hfr.is/blaa/upplysingar.asp?m=5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband