Tour de France meistarinn Alberto Contador er fyrsti erlendi keppandinn til að vinna Ítalíuhjólreiðarnar (Giro d'Italia) síðan 1996. En sigurvegarar ítalíuhjólreiðanna hafa verið heimamenn síðastliðin 12 ár.
Spánverjinn sigraði heimamanninn Riccardo Ricco með einni mínútu og 57 sekúnndum betri heildartíma allra dagleiðanna, þrátt fyrir að hafa ekki náð að sigra eina einustu dagleið af þeim 21. sem hjólaðar voru.
Marzino Bruseghin var svo þriðji á 2:54 lakari tíma en Contador.
Á lokadagleiðinni sem var 28,5 km tímataka frá Cesano Mademo til Milan var Marco Pinotti fljótastur á 32:45.
"þetta var erfið keppni og það voru margir keppendur sem hefðu getað unnið, sem gerir það jafn ánægjulegt og að sigra Tour de France eða jafnvel ánægjulegra", sagði Contador, sem er aðeins annar af tveimur spánverjum nokkurntíma til að vinna ítalíuhjólreiðarnar.
Sigur Contador var stórkostlegt afrek þar sem liðinu hans Astana var boðið að taka þátt í keppninni með einungis viku fyrirvara.
Lokastaða Ítalíuhjólreiðanna
1 A Contador (Sp) 89klst 56min 49
2 R Ricco (It) @ 1min 57sek
3 M Bruseghin (It) @ 2:54
4 F Pellizotti (It) @2:56
5 D Menchov (Rus) @ 3:37
6 E Sella (It) @ 4:31
7 J Van den Broeck (Bel) @ 6:30
8 D di Luca (It) @ 7:15
9 D Pozzovivo (It) @ 7:53
10 G Simoni (It) @ 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.