Grænu skrefin og Mogginn fá A++

Á hjólhest
Gísli Marteinn held ég að hafi veðjað á réttann hest þegar hann fór að vera í forsvari fyrir Grænu skrefin, því þau eru hreint frábær.

Gísli hefur skemmtilega evrópska sýn á Reykjavík og er fyrsti hjólreiðapólitíkusinn sem ég veit um. Vissulega er vitað að Mörður Árna hjólar margra sinna ferða og vonandi fleiri.

Það þýðir ekki bara að setja útá það verður að hrósa þegar vel er gert
Í fyrsta skipti hef ég það á tilfinningunni að úrbót í samgöngumálum sé að verða hjá okkur hjólreiðamönnum í Reykjavík.

Svo virðist sem næstu skref "Grænna skrefa" sem eru að fórna akgrein fyrir hjólarein með suðurgötu og að aðskilja göngustíga frá hjólastígum milli Ægissíðu og Elliðárdals auk fleiri krefjandi leiða séu ekki bara eitthvað sjónarspil pólitíkusa heldur metnaðarfullt og frábært framtak.

Svo er ekki hægt að komast hjá því að hrósa Morgunblaðinu fyrir umfjallanir sínar um hjólreiðar undanfarnar vikur. Fjölmargar greinar og úttekktir á aðstæðum hjólreiðamanna og birting innsendra greina hefur verið til fyrirmyndar. Besta dæmið er líklega 3ja síðu umfjöllun um aðstæður hjólreiðamanna og umfjöllun um Grænu skrefin í Sunnudagsmogganum.

Í þeirri grein er rætt við Gísla Martein borgarfulltrúa , Pálma Freyr hjá umhverfissviði borgarinnar og Sesselíu Tómasdóttur hjá Landssamtökum hjólreiðamanna.

Í greininni leggur Gísli mikið uppúr öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og fær hann sérstakt hrós fyrir að ætla Ósabraut sérstaklega fyrir hjólandi og gangandi umferð. Frábær tilfinning að leið sé gerð einungis til að stytta leið hjólreiðamanna úr Grafarvogi að stígnum við  Sæbraut.

Pálmi Freyr hefur lengi verið til fyrirmyndar íi umfjöllun sinni um hjólreiðar ogég er einstaklega hrifinn af 15 mínútna kortinu sem kemur fram í greininni. 15 mínútna kortið var gert þannig að hann hjólaði í 15 mínútur í mismunandi frá Kringlunni og skráði niður hversu langt hann komst á þeim tíma sem voru um 4,8 km radius. Snilldarhugmynd sem sýnir svart á hvítu skilvirka yfirferð hjólreiðamannsins án áreynslu.

15minkortidsmall

Svo ætla ég að hrósa Sesselju úr Landssambandi hjólreiðamanna fyrir frábæra hlið hennar á aðstoðu okkar hjólreiðamanna í greininni án þess að vera of dómhörð heldur einungis raunsæ. Þar benti hún sérstaklega vel á kosti reiðhjóla í umferðinni og biðlaði til bílstjóra að sýna hjólreiðamönnum aukinn skilning.

Ég setti greinina í heild sinni í pdf formi á bloggið mitt því hún er góð lesning fyrir alla hvort sem þeir eru hjólreiðamenn eða bílsstjórar sem þurfa að vera með hjólreiðamönnum í umferðinni.
Hægt er að nálgast greinina með því að smella hér.

Að lokum smá nöldur
Í greininni minntist Pálmi á góðar tengingar fyrir hjólreiðamenn milli austurs og vesturs, meðal annars  meðfram Miklubrautinni. Málið er að það er ekki auðvelt að ferðast með Miklubrautinni frá austri til vesturs þar sem margar götur þarf að þvera og því tímafrekt og oft áhættusamt að fara yfir götur á annatímum. Margar hægri beyjur eru án ljósa á leiðinni. Það hefði mátt nýta tækifærið meðan verið er að gera forgangsakbraut fyrir strætó frá Grensásvegi að Kringlumýrarbraut og  hafa hana aðeins breiðari og gefa okkur hjólreiðamönnum okkar hjólarein samhliða forgangsakgreininni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband