Já setjum mengunarskatt á eldsneyti en fellum þá öll gjöld af reiðhjólum

Frétt af textavarpinu: 

Fella ætti niður vörugjöld bifreiða   
Pétur Blöndal, formaður efnahags- og  
skattanefndar, segir nóg að setja     
mengunarskatt á eldsneyti. Hins vegar 
ætti að fella niður vörugjöld bifreiðar
og bifreiðagjald. Brýnt sé að stuðla að
því að fólk kaupi sér nýja og         
umhverfisvænni bíla.

Af hverju bíla
Af hverju á að stuðla að því að fólk kaupi sér nýja og umhverfisvænni bíla ?????? Hvað varð um að fólk veldi sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngukost.

Persónulega er bíladýrkun stjórnvalda að kenna hvernig komið er fyrir samgöngum hérna á landi. Ef við værum með aðra valkosti myndum við hugsanlega velja þá.

Hvað þarf til að velja aðra kosti eins og hjólreiðar og hvaða atriði setur fólk helst fyrir sig að hjóla í vinnu.

Það er ekki búið að hvetja fyrirtæki til þess að setja viðunandi aðstoðu eins og sturtu, fataskápa og viðunandi aðstöðu fyrir reiðhjól. Ef fólk gæti geymt jakkafötin í vinnunni og farið í sturtu væri mun vænlegra að hjóla í vinnuna.

Takmarka fjölda bílastæða við fyrirtæki og stofnanir væri stærsta hvatning til notkunar annarra samgöngumáta. Hvert bílastæði gæti hýst allt að 20 reiðhjól. Og hvað ef við værum með skýli sem myndu hlífa hjólum frá rigningu og snjókomu þannig að maður gæti komið að hjólinu sínu þurru og vera ekki hræddur að hjólið myndi ryðga við það eitt að fara í vinnuna.

Tollar og skattur á reiðhjól. Jú öll eigum við hjól en kostnaður við að eiga gott hjól eins og góðan bíl er vandamál fyrir marga. Hjólreiðamaður sem ætlar að hjóla allt árið þarf að fjárfesta í útivistafatnaði, gleraugum og eiga nagladekk þegar það á við. Það er fáránlegt að þurfa að borga 10% toll og 24,5% virðisaukaskatt af vistvænasta samgöngumáta sem völ er á.
Dæmi er að setja nagladekk á hjólið sitt kostar 15.000 kall í dag ef þú getir það sjálfur en ef tollur færi af myndu hjólreiðamenn geta keypt sér nagladekk fyrir innan við 10.000 kall.

Samgöngur
Halló... Jú það er loksins verið að tala um að bæta ferðamáta hjólreiðamanna í Reykjavík með "Grænum skrefum" en hvað um þá sem búa í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ og þurfa að ferðast til Reykjavíkur til vinnu. Eða þá sem búa á Hrafnargili og vinna á Akureyri. Nei þeir hafa engan annan kost en bílinn. Er ekki málið að í stað þess að gera öll þessi göng fyrir BÍLA að gera eitthvað fyrir þá sem vilja velja hjólreiðar.?
Ef þú býrð á Akranesi þarf þú að hjóla hvalfjörðinn því ef þú villt fara til Rek til vinnu þá eru hjólreiðar  jú bannaðar í göngunum. Og ef þú villt fara frá Hafnarfirði til Reykjavíkur þarftu að vera í rúmlega 1 klst að þvælast eftir ílla lögðu stígakerfi til að komast milli sveitafélaga. Og fyrir þá ferðamenn sem koma til landsins þá þurfa þeir að hjóla eftir Reykjanesbrautinni til að komast til Reykjavíkur. Það versta er að það eru til umræður um að banna reiðhjól á Reykjanesbrautinni, það hvarflaði ekki að neinum að gera hjólastíg... nei best að banna hjólreiðar og sjá hvað gerist.
Uppáhaldið mitt er samt þegar Steinunn Valdís og Ólof Nordal vildu banna hjólreiðar á forgangsleiðum strætó. hvar hefði ég þá þurft að hjóla á Miklubrautinni. Jú milli strætó og umferðarinnar, það væri ekki að setja öryggið á oddinn að leggja af stað í þá ferð. 

Skattasparnaður... Jú láta fyrirtæki sem geta sýnt fram á minni bílastæðanotkun og minni notkun bílsins fá einhverja skattaafslætti..... Það eru fyrirtæki og stofnanir á Íslandi að bjóða uppá þetta en af hverju er bara Reykjavíkurborg með þetta í einum af sínum deildum, hver er ríkið í þessu. Ráðuneyti og skrifstofur eru jú allar í nánd hver við aðra... Reykjavíkurborg er búin að kaupa hjól til styttri ferða til að gera snattið "grænna" en ríkið er ekki að gera neitt

Það væri gaman að sjá hvort að hin fína hvataræða Geirs Haarde um að skoða aðra valkosti en bílinn myndi skila sér til ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hennar tilheyrir.

svo maður noti slagurð vínbúðanna í nýju auglýsingunum "´þú verður ekki svín af  því að ferðast "green""

Geir.... þú verður meir ef þú hjólar þannig að endilega farðu að vinna að bættri hjólreiðanotkun á íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband