Hafsteinn sigraði Íslandshjólreiðarnar

Núna um helgina fóru fram Íslandshjólreiðarnar á götuhjólum. Keppnin er hluti af mótaröð til Íslandsmeistara sem krýndur verður í lok sumars eftir að keppnisröðinni líkur.

Keppnin stóð í 3 daga og skiptist í
Criterium sem haldin var í Vallarhverfi í Hafnarfirði (20 hringir, 40 km.)
ITT sem haldið var á krísuvíkurvegi (20 km)
og á þriðja degi var Hvalfjörðurinn hjólaður (85 km.)

Fyrir þá sem ekki þekkja til Criterium og ITT skrifaði ég smá skýringartexta hér að neðan.

criterium.jpgCriterium er hjólreiðakeppni sem haldin er á stuttum hring og allir eru ræstir á sama tíma, hringurinn er yfirleitt undir 5 kílómetrum og er leiðin lokuð annarri umferð á meðan. Lengd keppninnar ákvarðast yfirleitt af fjölda hringa. Algengast er að keppnin sé í um eina klukkustund og er því nokkuð styttri en hefðbundin dagleið í hjólreiðakeppni.
Sigurvegari er sá sem kemur fyrstur í mark án þess að hafa verið hringaður af öðrum keppanda, síðan tínast hinir keppendurnir inn annaðhvort á eftir sigurvegaranum eða hafa orðið úr þegar þeir voru hringaðir.

itt.jpgITT (Individual time trial) Tímataka einstaklinga er þegar hjólreiðamenn eru ræstir út einn í einu með reglulegu millibili og eru að keppast við að ná sem bestum tíma. Í tímatökunni er keppendum sem ná öðrum keppendum óheimild að nýta sér sogið af öðrum keppendum og mega ekki hjálpa hver öðrum. Keppandinn með besta tímann er sigurvegari tímatökunnar.

 

Hafsteinn sigraði 3. árið í röð

hvalfjordur.jpgHafsteinn Ægir Geirsson frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sigraði í keppninni 3. árið í röð. Þetta er frábært afrek hjá Hafsteini sem einnig sigraði í Bláalónsþrautinni sem fór fram 8. júní síðastliðin.

Hafsteinn sigraði á öllum dögunum og kláraði á samtals 3 klukkustundum 53 mínútum og fjórum sekúndum. Í öðru sæti var svo Gunnlaugur Jónasson frá Hjólamönnum 6 mínútum og 44 sekúndum á eftir honum. Þriðji kom svo Árni Már Jónsson frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur aðeins 22 sekúndum á eftir Gunnlaugi. Spennan um annað sætið var því þónokkur.

Í kvennaflokki sigraði  hin 16 ára Bryndís Þorsteinsdóttir frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og sér hún um að halda heiðri kvenna í íþróttinni uppi með frábærum árangri.

Myndirnar voru teknar af Alberti Jakobssyni hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Til að sjá meira um mótið og skoða myndir frá því er hægt að fara á heimasíðu félagsins www.hfr.is

Hér má sjá heildarniðurstöðu keppninnar 

Keppendur

Criterium
ITT
Hvalfjörður
SamtalsSætiÁ eftir
Hafsteinn Ægir Geirsson01:01:4000:25:2402:26:0003:53:04100:00:00
Gunnlaugur Jónasson01:01:4200:27:4402:30:2203:59:48200:06:44
Árni Már Jónsson01:01:4400:27:4402:30:2203:59:50300:06:46
Brad Evans01:01:4600:29:2702:30:4404:01:57400:08:53
Elfar Rúnarsson01:01:4500:28:3902:31:4904:02:13500:09:09
Hlöðver Sigurðsson01:01:4900:30:0402:35:5404:07:47600:14:43
Björn S. Sigurjónsson01:01:5300:30:5402:35:5404:08:40700:15:36
Hlynur Þorsteinsson01:01:5100:30:2602:40:5704:13:14800:20:10
David J. Robertson01:01:5100:32:5402:42:1304:16:58900:23:54
Sigurgeir Agnarsson01:12:4100:29:5002:34:2904:17:001000:23:56
Kristján Bjarnason01:01:4900:34:1102:47:1304:23:131100:30:09
Vilberg F. Ólafsson01:03:4800:35:2602:50:5504:30:091200:37:05
Andri Egilsson01:12:4100:40:2602:47:1304:40:201300:47:16
Haukur Eggertsson01:12:4100:40:2602:50:5104:43:581400:50:54
Rúnar Karl Elfarsson01:07:4100:29:1103:08:1404:45:061500:52:02
Remi Spilliaert01:12:4100:40:2603:00:4204:53:491601:00:45
Davíð Þór Sigurðsson01:01:4200:40:2603:13:1404:55:211701:02:17
Einar Guðsteinsson01:03:4700:40:2603:13:1404:57:271801:04:23
Örn Sigurðsson01:03:4900:40:2603:13:1404:57:291901:04:25
       
KeppendurDagur 1Dagur 2Dagur 3SamtalsSæti 
Bryndís Þorsteinsdóttir00:41:3100:39:21,6101:36:42,0002:57:351 

Heiðmerkuráskorunin
Næstkomandi fimmtudag verður Heiðmerkuráskorunin.

Þetta er 24 km löng keppni á fjallahjólum þar sem skipt er upp í aldursflokka og getuflokka.
Hinn þrælskemmtilegi B flokkur sem er fyrir keppendur sem ekki taka almennt þátt í hjólreiðamótum verður til boða og er hringurinn þá 12 km.

Ég hvet alla til að koma og taka þátt og prófa að taka þátt í móti eða að fylgja eftir Bláalónsþrautinni hafi þeir tekið þátt. Upplýsingar um mótið er að finna á www.hfr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband