Ég heyrði því fleigt um daginn að það stæði til að fara að selja inná bílastæðin við Háskóla Íslands. Það hafi verið gerð könnun innan skólans um hvort fólk væri tilbúið að "kaupa" stæði við skólann.
En þarf þá ekki að fara að gera ráð fyrir góðri yfirbyggðri aðstöðu fyrir reiðhjól við skólann, sturtum og skiptiklefum, jafnvel fataskápum svo hægt sé að koma á hjóli allt árið. Eða er bara hugsað til þess að fólk komi með strætó ?
Er þetta ekki þróun í rétta átt til að draga úr bílaumferð.
Einnig gæti verið sniðugt að fyrirtæki fari að borga starfsmönnum sínum fyrir að koma EKKI á bílum til vinnu. Með því myndi sparast við bílastæði fyrirtækisins og verðmæt landareign gæti nýst betur. Þetta er orðið nokkuð algengt í útlöndum og þekkist orðið hér heima og er talið að 25% starfsmanna velji aðra samgöngumáta fái þeir smá í veskið fyrir að koma ekki á bílnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.6.2008 | 23:51 (breytt kl. 23:51) | Facebook
Athugasemdir
Það þarf ekki yfirbyggð hjólastæði, meðan það er frítt í Strætó fyrir námsmenn
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:08
Þarf þá nokkuð bílastæði heldur.
Aðalmálið er að leyfa fólki að eiga val. Ef allir námsmenn myndu ætla með strætó í skólann á morgnana held ég að strætókerfið myndi fljótt springa. Þessvegna er um að gera að gefa fólki kost á heilnæmum samgöngum sem gefa gott innslag í daginn..
Vilberg Helgason, 25.6.2008 kl. 00:17
Strætó. bs mundi bara bæta við vögnum. Þeir gátu það árin sem ég var í skóla og þjóðfélagið er mörgum þúsund prósentum ríkara núna en þá. svo sparast bílastæði og slit á götum. Og innkaup á bensíni.
Mínusinn er að ríkissjóður fær þá ekki eins mikla peninga í kassann af sólu á eldsneyti.
En hann er laginn að finna aðrar matarholur sér til framdráttar, svo ég óttast ekki um að þeim verði sagt upp vinnunni þar á bæ.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.