Hjólreiðakeppni í Heiðmörk og ferð Fjallahjólaklúbbsins um vesturland
Heiðmerkuráskorunin á Fjallahjólum 26. júní, klukkan 20
Í kvöld fer fram Heiðmerkuráskorunin á fjallahjólum. Keppnin er haldin í samvinnu Hjólreiðafélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þetta er stórskemmtileg keppni sem fer fram á möl og stígum heiðmarkar. Keppnin er bæði skemmtileg að keppa í og að horfa á.
Það sem gerir þessa keppni áhugaverða fyrir alla er að það er að það er sér flokkur fyrir þá sem eru að hefja keppni á hjólreiðum eða langar bara til að prófa. Hringurinn sem byrjendur hjóla er 12 km og er tilvalinn fyrir þá sem langar að stíga sín fyrstu skref í keppni. Svo hjóla reyndari keppnismenn 24 km eða 2 hringi af sömu leið. Sérstakir Unglingaflokkar eru einnig og að sjálfsögðu er öllum flokkum skipt eftir kyni.
Ennþá er hægt að skrá sig til þáttöku þó það sé reyndar bara á staðnum og ef maður vill ekki keppa þá er tilvalið að fara á staðinn og sjá svona keppni í aksjón.
Allar upplýsingar um leiðina á staðinn og keppnina sjálfa er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is og svo veitir keppnisstjórinn Þorsteinn upplýsingar í síma 869 2454
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn í hjólreiðaferð um Vesturland 27. til 29 júní.
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn ætlar að hittast við N1 á Ártúnshöfða klukkan 19 á föstudagskvöld og bruna vestur í land eða á Hálsaból í Grundarfirði. Þar verða settar upp tjaldbúðir og svo verður hjólaðar miðnæturhjólreiðar um Snæfellsnes.
Þetta er ferð sem er kjörið að skella sér í og hvort sem þið ætlið að fara eða viljið fræðast um svona ferðir, ferðatilhögun og hvað þarf til að komast í svona ferð þá er opið hús í Klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins í kvöld fimmtudag frá 20 - 21:30 þar sem Fjölnir, einn af sérfræðingum klúbbisins mun fara yfir ferðaáætlun, flutning á hjólum og fleira. Hægt er að fá frekari upplýsingar á heimasíðu Fjallahjólaklúbbsins www.ifhk.is hjá Fjölni í síma 840-3399
Flokkur: Dægurmál | 26.6.2008 | 15:50 (breytt kl. 18:08) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.