Mengun þess opinbera

Þetta er gott framtak og sparar örugglega tíma þeirra sem bíða slasaðir einhvernstaðar að fá fyrstu hjálp.

london-bicycle-ambulance-imageEn er ekki komin tími til að við tökum einnig upp grænni kosti fyrir slökkviliðið á Íslandi. Það er allaveg á hreinu að það eru hörku hjólreiðajaxlar innan slökkviliðsins sem hjóluðu lengstu mögulegu leið yfir Ísland í fyrra.

En í London, Manchester og fleiri stöðum eru reiðhjól búin fyrstu hjálp og þjálfuðum mannskap útúm allt þegar mannfjöldi safnast saman. Þetta er gert af tveimur ástæðum þarna úti. Í fyrsta lagi eru reiðhjól snör í snúningum í mannnfjölda og svo eru þeir alltaf að keppast við að lækka útblástur ríkisins og er þetta eitt af því sem þeir telja til.

Þegar ég fór á leik á Old Trafford fyrir ekki svo löngu sá ég allavega 5 svona hjól frá lestarstöðinni að Old Trafford sem er sæmilegur gangur. Þetta var aðdáðunarvert og eftir að ég las hvað bjó að baki var ég enn spenntari fyrir þessum möguleika.

Lögreglan hefur sést á reiðhjólum hérna á Íslandi í Nauthólsvík og finnst mér það frábært og ætti að fjölga þessum hjólum og gera lögregluna sýnilegri í miðbænum á reiðhjólum. Bara það eitt væri fordæmisgefandi fyrir grænni umferð á Íslandi. Og svo eru lögreglumenn í miðbænum einnig fljótir í förum og 2-4 hjól í miðbænum myndu virkilega ná mikilli og sýnilegri yfirferð.

Einnig finnst mér framtak Reykjavíkurborgar með "Borgarhjólin" sín sem ætlast er til að starfsmenn noti í styttri ferðir og eru víst ágætlega nýtt.

Það er bara málið að halda áfram með þessa þróun því hún er enn rétt á byrjunarreit á Íslandi en hvert skref sem tekið er veit á gott.  


mbl.is Slökkviliðsmenn á vélhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband