Núna þegar Önnur dagleið hefst eftir nokkrar klukkustundir eða korter yfir 11 þann 6. júlí er ekki úr vegi að skoða aðeins hvað stendur til boða í annarri dagleiðinni.
Eins og í gær munu brekkur jafnt upp sem niður einkenna leiðina í dag sem er skemmtileg að því leiti að hún liggur frá Auray sem stendur við Atlantshafið og beint upp í gegnum Frakkland til Saint - Brieuc sem er við Ermasundið. Leiðin inniheldur nokkrar brekkur eins og sjá má á kortinu, en þær eru merktar með númerum sem útskýra erfiðleikastig þeirra.
Brekkur í flokki 3 eins og sjá má á þverskurðinum hér að neðan þá eru brekkurnar 150 - 500 metra hækkun og í flokki 4 er hækkunin 70 - 150 metrar.
Það er ekki ólíklegt að sprettar eigi góðan möguleika í þessari leið eins og í gær og ekki ólíklegt að röðin gæti orðið svipuð eftir daginn. Það er allavega nokkuð víst að enginn mun stinga af og sigra með einhverjum yfirburðum á þessari 164,5 kílómetra leið.
Svo vil ég minna á að hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær í betri upplausn.
Fyrir þá sem ekki sáu fyrstu dagleiðina í gær þá er hérna smá myndband af æsispennandi lokamínútum dagleiðarinnar. Takið eftir hvað allir eru að tímasetja sprettina sína vitlaust þangað til Valverde kemur á hárréttum tíma þegar hver á fætur öðrum er búin að keyra sig út í von um sigur og klárar þetta snilldarvel. Fyrir neðan myndbandið er svo öll tölfræði eftir fyrsta daginn.
Staðan í öllum hlutum mótsins fyrir aðra dagleið
Ég vil samt benda fólki á að skoða seinasta pistil sem er um liðin í keppninni og hvernig maður þekkir þau frá hinum og smá upplýsingar um hvert og eitt.
Röð fyrstu manna í mark á fyrstu dagleið
Nafn | Þjóð | Lið | Tími |
Alejandro VALVERDE | Spá | GCE | 04:36:07 |
Philippe GILBERT | Bel | FDJ | +00:00:01 |
Jérôme PINEAU | Fra | BTL | +00:00:01 |
Kim KIRCHEN | Lux | THR | +00:00:01 |
Riccardo RICCO | Íta | SDV | +00:00:01 |
Cadel EVANS | Ást | SIL | +00:00:01 |
Frank SCHLECK | Lux | CSC | +00:00:01 |
Filippo POZZATO | Íta | LIQ | +00:00:01 |
Oscar FREIRE | Spá | RAB | +00:00:01 |
Oscar PEREIRO SIO | Spá | GCE | +00:00:01 |
Heildarstig fyrir aðra dagleið dagleið (græn treyja)
Nafn | Þjóð | Lið | Stig |
Alejandro VALVERDE | Spá | GCE | 35 |
Philippe GILBERT | Bel | FDJ | 30 |
Jérôme PINEAU | Fra | BTL | 26 |
Kim KIRCHEN | Lux | THR | 24 |
Riccardo RICCO | Íta | SDV | 22 |
Cadel EVANS | Ást | SIL | 20 |
Frank SCHLECK | Lux | CSC | 19 |
Geoffroy LEQUATRE | Fra | AGR | 18 |
Filippo POZZATO | Íta | LIQ | 18 |
Oscar FREIRE | Spá | RAB | 17 |
Klifurmeistarinn (Doppótta treyjan)
Nafn | Þjóð | Lið | Stig |
Thomas VOECKLER | Fra | BTL | 8 |
Björn SCHRÖDER | Þýs | MRM | 8 |
David DE LA FUENTE | Spá | SDV | 4 |
Lilian JEGOU | Fra | FDJ | 3 |
Geoffroy LEQUATRE | Fra | AGR | 1 |
Og svo staðan í liðakeppninni og bil á milli manna. Takið eftir að kóðinn fyrir liðin er sá sami og merkt er í lið í öllum úrslitum hér að ofan svo hægt sé að tengja lið við kóða.
Staða | Kóði | Lið | Bil |
1 | GCE | CAISSE DEPARGNE | 00'' |
2 | CSC | TEAM CSC SAXO BANK | +7 |
3 | THR | TEAM COLUMBIA | +7 |
4 | TSL | GARMIN CHIPOTLE | +7 |
5 | QST | QUICK STEP | +7 |
6 | LIQ | LIQUIGAS | +7 |
7 | EUS | EUSKALTEL - EUSKADI | +13 |
8 | SDV | SAUNIER DUVAL - SCOTT | +20'' |
9 | C.A | CREDIT AGRICOLE | +24'' |
10 | LAM | LAMPRE | +24'' |
11 | GST | GEROLSTEINER | +24'' |
12 | ALM | AG2R-LA MONDIALE | +24'' |
13 | RAB | RABOBANK | +26'' |
14 | MRM | TEAM MILRAM | +43'' |
15 | COF | COFIDIS CREDIT PAR TELEPHONE | +48'' |
16 | AGR | AGRITUBEL | +1,07 mín |
17 | SIL | SILENCE - LOTTO | +1,08 min |
18 | BAR | BARLOWORLD | +1,09 min |
19 | FDJ | FRANCAISE DES JEUX | +1,12 min |
20 | BTL | BOUYGUES TELECOM | +1,52 min |
Flokkur: Íþróttir | 6.7.2008 | 00:40 (breytt kl. 13:41) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.