Norðmaðurinn Thor Hushovd sigraði 2. dagleið Frakklandshjólreiðanna með örfáum sekúndubrotum en allnokkrir keppendur komu inn á sömu sekúndunni.
Keppnin var skemmtileg og spennandi í dag og svo virtist sem þeir Sylvain Chavanel (Cofidis) og Thormas Voeckler (Bouygues) hafi ætlað sér stóra hluti því þeir stungu fljótlega hópinn af og náðu mest 3 mín og 36 sekúndum í forskot á hópinn.
Þeir fengu þó ekki að halda því forskoti einir því þegar 60 km voru eftir af 164,5 km þá voru liðsfélagarnir í Agritubel, þeir Christtophe Moreau og David LeLay búnir að ná þeim. Munurinn í hópin var þó ennþá 2mín og 55 sek og átti eftir að minnka hægt og róglega.
Hérna er smá tafla yfir muninn eftir því sem kílómetrunum fækkaði
60km eftir - 2:55 í forskot á hópinn
45km eftir - 2:32 í forskot á hópinn
30km eftir - 1:30 í forskot á hópinn
15km eftir - 1:00 í forskot á hópinn
10km eftir - 0:43 í forskot á hópinn
05km eftir - 0:30 í forskot á hópinn
03km eftir - 0:20 í forskot á hópinn
2,7km eftir - 0:08 í forskot á hópinn
Þá tók Sylvian Chavanel sig til og sprettaði af stað og náði mest 12 sekúndna forskoti en hópurinn náði honum svo þegar um 1 km af eftir og kom þéttur hópur í mark á sömu sekúndunni og fagnaði Thor Hushovd ekki einu sinni því hann var ekki viss hvort hann hafi unnið strax í upphafi enda komu margir til greina.
Þessi dagleið var gott dæmi um hversu hættuleg taktík það getur verið að slíta sig frá hópnum snemma og ætla að leiða alla dagleiðina. Þegar 2-4 eru saman í hóp þá vinna þeir saman og skiptast á að vera fremstir til þess að kljúfa vindinn fyrir hina og tryggja oft þannig að halda forskoti. En þegar hópurinn á eftir sem samanstendur af fjölmörgum hjólreiðagörpum getur skipt um fremsta mann oftar og þá eiga menn meira eftir þegar kemur að lokum keppninnar.
Hjólreiðar eru nefnilega ekkert ólíkar því þegar við sjáum farfuglana skiptast á að vera fremstir til að taka hörðustu mótstöðuna á sig og það reynir á að vera fremstur.
En fyrir vikið var dagurinn spennandi og skemmtilegur því spurningin var alltaf hvort þeir myndu halda þetta út þarna fremstir.
Gula treyjan er þó ennþá í höndum Alejandro Valverde (Caisse D' Epargne) þar sem hann kom þétt á eftir fremstu mönnum í mark og vann með meiri yfirburðum í gær. En samanlagður tími úr öllum dagleiðum ræður hver klæðist gulu treyjunni. En sigurvegarinn í dag Thor Hushovd verður að láta sér nægja 12 sætið í heildarkeppninni 7 sekúndum á eftir Valverde.
Athugasemdir
En Thor Hushovd er í þriðja sætinu í keppni um grænu treyjuna ?
í "Thor" de France :-)
Þegar Norðurlandabúi gerir það gott í stórri íþrótt, mundi ég halda að ástæða væri fyrir því að nefna það í fjölmiðlum. En nei, það er sjaldan.
Með umfjöllun um hjólreiðakeppnir sérstaklega, finnst mér bætast við nokkrar ástæður til umfjöllunar. A) Umhverfisvænn og heilnæm íþrótt miðað við ansi margt annað, ekki síst formúlunni, og önnur vélsport. B) Tengist, að vísu óbeint, grænni og heilbrigðari lifnaðarhætti, sem sagt hjólreiðar til samgangna C) Jákvæð með því að sýna getu mannslíkamans (180 km á dag - í keppni dag eftir dag ) D) Það er ágætt að sýna smá fjölbreytileiki í efnisvali. Sumar íþróttir virðist hafa fengið samtals 90% af allri íþróttaumfjöllun undanfarið, og ekki alltaf umfjöllun sem stuðli við heilbrigða hreyfingu og góð gildi. Mætti ekki lækka umfjöllun um boltaíþróttir og vélknúna "íþrótt" niður í 70%, í almennum miðlum ?
Tvennt talar að vísu á móti umfjöllun um t.d. Tour de France í íslenskum miðlum :
Já og mögulega ekki síst : það eru ekki nægar peningar í hjólasportinu, og enginn aðili hér á landi sem tengist auglýsendur ( ? )
Síðasta nýtt : Moggin fjallar um þetta eftir allt saman.
http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2008/07/06/nordmadur_fyrstur_i_mark_i_odrum_afanga_frakklandsh/
Morten Lange, 6.7.2008 kl. 22:52
Thor de France... ánægður með þetta. Já ég er sammála að íþróttir með norðurlandabúum eiga að fá meiri athygli í fjölmiðlum. Það eina sem virkilega komst í fréttir í fyrra var þegar norðurlandabúinn Mickael Rassmusen var rekin úr Rabobank.Ekki sérstaklega árangur hans þangað til en hann var að vinna þangað til á 16. dagleið.
Þetta var frábært í dag og Thor kom mér skemmtilega á óvart því ég var ekki búin að finna mér neitt lið né keppanda sem ég ætlaði að halda með. (var búin að ákveða Barloworld en þeir skiptu úr Cannondale yfir í Biachi reiðhjól og ég gat ekki liðið það.)
Ríkissjónvarpið birti ágætis frétt um þetta í dag og frekar langa og Valtýr Björn fór ágætlega með flutning sinn á greininni og gaman að sjá að frétt Mbl um keppnina var sú þriðja, 2 í gær og 1 í dag. En þeir byggja greinarnar á fréttum frá Reuters sá ég.
En talandi um peninga í sportinu þá eru því miður litlir peningar í þessu hér á landi en vonandi fer það að batna með auknum hjólaáhuga og vonandi fleiri keppendum. En síðri liðin í keppninni eru að fá 3 - 5 milljón evrur til að reka liðin sín á ári og betri liðin í kringum 7-8. Uppúr stendur svo Cofidis með 10 milljón Evra í "budget"
Og að lokum varðandi lyfjamisnotkun þá voru í ár gerðir samningar við liðin til að reyna að sporna gegn lyfjamisnotkun. Keppendur voru prófaðir af keppnishöldurum og svo tóku liðin að sér að fylgjast með sínum mönnum. Enda held ég að með því að víkja Astana, líklega besta liðinu í heiminum í dag úr keppni fyrir lyfjamisferli í fyrra (samt ekki hjá sigurvegaranum Contador) hafi ákveðin lína verið lögð og liðin hafa meiru að tapa.
Svo finnst mér ekki endilega að það eigi að fordæma íþróttir fyrir að lyfjamisnotkun kemst upp því það þýðir þó að verið sé að fylgjast með er það ekki. Ólíkt NBA, NHL, NFL og MLB þar sem að eftirlit er bara spaug.
Vilberg Helgason, 6.7.2008 kl. 23:21
Voni að þeir ná tökum á lyfjamisnotkuninni. En hér er frétt ( á norsku) þar sem vonin ekki virðist svo björt. Talað er við Dasan sérfræðing sem segir að sumar tegundir af EPO uppgötvast ekki af núverandi lyfjapróf/prófunarferli í TdF.
Morten Lange, 7.7.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.