Konur keppa líka

donnaÁ meðan stærsta og flottasta hjólreiðamót karla fer fram þá láta konur í íþróttinni sitt ekki eftir liggja og keppa í Ítalíuhjólreiðum kvenna (Giro d‘ Italia Donne) Keppnin samanstendur af tímatöku og átta dagleiðum og tekur mótið 9 daga og hjóaðir eru 809,6 km.

Sigurvegari tveggja seinustu ára Edita Pucinkaite mætir til þess að verja titilinn sem kallaður er Maliga Rosa. Það er skemmtilegt frá því að segja að á meðan sá sem leiðir Tour de France klæðist gulu treyjunni klæðist sú sem leiðir Ítalíuhjólreiðar kvenna bleikri treyju.

Það er bara vonandi að munum sjá Íslending hjóla í þessarri keppni eitthvert árið því við eigum alveg ótrúlega efnilega stelpu, Bryndísi Þorsteinsdóttur  sem er aðeins 16 ára og er að sigra mót hvað eftir annað hérna heima.

Keppnin fer eins og áður segjir fram á Ítalíu og stendur frá 5. tll 13. Júlí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband