Hvernig foreldrar og skólakerfið fitar börnin sín

AudunÞað verður samt að gæta varúðar þegar verið er að troða ávöxtum í börn á skólatíma. Ég þekki dæmi þar sem börn hafa borðað ávexti  og grænmeti og fundist þeir góðir þangað til morgunmat krakkanna var breytt úr brauðmeti yfir í skylduávexti í skólanum.

Þetta olli því að barnið sem um ræðir hætti að borða ávexti og bananar, tómatari, kiwi og allt sem barninu fannst veislumatur og borðaði við og við á hverjum degi varð að skyldu og varð því vont. Semsé til þess að börn færu að borða hollt var fjölskyldu sem tekist hafði að ala barnið sitt upp við að ávextir væru herramannsmatur gert erfitt fyrir að láta barnið sitt halda áfram ávaxtaáti heima í skiptum fyrir 1 ávöxt í skyldu á dag í skólanum.

Offita barna liggur heldur ekki bara í mataræði heldur einnig í hreyfingu. Börn eru keyrð í skólann og þeim bannað að fara á hjólum í skólann. Annaðhvort af skólayfirvöldum sjálfum, foreldrum sem eru hrædd um börnin og að hjólunum yrði stolið og svo af samgönguyfirvöldum sem sjá börnunum ekki fyrir öruggum leiðum til og frá skóla.

Það ætti virkilega að breyta þessum áherslum og skylda skóla til þess að útbúa viðunandi geymslusvæði fyrir hjól barnanna sem eru vel sýnilegir frá kennarastofu eða kennslustofum þannig að þeim sé síður stolið og svo á að banna skólum að setja takmarkanir á að börn uppað 10 ára  megi ekki koma á hjóli fyrir þann aldur. Og að lokum á að gera foreldrum erfiðara fyrir að keyra börn sín í skóla með verri aðkomu fyrir bíla að skólum. Þá myndu börn fara að hreyfa sig meira og fyrsta skrefið væri stigið í aðgerðum gegn offitu barna.

Það er alltaf verið að horfa á einhverjar róttækar lausnir á meðan þær einföldustu eru að láta börn öðlast sjálfstæði og koma sér sjálf til og frá skóla, til og frá vinum og í íþróttir og þessháttar sem er innan svæðis. Jafnvel er sniðugt að senda börnin útí búð eftir smáhlutum sem vantar til matargerðar og þessháttar í stað þess að fara það sjálf á bílnum.

 


mbl.is Reynt að sporna við offitu barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég er sammála því að auka þarf sjálfstæði barna.  Og hef verið að hugsa þetta um búðarferðir barna.  Ég hef nú nýverið átt erindi í þessi nýju hverfi sem rísa í og við Reykjavík og þá velti ég því fyrir mér hve langt er í búðir.  Búðir eru svo stórar og fáar í dag að fáir eiga möguleika á því að senda börn fótgangandi eftir einhverju smálegu.

Rósa Harðardóttir, 9.7.2008 kl. 08:24

2 identicon

Ég er sammála um að hreyfing sé góð, hins vegar veit ég að mataræðið er aðalorsök offitunnar. Kolventaátið er ástæðan. Og, svo náttlega hreyfingarleysið ofan á það. En það vitum við sem höfum reynt að hlaupa af okkur spikið, að það eitt og sér nægir ekki. Mikilvægt að auka prótein og grænmetisneyslu, minnka kolvetnaneyslu. :)

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:19

3 identicon

Er sammála þessu öllu og fór oft út í búð fyrir konurnar í blokkinni heima þegar ég var krakki. Man sérstaklega eftir einni. Hún kallaði  alltaf á mig út um gluggann rámri röddu  og bað mig að kaupa fyrir sig einn pakka af Chesterfield. Ég fékk svo krónu fyrir.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég er sammála þér rósa. Það er ekki að verða auðvelt fyrir fólk að senda börnin sín í búð. Tökum bryggjuhverfið sem dæmi og fleiri staði. En samt leynast 10 11 og 1111 búðir víða sem betur fer. En sannarlega sakna ég kaupmannsins á horninu.

Varðandi mataræði og hreyfingu þá trúi ég því að hreyfing sé grunnur að betra lífi. Að börn hreyfi sig stuðlar að sterkara æða og hjartakerfi og styrkir vöðva og liðamót. Sjálfur hjólaði ég af mér spikið og hugsaði það í upphafi ekki þannig að markmiðið væri að verða grannur og spengilegur heldur las ég grein fyrir sem kveikti í mér. Þar stóð að feitur einstaklingur sem stundar hreyfingu er líklegri til að lifa lengur en grannur einstaklingur sem stundar  kyrrsetu. 

Með þetta að leiðarljósi leitaði ég mér upp íþrótt sem myndi ekki ofbjóða líkamanum og hægt væri að stjórna á fullkominn hátt áreynslu og álag á liðamót sem verða oft aum af því að vera of þungur. Ég fann hjólreiðar. Það er eina íþróttin sem 150 kg maður getur lagt af stað og hjólað á þeim hraða sem hann vill og þarf ekki alltaf að vera að stoppa til að ná upp smá vöðvaorku og losna við mæði. Þetta er sama ástæða og að þú sérð sjötugar konur með innkaupakörfu á hjólinu á fleygiferð eftir stígum borgarinnar en þú sérð örfáar skokkandi að sama skapi.

Að fá börn til að hreyfa sig og koma þeim í vana að hreyfa sig er það sem telur útí lífið.  Mataræði barna er sjaldnast þeim sjálfum að kenna heldur stressi foreldra sem setja þá ábyrgð á börn að þurfa sjálf að fá sér að borða þegar heim kemur úr skóla og til að tryggja að þau fái sér örugglega eru það kleinuhringir og snúðar sem bíða þeirra. Og í kvöldmat er svo pizza eða makk dónalds. Kolvetnisbombur.

Þetta verður ekki lagað með því að láta börn borða ávexti sem skyldu í skóla. 

En eins og ég segi. Fáum börn til að hreyfa sig og gerum þau sjálfstæðari. Sjálfstæð börn eru líklegri til þess að huga að heilsu sinni heldur en þau sem eru það ekki. Svo ætti skólakerfið kannski að útskýra á jákvæðan og heilbrigðan hátt heilsusamlegt líferni með hvata í stað boða og banna.

Vilberg Helgason, 9.7.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Svo annað:

Í breskum skóla var gerð smá tilraun sem var framkvæmd svona.

Krökkum voru gefnar rúsínur og ananas og einn ávöxtur í viðbót sem ég man ekki hver var einn daginn í skólanum. Börnin voru látin segja hvað þeim þætti best og niðurstaðan var að rúsínur og ananas væri jafn gott en þriðji ávöxturinn var síðri þannig að hann fékk ekki að vera með í tilrauninni.

Síðan var það gert þannig að krakkarnir máttu fá sér Ananas allann dagin þegar þau vildu en rússínurnar mátti bara borða á einhverjum einum tíma yfir daginn. 

Eftir aðeins 2 daga af tilrauninni var það þannig að krakkarnir slógust um rússínurnar en höfðu engan áhuga á ananasnum lengur. Ástandið varð það slæmt að krakkarnir tóku sér munnfylli og tróðu í sig af græðgi þegar rúsínurnar voru í boði.

Eftir viku var könnunin gerð aftur. Þá svöruðu öll börnin nema 1 að rúsínur væri betri en ananas.

Þetta er nákvæmnlega það sem á að gera til þess að fá börn til að borða ávexti. Ekki neyða þau til að borða þá heldur finna einhverja hvetjandi leið til þess að þau borði þá.

Þetta má uppfæra í skólana og á heimilin. Hafa 2 ávexti í boði og hafa annan "spari" og þá verður Spariávöxturinn spennandi og þar með eru börn byrjuð að borða ávexti. Þetta þarf ekki að vera flókið.

Vilberg Helgason, 9.7.2008 kl. 12:54

6 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hef svo sannarlega sömu sögu að segja eftir að 4 ára sonur minn var "neyddur" til að borða ávexti eingöngu á leikvelli borgarinnar.  Það mátti sumsé ekki koma með smurt brauð og mjólk að heiman.  Nei, bara einn ávöxt.  Þeir voru svo allir skornir niður og börnin fengu sér ávaxtasalat á hverjum degi.  Fínt, gott og blessað.  En hentar engan veginn börnum sem eru búin að hreyfa sig í tvo tíma úti við og eru orðin sársvöng. 

Hann sjálfur var arfafúll með þetta, að fá bara ávexti en ekki mjólk og brauð eins og leikskólinn bauð upp á.  Og afraksturinn.  Jú, hann vill ekki sjá ávexti.  Tengir þá bara svengd og harðindum.

Þessar reglur hafa sjálfsagt verið settar af starfsfólkinu, vegna þess hve það er erfitt þegar eitt barnið er með samloku með osti og gúrku og mjólk til að skola henni niður, en næsta barn með pizzusnúð og kókómjólk.

Þá er líka hægt að tækla þegar barn kemur án nestis, en ávextirnir eru skornir niður í sameiginlega skál sem allir fá sér af.

 Mér hefði samt fundist í lagi að leyfa samlokur, grænmeti, ávexti, vatn og mjólk.  Eða bara auka gjaldið upp í 3-400 kall og hafa nesti innifalið.  Allir glaðir.

Hjóla-Hrönn, 11.7.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband