Sá þriðji í gulu treyjunni í ár

shcumacker.jpg

CHOLET, France: Stefan Schumacher came to the Tour de France with goals similar to those of many other riders: "A stage win and a day wearing the yellow jersey would be fine," the German, who rides for the Gerolsteiner team, said this year.

Stefan Schumacher kom eins og margir aðrir keppendur á Tour de France með það að markmiki að ná allavega að vinna eina dagleið og draumurinn væri að ná að komast aðeins í gulu treyjuna.

Í dag náði hann öðru markmiði sínu og sigraði tímatökuna með 18 sekúndum betri tíma en næsti maður og á morgun rætist svo draumur hans sem er að klæðast gulu treyjunni á 232 km langri dagleið á sléttlendinu frá Cholet til Chateauroux.

Schumacher ætti að vera í góðum málum á morgun því sérgrein hans hefur einmitt verið mjög langar dagleiðir í keppnum en ekki margir áttu von á því að hann myndi koma fyrstur úr tímatökunni.

Annar í tímatökunni var svo Kim Kirchen sem margir spáðu sigri í dag og svo kom David Millar.

Cadel Evans sem spáð var sigri í keppninni í heild hefur ekki en náð að koma með allra fremstu mönnum í mark og var einungis fjórði í dag 27 sekúndum á eftir Schumacher og Cancarella sem var einnig spáð sigri í dag varð fimmti meira en hálfri mínútu á eftir fyrsta manni.

Sigurinn í dag setur Shumacher 12 sekúndum á undan bæði Kirchen og Millar í heildarkeppninni og 21 sekúndu á undan Evans sem hefur haldið sig rétt fyrir aftan fremstu menn frá upphafi.

En í dag komu fram sögur um að sigurvegari fyrstu dagleiðar ???? hafi viljandi tapað gulu treyjunni í gær því hún þótti setja of mikla pressu á hann og liðið hans. Á sama tíma eru einnig tilgátur um að Cadel Evans sé viljandi að halda sig rétt fyrir aftan fremstu menn alltaf til þess að halda af sér pressu og vonandi gleymast í öllu umstanginu í kringum keppnina og koma svo sterkur inn á seinustu dagleiðunum og tryggja sér sigurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband