Sektir eru því miður það eina sem duga

Ég hef hjólað þónokkuð í vesturbænum og á nokkuð auðvelt með það enda hjóla ég oftar á götunni en ekki. En þegar ég hjóla með 6 ára guttann minn þá horfir svolítið öðruvísi við og við veljum að halda okkur mest á gangstéttinni.

Af öllum hlutum bæjarins þá hefur mér þótt mest áberandi að bílum sé lagt á gangstéttum í vesturbænum, miðbænum og þingholtunum. Enda oft um þröngar götur og ílla skipulagðar að ræða. Það réttlætir samt ekki að bílstjórar velji að vera með bílinn sinn uppi á gangstétt.

Sumir eru þó tillitssamari en aðrir og leggja alveg uppá gangstéttinni og taka hana alla og trufla þar með ekki neinn sem þarf að nota götuna, þeas bíla og strætó. Ég heyrði það utan af mér einu sinni að það væri eiginlega "ókeypis" að leggja hvar sem er nema í strætóleiðum því þá loks mætti löggan og sektaði eða jafnvel léti draga bílinn í burtu, en þó bara ef för strætó væri að tefjast af þessum ástæðum.

En þessir bílanotendur sem eru tillitssamir við aðra bílanotendur og leggja uppi á gangstétt eru í raun stórhættulegir annarri umferð. Börn á leið til skóla þurfa að fara útá götu til að komast framhjá þeim, eldriborgarar á rafskutlum komast ekki beint yfir grasbala og kantsteina til að komast framhjá og það sama gildir um barnavagna, reiðhjól og í raun alla samgöngumáta sem tíðkast að nýti sér gangstéttir.

Ég kallaði eftir því á blogginu mínu í vor að lögreglan færi að sekta fyrir þetta athæfi og hringi oft í lögregluna þegar þetta fer í taugarnar á mér  en það dróst ekkert úr þessu í sumar og þessir bílar sem voru á gangstéttunum voru þar oft næst þegar ég kom líka þó nokkrir dagar væru í milli.

Ég vona bara að þetta sé upphafið af því að farið verði að taka á þessu af einhverri festu og menn sektaðir miskunarlaust fyrir þessi brot.

Frábært framtak hjá löggunni og ég ætla að knúsa næsta lögregluþjón þegar ég sé hann.


mbl.is 40 bílar á gangstéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með þér að mestu, Vilerg.  

En  hví ekki fara að rukka fyrir öll stæðin.  Það er ekki eins og það að vera með stæði kosti ekki neitt.  Verkfræðistofan Mannvit skýtur á að hvert stæði hjá skrifstofum sínum, kosti um 20.000 á mánuði.  Og þá er ekki miðað við lóðaverð í miðborginni, eða þeim hverfum sem þú nefnir, heldur á stöðum, eins og við Skeifu og Ármúla þar sem þetta er sennilega ódýrari.  Aðrir hafa nefnt tölur eins og að hvert bílastæði kosti í raun nokkrar miljónir.  Um tíundipart af þriggja herbergja  íbúð á höfuðborgarsvæðinu ?

Samkvæmt markaðsfræðinni ( og við lífum í þannig hagkerfi ) á verðið að hækka ef eftirspurn er meiri en framboð.  Með hærri verð, minnki eftirspurn og samkepnin við aðra kosti verði virk. 

Þegar Mannvit og Fjölbraut í Ármúla fóru að styrkja líka þá sem ekki nota bílastæðin, voru strax slatta af starfsmönnum til í að hjóla, ganga nota strætó eða vera samferða, til þess að fá frekar pening ( eða strætókort) í stað þess að fá gjaldfrjálst bílastæði.   Þetta sýnir að hægt sé að hreyfa við samkeppnishæfni samgöngumáta með frekar einföldum hætti. Reyndar þá eru báðir vinnustaðirnir líka tilbúnir að aðstoða fólk ef það þarf að nota bíl : þá stendur leigubíll eða fyrirtækjabíl til boða. 

Þett veist þú reyndar allt um, en kannski ekki allir lesendur þínir :-)

Tak enn og aftur fyri flott blogg, kæri bloggvinur :-)  

Morten Lange, 30.9.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Akkúrat Morten... Það er talið að hvert stæði kosti um milljón í starti. Þá er eflaust talinn kostnaður við lóð, undirlag og malbik. Og ég efast ekki um að merkingar, snjómokstur , lýsing, aðkeyrsla og hreinsun sé talinmeð.

Þannigað 20.000 á stæði hlýtur að vera til eitthvað fárra ára í þessum útreikningum en kannski raunhæft,því miður hef ég ekki nægilegt vit á þessu en miðað við hvað hver meter af götu kostar þá er kostnaður örugglega meiri, fer eftir hversu langs tíma sé litið.

Ég var samt að hugsa Morten, að hugsaðu þér hversu mikil samgöngubót það væri fyrir aðra en bílaeigendur ef löggan færi að hrekja bíla af gangstéttum. þetta er í raunvirkilega stórt dæmi í samgöngusambærni annarra samgönguleiða ámóti bílum.

Mér þætti allavega gaman að sjá hversu lengi hjólið mitt féngi að standa útá miðri götu án þess að vera fjarlægt eða að ég fengi athugasemd frá lögreglu ef ég setti nafn mitt og símanúmer á það.

En þakka gott comment Morten og fyrir hrósið, við verðum í sambandi

Vilberg Helgason, 30.9.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband