Hvað þarf til að lögreglan finni eiganda þýfis

Sá á DV áðan að þeir voru að auglýsa eftir eiganda einhverrar motorcross skellinöðru.  sjá hér 

Í fyrrahaust var hjóli stolið sem kostaði þá 550 þúsund en miðað við gengi þá og er það klárlega yfir 800.000 kr virði í verslun í dag.

Eigandinn fór til lögreglu, auglýsti og bauð fundarlaun og hjólið skilaði sér aldrei. Ef 300.000 kr bíl væri stolið væri það forsíðufrétt á mbl og vísi um einhverja stund.

Ef lögreglan finnur óskráð mótorcrosshjól eða hest á víðavangi hvað gera þeir með hann.. Ég man ekki eftir uppboði á hestum eða mótorhjólum. Af hverju eru reiðhjól öðruvísi og ekkert gert til að hafa upp á eigendum þeirra ?. Væri ekki ráðlegt að tryggingarfélögin sem þurfa eflaust að borga tugi milljóna vegna reiðhjólaþjófnaða myndu gera eitthvað í því.

væri til dæmis ekki ráðlegt að setja upp síðu þar sem öll stolin hjól ásamt raðnúmeri væru birt og menn gætu komið með kvittanir eða einhverja sönnun fyrir kaupum á hjólunum og fengið þau aftur.

Það er því miður oft þannig að fólk kaupir sér hjól á 50.000 kall og kaupir svo ljós, skerma, bögglabera og töskur á hjólið og það er orðið 100.000 kr virði en tryggingar eru bara fyrir grunnvirðinu og menn tapa gífurlega.

Það er náttúrulega þannig að starfsmannasjóður lögreglunnar fær allar tekjur af uppboði stolinna hjóla sem er ekki heppilegt þó ég sé ekki að segja að lögreglan dragi lappirnar vegna þess. Ég myndi vilja sjá einhvern metnað í að finna eigendur stolinna hjóla og vildi sjá samvinnu lögreglu og tryggingarfélaga til þess.

En vonandi finnst eigandi þessa krossara sem fannst en gaman væri að sjá þegar dýrari hjól en þessi krossari finnast sambærilegar auglýsingar í fjölmiðlum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hér í Svíþjóð eru menn með vefsíðu þar sem hægt er að leggja upp auglýsingu um að hjólinu þínu hafi verið stolið:

http://stulencykel.blogspot.com/

Magnus Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband