Meiri timi til að rækta fjölskylduna og auka þroska barna

untitled.jpgÉg er undanfarna daga búin að vera á flakki milli Reykjavíkur og Akureyrar vegna vinnu minnar. Á Akureyri verð ég alltaf jafn doffallinn af því að sjá fjölskyldur hjóla saman. Það er alltaf eitthvað við Akureyri og fjölskylduheildina sem ég nýt þess að horfa á. Í Fyrrasumar bloggaði ég um hvað margar fjölskyldur eru saman úti að hjóla saman og njóta þess að vera til alla daga vikunar.

Ég hef aldrei orðið jafn var við þetta í Reykjavík enda kannski búin að vera minni tími til þar sem vinna, ferðalög innanbæjar og fleira setja strik í reikninginn. En núna með hjöðnun á vinnumarkaði og meiri tími hjá fólki sem ætti að nota til að kenna börnunum sínum almennilega umferðarreglur á reiðhjólumhjólum, venja börn á sjálfsstæðann samgöngumáta og hjálpa þeim að þroskast með því að þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér á reiðhjóli.

Með þessu má auka heilsu barna, styrkja fjölskylduheildina og bara að njóta þess að vera til.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Eftir að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn byrjaði með ódýr árskort (12 þúsund kr fyrir foreldra og öll börn þeirra) hélt ég að fjölskyldur myndi nýta tækifærið og fara meira saman í þennan ágæta garð.  Nei, nú kemur fólk keyrandi á jeppunum sínum og kastar krökkunum út við innganginn.  Þau hanga svo í tækjunum lon og don og garga "aftur" þegar tækið stoppar.  Árskortinu fylgir dagspassi í öll tækin.  Ég er ekki með svona árskort, við vorum bara með miða og krakkarnir mínir urðu svekktir "af hverju má hann fara aftur en ekki ég".  Og foreldralausu krökkunum fannst skrítið að sjá þessa stóru mömmu troða sér með í tækin, en ég hef voðalega gaman af tivoli og vatnsrennibrautum, vex held ég aldrei upp úr því.

Ég tók foreldraorlof síðasta sumar, var heima í 3 mánuði og þetta var rosalega skemmtilegt sumar hjá okkur.  Fórum í hjólatúr á hverjum degi, sund og vorum svo bara að dóla okkur heima í garði.  Heppin með veður, stundum finnst mér eins og það sé alltaf rigning á sumrin hér syðra, í endurminningunni vorum við alltaf á stuttermabolum á hjólunum síðasta sumar.

Eitt sem Akureyri hefur fram yfir Reykjavík og það er veðursæld.  Fólk fer meira út með nesti og nýtur þess að vera úti saman þegar veður er gott.

Hjóla-Hrönn, 21.4.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband