Færsluflokkur: Íþróttir
Það er maður í Reykjavík sem byrjaði að hjóla í haust. Þessi maður hafði alla tíð verið þéttur og þreyttur. Hann er vörubílsstjóri og situr allan daginn og keyrir. Hann sagði mér að hann hefði aldrei nennt í ræktina, aldrei getað spilað fótbolta með félögunum eða tekið almennilega þátt í dægradvölum barna sinna sökum þrekleysis.
Þessi maður fékk sér öl flest kvöld og borðaði alltaf með vinnufélögunum á kaffihúsum eða skyndibitastöðum. Hann sagðist vera komin með viðbjóð á lífi sínu og var alltaf að hefja nýtt líf með korti í ræktina, byrja að fara í sund á morgnana eða versla myoplex eða herbalife. Samt gerðist aldrei neitt... Hann átti jú orðið helling af íþróttafatnaði, líkamsræktarkortun og ónýttum sundkortum. Varðandi mataræðið átti hann heilan skáp af skyndilausnum.
Síðan kom gæfan yfir hann. Hann var tekinn fyrir of hraðann akstur og missti prófið í 30 daga. Þar sem konan hans vann hefðbundna vinnu frá 9 - 17 og oft lengur og börnin komin á unglingsaldur var hann með öllu atvinnu og verkefnalaus þessa 30 daga sem hann var próflaus.
Hann hélt fyrstu dagana áfram sínu gamla líferni að mestu, nema hann fór að stela hjóli stráksins síns til að hjóla niður á kaffistofu og hitta kallana í hádeginun. Á aðeins nokkrum dögum fann hann muninn hvað það varð auðveldara að hjóla þessa 5 km og svo fór að hann fór að velja sér hollari mat þar á kaffi stofunni þar sem hann týmdi ekki að skemma þennan árangur sem hann var farin að finna hjá sjálfum sér og eitt leiddi af öðru og á þessum 30 dögum breyttist hann úr lýsingunni hér að ofan yfir í lífsviljaðann og heilsuþenkjandi einstakling.
Þetta var í ágúst og síðan þá hefur hann lést um 25 kg og notar frístundir sínar til uppbyggilegra hluta eins og að fara út að hjóla eða stunda íþróttir með félögunum. Þessi maður hefur verið í reglulegu tölvupóstsambandi við mig síðan hann fékk áhuga á hjólreiðum og ég leiðbeint honum lítillega.
Hann segir að hann hafi öðlast lífsvilja sem hann hafi skort í mörg ár við það eitt að þurfa að hjóla og það sem honum finnst skrítnast er að áður hafði hann aldrei litið á hjólreiðar sem lífsstíl, samgöngumöguleika eða íþrótt.
Hann vildi endilega að ég birti sögu hans og geri ég það hér með.
Batnandi manni er best að lifa og vil ég óska honum til hamingju með þetta.
Íþróttir | 3.12.2008 | 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef það eru 8000 kaloríur í einu kílói af fitu og þá þarf maður einungis að hjóla 200 km á 20-25 km meðalhraða til þess að losa sig við 1 heilt kíló af hreinni fitu.
90 kílóa manneskja sem hjólar 10 km til og 10 km frá vinnu daglega í hverri viku hjólar þar með 100 km á viku og því brennir hún 4000 kaloríum á þeim tíma sem er hálft kíló af hreinni fitu. Ef viðkomandi borðar nokkuð eðlilega og heldur jafnvægi í mataræði og eðlilegri grunnbrennslu sem getur verið frá 1500- 3000 hitaeininga á dag, fer eftir þyngd, aldri og formi. Þá er maður að missa 2 kíló á mánuði bara við það eitt að hjóla í vinnuna og til baka. (hér er hægt að mæla brennslu miðað við þyngd og meðalhraða)
þetta er ekki minni brennsla heldur en hægt er að fá með því að fara í líkamsræktarstöð á bílnum og púla útí eitt og borga 6000 kr á mánuði fyrir það eitt að fá að koma þar inn og stunda æfingar.
Svo má náttúrulega ekki horfa framhjá því að þessi aðili sem hjólar þessa 100 km á viku til og frá vinnu sparar sér allavega 1800 kr á viku í bensíni og eflaust mun meira eftir að kólnaði og því sparnaðurinn 6400 í bensíni og brennslan 2 kíló af fitu... Er hægt að fara fram á meira.
Núna er bara að drífa sig af stað og prófa að hjóla smá.
Íþróttir | 25.10.2008 | 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er einn af þessum sem var alltaf á leið í ræktina. Hafði alveg áhuga á því að fara og lyfta lóðum og styrkja mig aðeins. Ég hafði reyndar gert það reglulega í gegnum tíðina að fara og kaupa mér kort í ræktina, jafnvel binda mig í heilt ár og fá því á kostakjörum árskortið og svo mætt bara fyrsta mánuðinn því ég uppgvöta alltaf hvað mér leiðist að hreyfa mig innanhúss.
Ok ég er ekki alveg að segja satt með innanhúss því það er alltaf gaman að komast í góðann bolta, hvort sem er körfu eða fót í góðra manna hóp. En að vera inni í svita- og eða svitalygtareyða lygt að gera æfingar á sveittum tækjum og handföngum finnst mér aldrei jafn geðslegt og ég sé það fyrir mér áður en ég mæti.
Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór að hjóla, reyndar ætlaði ég upphaflega að byrja að hlaupa úti en það hentaði mér ekki þar sem bæði var ég of þungur og svo var ég með einhverjar hrufur undir vinstri hnéskelinni sem ollu mér alltaf óþægindum.
En ég hljóp samt í nokkra daga. Í upphafi var ég algjörlega þreklaus og þurfti að hlaupa og ganga til skiptis og svo jókst alltaf hversu meiru ég gat hlaupið en sökum hnésins á mér þurfti ég að hætta og gerði ekkert í smá tíma á eftir.
En eftir að hafa ekkert hreyft mig í nokkrar vikur og hafa þyngst lítillega ákvað ég að nú væri komin draumalausnin fyrir mig. Ég hefði jú alltaf haft gaman að því að hjóla en aldrei virkilega litið á hjólreiðar sem íþrótt eða eitthvað sem maður gæti brennt hitaeiningum og komið sér í form við, hjólreiðar höfðu jú alltaf hentað vel til að skreppa útí búð eða sem fjölskyldusport þar sem allir hjóluðu á hraða minnsta fjölskyldumeðlimarins.
Ég fór útí búð og keypti mér ódýrt og sæmilegt reiðhjól, kostaði 25.000 kall ef ég man rétt á haustútsölu og fór af stað. Fyrst hjólaði ég bara lítinn hring og tók alltaf tímann á mér. Síðan fór ég heim og náði í bílinn til að mæla hversu langt ég hjólaði (þar fóru umhverfissjónarmiðin fyrir lítið). En ég hélt áfram og hjólaði alltaf meira og meira og á endanum fór ég að prófa að fara í vinnuna á hjólinu og svo var alltíeinu fyrsti veturinn minn kominn í höfn. Ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að kaupa einhverja dýra og flotta hjólagalla og notaðist bara við þau föt og þá skó sem ég átti og fór ekki einu sinni og fékk mér nagladekk (þó það hefði verið ráðlegra).
Svona fór ég í gegnum fyrsta veturinn minn og allt sem ég hjólaði með var Ipod, hjálmur og ódýrt ljós að framan og aftan og svo sá fatnaður sem ég átti fyrir.
Síðan þarna hefur sú hugmynd að ég þurfi að fá mér kort í líkamsræktarstöð ekki endst lengi í hausnum á mér og ég ekki látið af því verða enda ánægjan við að hjóla úti svo margfalt betri en að vera innanhúss og svo er ég náttúrulega búinn að léttast um alveg ótrúlegan fjölda kílóa og hnéð á mér orðið gott, enda styrkja hjólreiðar liðamót og sinar.
Ætli ég sé ekki búin að spara mér hunduði þúsunda í ónotuðum líkamsræktarkortum með því að hjóla frekar. Kannski hentar þetta ekki öllum en þetta hentaði bæði mér og veskinu mínu.
Íþróttir | 13.10.2008 | 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er búið að vera viðhorf margra undanfarin ár. En hvernig má skýra það ?. Ekki hugmynd hvaðan þetta er komið því í öðrum löndum hjólar fólk sama hver efnahagur þeirra er en ég hef samt svo oft heyrt þetta eða fengið þetta í commentum að "sérvitringar og fátæklingar hjóla".
Er ekki hægt að leggja þetta á sama veg með allt pakkið sem skokkar daglega... Djísus hefur það ekki efni á líkamsræktarkortum og getur hlaupið á einhverjum brettum eins og almennilega efnað fólk. Svo ég noti orð "útrásarelítunnar í bankageiranum" er þá ekki að hlaupa úti "apaskokkleiðin" eins og að fljúga á almennu farrými "aparýmið"
En ég er hvorki fátækur né ríkur né nokkur sem ég hjóla með. Enda eru hjólreiðamenn og þeir sem nota hjólreiðar sem samgöngur eða sér til ánægju eða heilsubótar ekki einhver þjóðfélagshópur, efnahagshópur eða trúarhópur.
Þetta er bara fólk sem hugar ýmist að lengra lífi, betri heilsu, sparnaði, ánægju, hamingju, hugarhreinsun, fitubrennslu, félagsskap, fyrirmyndir fyrri börn, að bæta sig, vera umhvervisvænni, þurfa bara einn bíl, þurfa engan bíl, styrkja æðakerfi, styrkja hjartað, styrkja sinar, styrkja liðamót og bara nefndu það því hjólreiðar eru eitthvað gagnlegasta samgöngu, íþrótta, áhugamál og sparnaðarráð sem hægt er að finna.
Af hverju er fólk að setja hjólreiðamenn í einhverja hópa á Íslandi á meðan í öðrum löndum hjólar bara fólk af því það velur sér það og fær virðingu fyrir.
Er ekki málið að allir fari að hjóla og spara pening, bæta heilsu, og aðallega hafa gaman að.
Það byrja sem dæmi æfingar fyrir alla hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur 23. okt næstkomandi fyrir alla. Ekki bara einhverjar íþróttahetjur, súpergranna eða fólk með gott þrek klukkan 18.15 og alllir geta mætt. Af hverju ekki að mæta og prófa og fá ráðleggingar um hjólreiðar og njóta góðs félagsskapar og eyða áhyggjum dagsins og mæta stoltur af sjálfum sér heim.
Íþróttir | 9.10.2008 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef hjólað þónokkuð í vesturbænum og á nokkuð auðvelt með það enda hjóla ég oftar á götunni en ekki. En þegar ég hjóla með 6 ára guttann minn þá horfir svolítið öðruvísi við og við veljum að halda okkur mest á gangstéttinni.
Af öllum hlutum bæjarins þá hefur mér þótt mest áberandi að bílum sé lagt á gangstéttum í vesturbænum, miðbænum og þingholtunum. Enda oft um þröngar götur og ílla skipulagðar að ræða. Það réttlætir samt ekki að bílstjórar velji að vera með bílinn sinn uppi á gangstétt.
Sumir eru þó tillitssamari en aðrir og leggja alveg uppá gangstéttinni og taka hana alla og trufla þar með ekki neinn sem þarf að nota götuna, þeas bíla og strætó. Ég heyrði það utan af mér einu sinni að það væri eiginlega "ókeypis" að leggja hvar sem er nema í strætóleiðum því þá loks mætti löggan og sektaði eða jafnvel léti draga bílinn í burtu, en þó bara ef för strætó væri að tefjast af þessum ástæðum.
En þessir bílanotendur sem eru tillitssamir við aðra bílanotendur og leggja uppi á gangstétt eru í raun stórhættulegir annarri umferð. Börn á leið til skóla þurfa að fara útá götu til að komast framhjá þeim, eldriborgarar á rafskutlum komast ekki beint yfir grasbala og kantsteina til að komast framhjá og það sama gildir um barnavagna, reiðhjól og í raun alla samgöngumáta sem tíðkast að nýti sér gangstéttir.
Ég kallaði eftir því á blogginu mínu í vor að lögreglan færi að sekta fyrir þetta athæfi og hringi oft í lögregluna þegar þetta fer í taugarnar á mér en það dróst ekkert úr þessu í sumar og þessir bílar sem voru á gangstéttunum voru þar oft næst þegar ég kom líka þó nokkrir dagar væru í milli.
Ég vona bara að þetta sé upphafið af því að farið verði að taka á þessu af einhverri festu og menn sektaðir miskunarlaust fyrir þessi brot.
Frábært framtak hjá löggunni og ég ætla að knúsa næsta lögregluþjón þegar ég sé hann.
40 bílar á gangstéttinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.9.2008 | 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Með þessu nýja og einstaklega vel útfærða korti af höfuðborginni þar sem finna má hjólaleiðir bæði eftir heðbundnu korti og loftmynd af svæðinu ættu allir að geta séð hvaða möguleika þeir hafa til að komast milli tveggja punkta s.s. borgarhluta, hverfa eða innan hverfis auk þess sem þeir sem vilja hjóla sér til heilsubótar geta fundið sér fínan hjólahring.
Það eiga jú næstm allir hjól og því er ekkert annað að gera en prófa að skella sér af stað og hjóla aðeins þó veðrið sé farið að kólna aðeins.
Það er alltaf hægt að klæða af sér rigninguna og rokið og svo eru hjólreiðar hreyfing þannig að maður hjólar sér til hita. Það sem fólk þarf helst að varast þegar það fer að stað í kulda er að eyru, puttar og tær eru það sem helst verða kuldanum að bráð á reiðhjóli og því hentugt að klæða sig eftir því.
En það er samt búið að vera frábært þegar maður er að hjóla að morgni eða síðdegis að sjá hversu mikill fjöldi er farin að hjóla dags daglega og lætur smá vætu og vind ekki trufla sig og kemur ánægt með sig heim á kvöldin við góða heilsu og getur hangið með góðá samvisku yfir sjónvarpinu um kvöldið.
Kortið á netinu má sjá hér
Nýtt kort fæst gefins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 24.9.2008 | 14:38 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna er komið að því að bestu götuhjólreiðamenn landsins leiða saman hjólhesta sína í æsilegustu og skemmtilegustu götuhjólakeppni ársins. Í ár er von á metfjölda áhorfenda þar sem hjólalestir hafa aldrei verið fleiri sem leggja leið sína frá öllum hlutum höfuðborgarsvæðisins að tjörninni til að sjá þennan spennandi viðburð.
Fyrirkomulag keppninnar er þannig að skipt er niður í karla og kvennaflokka og hjóla karlar 15 hringi í kringum tjörnina á meðan konur hjóla 10 hringi. Úrsláttarfyrirkomulag er á keppninni sem virkar þannig að ef fremsti maður fer frammúr keppanda sem kominn er hring á eftir þarf sá sem farið er framúr að víkja úr brautinni næst þegar hann fer yfir ráslínu.
Keppnin er einstaklega hröð og spennandi því beyjur eru krappar og hægt að ná miklum hraða og voru hröðustu keppendur í fyrra á yfir 40 km. meðalhraða í brautinni. Götunum í kringum tjörnina er lokað og fá því keppendur að njóta sín í brautinni og áhorfendur að njóta frábærrar skemmtunar.
Hanna Birna borgarstjóri ræsir keppnina við ráðhúsið klukkan 14:30 á laugardaginn en húsið opnar klukkan 13:00 og skráning fer fram klukkan 13:30. Þáttaka í keppninni er í boði Samgönguviku og þáttaka því ókeypis. Við viljum við hvetja alla götuhjólamenn að taka þátt.
Í Ráðhúsinu verður einstaklega fjölskylduvæn dagskrá og mun leikarinn Felix Bergsson sjá um að stytta fólki stundir auk þess sem færustu Freestyle hjólasnillingar landsins verða með hjólasirkus inní Ráðhúsinu strax að keppni lokinni og fram að verðlaunaafhendingu.
Hér má svo sjá tímasetningar og hvaða hjólalestir leggja af stað sem enda svo á Tjarnarsprettinum eftir að hafa sameinast í Nauthólsvík
11:30 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50 frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30 frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00 frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30 frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00 frá Vesturbæjarlaug
13:45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
Íþróttir | 17.9.2008 | 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er alltaf jafn skelfilegt að heyra þegar menn slasast alvarlega og svo stendur mér enn nær ef um hjólreiðamann er að ræða og því kemur þetta hörmulega slys virkilega við mig. Ég er búin að bíða eftir frekari fréttum af þessu slysi síðan ég frétti af því fyrst.
Ég vona að ég tali fyrir hönd allra hjólreiðamanna þegar ég sendi Gísla baráttukveðjur og ósk um góðann bata.
Ég vil minna á það sem kemur fram í fréttinni hérna á MBL að vinir Gísla hafa opnað söfnunarreikning fyrir þennan fjölskyldumann enda örugglega mikil áreynsla fyrir 4ra barna fjölskyldu að lenda í svona hremmingum.
Reikningur söfnunarinnar er 0565-14-400216 og kennitala Gísla er 180561-7069.
Hlaut alvarlegan mænuskaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.9.2008 | 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er alltaf jafn gaman að áætlaðri umferðaraukningu á Íslandi. Menn eru að byggja vegi, gera mislæg gatnamót og undirbúa allt sem best svo hægt sé að taka við meiri bílaumferð.
Þetta er gert á meðan í öllum nútímaborgum Evrópu er allt gert til að draga úr bílaumferð og þar með mengun og viðhaldskostnaði.
Auðveldustu leiðirnar til að draga úr bílaumferð eru ekki að bæta aðstæðurnar til þess að bíll verði fyrsta val þegar ferðast á á milli tveggja staða.
Á sama tíma og engin fæst til að nota strætó og þeir ætla að stórfækka ferðum sem náttúrulega ýtir undir notkun einkabílsins er verið að fjölga akreinum útum allt.
Væri ekki málið að hugsa 2024 sem árið þar sem lest verður komin til Keflavíkur, Strætó eigi sínar forgangsakreinar sem teknar eru af einkabílnum og verði með tíðari ferðir og almennilegir hjólastígar komnir milli hverfa og sveitafélaga. Þá getum við hætt að hugsa um þessa svifryksmengun, dísilmengun og bensínmengun.
Draga verður úr rykmengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 18.8.2008 | 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ekki komin tími til að athuga hvað maður getur á fjallahjóli með jafningjum sínum. Margir Íslendingar eru farnir að hjóla mikið yfir sumartímann en halda að mót séu bara fyrir stórmeistara eða þrautþjálfaða hjólreiðamenn.
En í ár er í boði nýjung hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem er svokallaður B-hópur
B hópur er hópur þar sem maður er ekki að keppa við Íslandsmeistara eða þrautþjálfaða hjólreiðamenn og því sigurlíkur ágætar eða aðallega að allir geta tekið þátt.
En næstkomandi sunnudag verður mót við Rauðavatn sem er liður í Íslandsmeistaramóti þar sem krakkar á öllum aldri geta tekið þátt og svo allir hjólreiðamenn sem vilja taka þátt. Enda til flokkar fyrir alla, hvort sem um ræðir konur, stelpur karla eða stráka í öllum aldursflokkum.
Ef einhverjum langar að prófa sig með jafningjum þá er þetta rétti tíminn til þess.
Endilega athugið www.hfr.is
Íþróttir | 7.8.2008 | 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)