Færsluflokkur: Íþróttir
Ég sá fyrirspurn á einum af spjallvefjum landsins sem ræða hjólreiðar þar sem útlendingur var að spyrja hvað metið væri að hjóla hringveginn á Íslandi.
Er þetta ekki eitthvað sem vantar að skrá á Íslandi. Fá litlu kaffistofuna til að halda utan um metið eins og litli pöbbinn í bretlandi sem er með nöfn Ermasundsmanna og tímana þeirra. Þetta væri eitthvað sem gaman væri að takast á við næsta sumar að keppa um hringjametið.
Svo er náttúrulega spurning um reglur. Er maður með farangur sjálfur, gistir maður á hóteli, er einhver með allt dótið fyrir mann á bíl eða hverjar eru aðstæður við viðkomandi að hjóla hringinn.
En það væri gaman að fá athugasemdir ef einhver hefur hjólað hringinn eða veit nafn og tíma á þessarri leið svo hægt væri að finna einhvern methafa.
Íþróttir | 23.7.2008 | 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Merkilegar þessar fyrirsagnir alltaf
Samkvæmt fréttinni hjólaði barnið á hjólinu á bílinn sem er svosem satt en. En yfrleitt eins og í fréttum um svona slys þá er fyrirsögnin hjólaði á bíl. Um daginn var fyrirsögn að barn hjólaði á bíl á Akureyri sem var að koma útúr bílastæði á Akureyri en barnið var á gangstétt og bíllinn fór þvert í veg fyrir barnið. Þá var ekki dæmið að bílstjóri ók fyrir barn heldur að barn hjólaði á bíl og þanng er það í öllum slysum hjólreðamanna eða bara almennt þegar börn eða fullorðnir á hjólum verða fyrir eða lenda á bílum
Fyrirsögnn á greininni minn er jafn raunhæf eins og fréttamiðlar notast við þegar fjallað er um slys á hjólreiðamönnum.
Ég spyr hreinlega hver á réttin í svona tilfellum og hver er ábyrgur. Afhverju var bíllinn bara bíll en barnið var manneskja ?. Eru þeir sem keyra bíla súkkat í umferðinni nema þeir keyri á aðra bíla þá alltíeinu geta þeir verið ölvaðir, undiráhrifum efna eða sofnadi. En þegar reðihjól á í hlut þá er helmingurinn BARN/HóLREIÐAMAÐUR og hinn helmingur slyssns er alltaf BÍLL ????? keyra bílar af sjálfu sér en reðhjól þurfa stjórn ?
Alveg ótrúlgt !!!
Margir ökumenn eru mjög uppfullr af því að passa sig á umferð og fylgjast vel með, aðrir keyra eins og skepnur á meðan þeir eiga réttinn og svo eru aðrir sem trúa því að reðhjól ega að vera á gangstéttum og eigi engann rétt og því sé um að gera að refsa þem með því að gera þem erftt á götunum með því að keyra þétt að þem og jafnvel keyra alveg að afturdekkinu og flauta og athuga hvað gerist. Ég hef lent í þessu öllu, þeas öllum refsaðgerðum bílstjóra sem refsa hjólreðiamönnumm.
Samt í þessu tilfelli kemur barn úr göngustíg útá götu sem var ekki auðvelt fyrir bílstjórann að sjá og því litlu við hann að sakast í þessu tilefni og því fyrirsögnin á pistlinum ennþá ósanngjarnari því hún á enganvegin vði þetta tilefni.
En samt truflar mig alltaf að alltaf þegar fjölmiðlar fjalla um hjólreiðaslys þá eru það alltaf BÍLAR sem keyra á fólk og hjólreiðamenn ekki ökumenn ?
En samt er þetta dæmi alveg kjörið um aðstöðuleysi barna á Ísland til að komast til og frá staða. Auðvtað eiga engar gangstéttir að enda óvarðar hjá stórum götum eða bara götum almennt án þess að einhverjar grindur eða eitthvað séu til staðar til þess að hægja á börnum.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að börn fatti að ekki sé hægt að haldr áfram þegar göngustíg líkur á meðan engar almennilegar fræðslur eiga sér stað í skólum um hvernig börn eiga að haga sér á hjólum.
Í Bretlandi fá börn kennslu í skólum um hvernig haga sér þarf á hjólum og þurfa að fá próf á hjólum til þess að verða boðleg í umferðinni.
Einhverjir á Íslaand myndu segja að umferð barna á reiðhjólum á Ísland ættu að vera á göngustígum og gangstéttum sem er gott og gilt en það eru ekki brýr og undirgöng allstaðar og börn þurfa að þvera götur.
Hjólaði á bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 14.7.2008 | 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Merkilegt með þessar vindkviður hvað þær feykja fólki til. Þegar þú ert á reiðhjóli að hjóla t.d. eftir Kjalarnesinu þá eru vindkviðurnar slæmar en það versta er að vera í sterkum hliðarvind og svo fer flatningarbíll frammúr þér og þú lendir í vindtæmi í smástund þar sem flutningabíllinn tekur vindinn fyrir þig og svo fer hann framhjá og þá fær hjólreiðamaðurinn á sig þvílíkan vindskell og það er jafnvel þannig að maður endi inná umferðinni á móti.
Þetta er stórhættulegt náttúrulega og því oft varasamt að hjóla eftir götum vegna þessa.
En á meðan við hjólreiðamenn höfum ekki aðra staði til að hjóla á er þetta hluti af sportinu og eitthvað sem maður þarf að taka.
Enn ein ástæðan fyrir því að gera á hjólreiðastíga til hliðar við þjóðvegi landsins svo hægt sé að ferðast á reiðhjóli milli sveitarfélaga. Í Noregi eru komnir 2500 km af hjólastígum með þjóðvegum og þeir eru alltaf að bæta við. Kannski kominn tími á fyrsta stíginn með þjóðveg á Íslandi.
Fauk af bifhjóli undir Hafnarfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.7.2008 | 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
CHOLET, France: Stefan Schumacher came to the Tour de France with goals similar to those of many other riders: "A stage win and a day wearing the yellow jersey would be fine," the German, who rides for the Gerolsteiner team, said this year.
Stefan Schumacher kom eins og margir aðrir keppendur á Tour de France með það að markmiki að ná allavega að vinna eina dagleið og draumurinn væri að ná að komast aðeins í gulu treyjuna.
Í dag náði hann öðru markmiði sínu og sigraði tímatökuna með 18 sekúndum betri tíma en næsti maður og á morgun rætist svo draumur hans sem er að klæðast gulu treyjunni á 232 km langri dagleið á sléttlendinu frá Cholet til Chateauroux.
Schumacher ætti að vera í góðum málum á morgun því sérgrein hans hefur einmitt verið mjög langar dagleiðir í keppnum en ekki margir áttu von á því að hann myndi koma fyrstur úr tímatökunni.
Annar í tímatökunni var svo Kim Kirchen sem margir spáðu sigri í dag og svo kom David Millar.
Cadel Evans sem spáð var sigri í keppninni í heild hefur ekki en náð að koma með allra fremstu mönnum í mark og var einungis fjórði í dag 27 sekúndum á eftir Schumacher og Cancarella sem var einnig spáð sigri í dag varð fimmti meira en hálfri mínútu á eftir fyrsta manni.
Sigurinn í dag setur Shumacher 12 sekúndum á undan bæði Kirchen og Millar í heildarkeppninni og 21 sekúndu á undan Evans sem hefur haldið sig rétt fyrir aftan fremstu menn frá upphafi.
En í dag komu fram sögur um að sigurvegari fyrstu dagleiðar ???? hafi viljandi tapað gulu treyjunni í gær því hún þótti setja of mikla pressu á hann og liðið hans. Á sama tíma eru einnig tilgátur um að Cadel Evans sé viljandi að halda sig rétt fyrir aftan fremstu menn alltaf til þess að halda af sér pressu og vonandi gleymast í öllu umstanginu í kringum keppnina og koma svo sterkur inn á seinustu dagleiðunum og tryggja sér sigurinn.
Íþróttir | 8.7.2008 | 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að horfa á Tour de France er ekkert ólíkt því að horfa á Formúli1. Þetta byggir ekki á einum manni frekar en Hamilton vann á Silverstone í gær einn síns liðs.
Í Tour de France þufra stjónendur liðanna að ákveða hvort menn taki pásu eins og í boði var í dag eða hvort þeir eigi að halda sig við fremstu menn eða hanga í miðjunni þangað til línur skýrast í dagleiðinni.
Besta dæmið um góðan taktískann sigur er fyrsta dagleið keppninnar þegar engin átti von á að Valverde myndi spretta úr spori og sigra. Aðrir keppendur voru búnir að ýmist halda forystu eða spretta og gefast upp en þegar einungis örfáir metrar voru eftir átti Valverde uppsafnaða orku eftir að hafa hengið fyrir aftan aðra keppendur alla keppnina til þess að spretta frammúr og sigra.
Í dag var keppnin 208 km sem þýðir að það er settur hvíldartími á miðri leið sem menn hafa val um að taka. Margir fá að taka þessa pásu en aðrir verða að halda áfram eftir samráð keppenda og liðsstjóra. Í dag varð staðan þannig að eftir pásuna var um 50 manna hópur sem hélt áfram og afgangurinn hvíldi sem þýddi að þegar þeir sem hvíldu fór að stað voru þeir tæpum 15 mín á eftir hinum hópnum.
15 mín með yfir 100 km eftir af leiðinni er ekki mikill tími enda kom það í ljós að bilið minnkaði stöðugt og litlu munaði að hóparnir næðu saman. En samt voru það menn úr fremri hópnum sem áttu öll efstu sætin og fremstur fór þar í flokki Romain Feillu
En Frakkinn var einn af fjórum sem slitu sig frá hópum þegar aðeins 3 kílómetrar voru eftir af 208 kílómetrunum sem hjólaðir voru og hann náði nægilegu forskoti á handhafa gulu treyjunnar til þess að eigna sér hana allavega til morgundagsins þegar uppáhaldsími minn á mótinu fer fram eða tímatakan.
En ef þið hafið ekki horft á keppni í hjólreiðum þá er morgundagurinn rétti tíminn til að byrja því uppáhalds keppnirnar mínar eru tímatökur eins á á morgun.
Þar sem ég missti af mótinu í dag sökum anna get ég því miður ekki verið með nánari lýsingu á deginum því ég sá bara klukkustundarlangan endursýningarþátt á eurosport þá vil ég benda gallhörðum aðdáendum á að fara á www.eurosport.com eðs www.cyclingnews.com til þess að fá frekari upplýsingar.
En svona til fróðleiks.
Tímataka er þar sem menn eru yfirleitt ræstir út 30 til 60 sekúndum á eftir næsta manni og eru tímamældir fyrir vegalengdina sem þeir hjóla. Yfirleitt hingað til hefur fyrsti dagur Tour de France verið tímataka en í ár breyttu þeir því sem er alveg frábært því það setur meiri pressu á þann sem vinnur gulu treyjuna á fyrstu dagleið.
Yfirleitt er það þannig að einhver góður tímatökumaður vinnur tímatökuna og svo skiptir treyjan um eiganda á öðrum degi en í keppninni í ár er þetta breytt og treyjan tolldi í 2 daga á sama manni en um leið og keppnin fór úr brekkum í sléttlendi þá hafði sigurvegari dagsins Romain Feillu orðið 1,43 mínútna forskot á Alejandro VALVERDE sem var handhafi gulu treyjunnar með 1 sekúndu mun í gær og 1,53 mínútna forskot á Thor HUSHOVD sem vann 2. dagleiðina í gær.
Það skemmitlega við túrinn er að hann breytist dag frá degi og fyrstu dagarnir eru bara til þess að segja manni hverjir eru líklegir ekki hverjir munu vinna.
En að smá upphitun fyrir fjórðu dagleið eða tímatökuna.
Þegar hjólreiðamenn keppa í Tour de France eru þeir yfirleitt á ofurvel útbúnum götuhjólum sem eru þannig hönnuð að þau taka lítinn hliðarvind á sig og eru súperlétt. Tökum sem dæmi götuhjól Barloworld sem er framleitt af Bianchi sem er hefðbundið 700.000 kr hjól þegar búið er að fylla það af öllum besta mögulega búnað.
En þegar keppendur taka þátt í tímatöku (TT) þá eru þeir á sérbúnum hjólum sem er einungis hönnuð til þess að kljúfa vindinn á sem bestan hátt því í tímatöku er ekki leyfilegt að hafa neitt fyrir framan sig sem veitir hjálp. Gott dæmi er að ef þú dregur upp annan hjólreiðamann sem hugsanlega var ræstur 60 sekúndum á undan þér þá máttu ekki nota loftsogið af honum eins og tíðkast í venjulegum dagleiðum.
Ef þið skoðið hönnunina á tímatökuhjólum þá sjáið þið að allt er gert til þess að draga úr loftmótsstöðu. Grindin eða ramminn er hannaður þannig að hann sé eins og blað og skeri vindinn auk þess sem felgurnar eru eins lokaðar og hægt er svo loftmótstaðan streymi sem mest aftur fyrir hjólið. Einnig er stýrið þannig hannað að hjólreiðamaðurinn er sem frambeygðastur og er yfirleitt með olnbogana á stýrinu og með hendurnar fram á stýrisendana sem þið sjáið koma þarna vel fram á fremri enda framhjólsins.
Svona hjól eru hönnuð og prófuð við svipaðar aðstæður og formúlubílar og loft látið flæða um þau í vindgöngum til þess að sjá hvernig hjólið bregst við mótvind. Það er líka þannig að mestur hraði í Tour de France mælist yfirleitt í tímatökum enda hægt að gefa sig allan í sprettinn.
Íþróttir | 8.7.2008 | 00:02 (breytt kl. 15:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Klukkan 10:30, þann 7. júlí er eins gott að vera í sumarfríi því þá hefst þriðja dagleið Tour de France. Leiðin sem um ræðir liggur frá Saint-Malo til Nantes og eru hjólaðir 208 kólómetrar á frekar miklu sléttlendi.
Það ætti ekki að koma neinum á óvart þó gula treyjan myndi skipta um keppanda á morgun því á morgun er dagur sprettaranna og brautin allt öðruvísi heldur en hún hefur verið seinustu 2 daga.
Það verður því gaman að sjá hverjir verða þarna á toppnum á morgun. Hugsanlegt er að Cadel Evans sem spáð var titlinum í ár taki sig til og vinni fyrstu dagleiðina sína og einnig eru menn að tala um Kim Kirchen. Auðvitað væri skemmtilegast ef að Norðurlandabúinn og sgurvegari dagsins myndi skella sér í grænu treyjuna á morgun.
Eins og sjá má á sneiðmyndinni eru merkt inn græn S sem eru þeir staðir þar sem sprettararnir ættu að njóta sín best og jafnvel ná upp smá forystu.
Eftir þrælskemmtilega aðra dagleið þá er ekki úr vegi að horfa á lokasprettinn í þegar Thor Hushovd hirti sigurinn á lokametrunum.
Íþróttir | 6.7.2008 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á meðan stærsta og flottasta hjólreiðamót karla fer fram þá láta konur í íþróttinni sitt ekki eftir liggja og keppa í Ítalíuhjólreiðum kvenna (Giro d Italia Donne) Keppnin samanstendur af tímatöku og átta dagleiðum og tekur mótið 9 daga og hjóaðir eru 809,6 km.
Sigurvegari tveggja seinustu ára Edita Pucinkaite mætir til þess að verja titilinn sem kallaður er Maliga Rosa. Það er skemmtilegt frá því að segja að á meðan sá sem leiðir Tour de France klæðist gulu treyjunni klæðist sú sem leiðir Ítalíuhjólreiðar kvenna bleikri treyju.
Það er bara vonandi að munum sjá Íslending hjóla í þessarri keppni eitthvert árið því við eigum alveg ótrúlega efnilega stelpu, Bryndísi Þorsteinsdóttur sem er aðeins 16 ára og er að sigra mót hvað eftir annað hérna heima.
Keppnin fer eins og áður segjir fram á Ítalíu og stendur frá 5. tll 13. Júlí.
Íþróttir | 6.7.2008 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðmaðurinn Thor Hushovd sigraði 2. dagleið Frakklandshjólreiðanna með örfáum sekúndubrotum en allnokkrir keppendur komu inn á sömu sekúndunni.
Keppnin var skemmtileg og spennandi í dag og svo virtist sem þeir Sylvain Chavanel (Cofidis) og Thormas Voeckler (Bouygues) hafi ætlað sér stóra hluti því þeir stungu fljótlega hópinn af og náðu mest 3 mín og 36 sekúndum í forskot á hópinn.
Þeir fengu þó ekki að halda því forskoti einir því þegar 60 km voru eftir af 164,5 km þá voru liðsfélagarnir í Agritubel, þeir Christtophe Moreau og David LeLay búnir að ná þeim. Munurinn í hópin var þó ennþá 2mín og 55 sek og átti eftir að minnka hægt og róglega.
Hérna er smá tafla yfir muninn eftir því sem kílómetrunum fækkaði
60km eftir - 2:55 í forskot á hópinn
45km eftir - 2:32 í forskot á hópinn
30km eftir - 1:30 í forskot á hópinn
15km eftir - 1:00 í forskot á hópinn
10km eftir - 0:43 í forskot á hópinn
05km eftir - 0:30 í forskot á hópinn
03km eftir - 0:20 í forskot á hópinn
2,7km eftir - 0:08 í forskot á hópinn
Þá tók Sylvian Chavanel sig til og sprettaði af stað og náði mest 12 sekúndna forskoti en hópurinn náði honum svo þegar um 1 km af eftir og kom þéttur hópur í mark á sömu sekúndunni og fagnaði Thor Hushovd ekki einu sinni því hann var ekki viss hvort hann hafi unnið strax í upphafi enda komu margir til greina.
Þessi dagleið var gott dæmi um hversu hættuleg taktík það getur verið að slíta sig frá hópnum snemma og ætla að leiða alla dagleiðina. Þegar 2-4 eru saman í hóp þá vinna þeir saman og skiptast á að vera fremstir til þess að kljúfa vindinn fyrir hina og tryggja oft þannig að halda forskoti. En þegar hópurinn á eftir sem samanstendur af fjölmörgum hjólreiðagörpum getur skipt um fremsta mann oftar og þá eiga menn meira eftir þegar kemur að lokum keppninnar.
Hjólreiðar eru nefnilega ekkert ólíkar því þegar við sjáum farfuglana skiptast á að vera fremstir til að taka hörðustu mótstöðuna á sig og það reynir á að vera fremstur.
En fyrir vikið var dagurinn spennandi og skemmtilegur því spurningin var alltaf hvort þeir myndu halda þetta út þarna fremstir.
Gula treyjan er þó ennþá í höndum Alejandro Valverde (Caisse D' Epargne) þar sem hann kom þétt á eftir fremstu mönnum í mark og vann með meiri yfirburðum í gær. En samanlagður tími úr öllum dagleiðum ræður hver klæðist gulu treyjunni. En sigurvegarinn í dag Thor Hushovd verður að láta sér nægja 12 sætið í heildarkeppninni 7 sekúndum á eftir Valverde.
Íþróttir | 6.7.2008 | 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Núna þegar Önnur dagleið hefst eftir nokkrar klukkustundir eða korter yfir 11 þann 6. júlí er ekki úr vegi að skoða aðeins hvað stendur til boða í annarri dagleiðinni.
Eins og í gær munu brekkur jafnt upp sem niður einkenna leiðina í dag sem er skemmtileg að því leiti að hún liggur frá Auray sem stendur við Atlantshafið og beint upp í gegnum Frakkland til Saint - Brieuc sem er við Ermasundið. Leiðin inniheldur nokkrar brekkur eins og sjá má á kortinu, en þær eru merktar með númerum sem útskýra erfiðleikastig þeirra.
Brekkur í flokki 3 eins og sjá má á þverskurðinum hér að neðan þá eru brekkurnar 150 - 500 metra hækkun og í flokki 4 er hækkunin 70 - 150 metrar.
Það er ekki ólíklegt að sprettar eigi góðan möguleika í þessari leið eins og í gær og ekki ólíklegt að röðin gæti orðið svipuð eftir daginn. Það er allavega nokkuð víst að enginn mun stinga af og sigra með einhverjum yfirburðum á þessari 164,5 kílómetra leið.
Svo vil ég minna á að hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær í betri upplausn.
Fyrir þá sem ekki sáu fyrstu dagleiðina í gær þá er hérna smá myndband af æsispennandi lokamínútum dagleiðarinnar. Takið eftir hvað allir eru að tímasetja sprettina sína vitlaust þangað til Valverde kemur á hárréttum tíma þegar hver á fætur öðrum er búin að keyra sig út í von um sigur og klárar þetta snilldarvel. Fyrir neðan myndbandið er svo öll tölfræði eftir fyrsta daginn.
Staðan í öllum hlutum mótsins fyrir aðra dagleið
Ég vil samt benda fólki á að skoða seinasta pistil sem er um liðin í keppninni og hvernig maður þekkir þau frá hinum og smá upplýsingar um hvert og eitt.
Röð fyrstu manna í mark á fyrstu dagleið
Nafn | Þjóð | Lið | Tími |
Alejandro VALVERDE | Spá | GCE | 04:36:07 |
Philippe GILBERT | Bel | FDJ | +00:00:01 |
Jérôme PINEAU | Fra | BTL | +00:00:01 |
Kim KIRCHEN | Lux | THR | +00:00:01 |
Riccardo RICCO | Íta | SDV | +00:00:01 |
Cadel EVANS | Ást | SIL | +00:00:01 |
Frank SCHLECK | Lux | CSC | +00:00:01 |
Filippo POZZATO | Íta | LIQ | +00:00:01 |
Oscar FREIRE | Spá | RAB | +00:00:01 |
Oscar PEREIRO SIO | Spá | GCE | +00:00:01 |
Heildarstig fyrir aðra dagleið dagleið (græn treyja)
Nafn | Þjóð | Lið | Stig |
Alejandro VALVERDE | Spá | GCE | 35 |
Philippe GILBERT | Bel | FDJ | 30 |
Jérôme PINEAU | Fra | BTL | 26 |
Kim KIRCHEN | Lux | THR | 24 |
Riccardo RICCO | Íta | SDV | 22 |
Cadel EVANS | Ást | SIL | 20 |
Frank SCHLECK | Lux | CSC | 19 |
Geoffroy LEQUATRE | Fra | AGR | 18 |
Filippo POZZATO | Íta | LIQ | 18 |
Oscar FREIRE | Spá | RAB | 17 |
Klifurmeistarinn (Doppótta treyjan)
Nafn | Þjóð | Lið | Stig |
Thomas VOECKLER | Fra | BTL | 8 |
Björn SCHRÖDER | Þýs | MRM | 8 |
David DE LA FUENTE | Spá | SDV | 4 |
Lilian JEGOU | Fra | FDJ | 3 |
Geoffroy LEQUATRE | Fra | AGR | 1 |
Og svo staðan í liðakeppninni og bil á milli manna. Takið eftir að kóðinn fyrir liðin er sá sami og merkt er í lið í öllum úrslitum hér að ofan svo hægt sé að tengja lið við kóða.
Staða | Kóði | Lið | Bil |
1 | GCE | CAISSE DEPARGNE | 00'' |
2 | CSC | TEAM CSC SAXO BANK | +7 |
3 | THR | TEAM COLUMBIA | +7 |
4 | TSL | GARMIN CHIPOTLE | +7 |
5 | QST | QUICK STEP | +7 |
6 | LIQ | LIQUIGAS | +7 |
7 | EUS | EUSKALTEL - EUSKADI | +13 |
8 | SDV | SAUNIER DUVAL - SCOTT | +20'' |
9 | C.A | CREDIT AGRICOLE | +24'' |
10 | LAM | LAMPRE | +24'' |
11 | GST | GEROLSTEINER | +24'' |
12 | ALM | AG2R-LA MONDIALE | +24'' |
13 | RAB | RABOBANK | +26'' |
14 | MRM | TEAM MILRAM | +43'' |
15 | COF | COFIDIS CREDIT PAR TELEPHONE | +48'' |
16 | AGR | AGRITUBEL | +1,07 mín |
17 | SIL | SILENCE - LOTTO | +1,08 min |
18 | BAR | BARLOWORLD | +1,09 min |
19 | FDJ | FRANCAISE DES JEUX | +1,12 min |
20 | BTL | BOUYGUES TELECOM | +1,52 min |
Íþróttir | 6.7.2008 | 00:40 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilefni af stóra deginum í dag sem er náttúrulega upphafið af Tour de France 2008 ákvað ég að skella saman smá töflu með upplýsingum um öll liðin sem keppa í ár. Þarna má sjá myndir af treyjum liðanna svo maður þekki þau betur í keppninni auk upplýsinga um hvaða liðsmönnum maður ætti helst að fylgjast með og númerin á þeim svo maður geti séð þá út í keppninni.
Síðan fyrir þá sem hafa áhuga á hvaða götuhjól á að skoða eftir keppnina þá kemur fram á hvaða hjólum og hvaða skipta þeir eru með á hjólunum.
Svo fyrir þá sem vilja eiga almennilegan doðrant um keppnina í ár þá er hægt að fá "2008 Offical Tour de France guide" í Markinu. Ekki verra að vera með það í hönd fyrir framan sjónvarpið.
AG2R LA MONDIAL | Land: Frakkland Stofnað: 2000 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: 0 Hjólið: BH Global Concept, Campagnolo búnaður Árangur í TdF 2007: 10. sæti |
AGRITUBEL | Land: Frakkland Stofnað: 2005 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: 0 Hjólið: Kuota Kom Árangur í TdF 2007: 17 sæti. |
CAISSE DEPARGNE | Land: Spánn Stofnað: 2004 Þeir bestu í liðinu: Hjólið: Pinarello Price, Campagnolo búnaður Árangur í TdF 2007: 2 sæti |
BOUYGUES TELECOM | Land: Frakkland Stofnað: 2005 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: 0 Hjólið: Time VXC, Campagnolo búnaður Árangur í TdF 2007: 14. Sæti |
EUSKALTEL-EUSKADI
| Land: Spánn Stofnað: 1994 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: 0 Hjólið: Orbea Orca Árangur í TdF 2007: 5 sæti |
FRANCAISE DESJEUX | Land: Frakkland Stofnað: 1997 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Lapierre, Árangur í TdF 2007: 19. Sæti |
SLIPSTREAM CHIPOTLE-H30 | Land: Bandaríkin Stofnað: 2007 Þeir bestu í liðinu:
Sigrar í túrnum 2007: 0 Hjólið: Felt F1 Árangur í TdF 2007: x |
CREDIT AGRICOLE | Land: Frakkland Stofnað: 1998 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Look 595 Pro Team Árangur í TdF 2007: 9. Sæti |
BARLOWORLD | Land: Bretland Stofnað: 2003 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Bianchi 928 Carbon T-Tube Árangur í TdF 2007: 11. Sæti |
TEAM CSC | Land: Danmörk Stofnað: 2001 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Cervelo Soloist Carbon, Dura Ace búnaður. Árangur í TdF 2007: 3. sæti |
Land: Frakkland Stofnað: 1997 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007:0 Hjólið: Time VXR Árangur í TdF 2007: voru reknir úr keppni | |
LAMPRE-FONDITAL | Land: Ítalía Stofnað: 2005 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Willer Conto Árangur í TdF 2007: 8. Sæti |
TEAM MILRAM | Land: Þýskaland Stofnað: 2006 Þeir bestu í liðinu: Hjólið: Colnago Extreme Árangur í TdF 2007: 18. sæti |
LIQUIGAS | Land: Ítalía Stofnað: 2005 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Cannondale Super Six, Campagnolo búnaður. Árangur í TdF 2007: 11. Sæti |
SAUNIER DUVAL-SCOTT | Land: Spánn Stofnað: 2004 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: 0 Hjólið: Scott Addict Árangur í TdF 2007: 6. Sæti |
SILENCE-LOTTO | Land: Belgía Stofnað: 2003 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Ridley Helium, Campagnolo búnaður Árangur í TdF 2007: 7. sæti |
GEROLSTEINER | Land: Þýskaland Stofnað: 1998 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: 0 Hjólið: Specialized S-Woks Tarmac SL2, Dura Ace búnaður Árangur í TdF 2007: 16. Sæti |
RABOBANK
| Land: Holland Stofnað: 1996 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Colnago Extreme Árangur í TdF 2007: 4. Sæti |
QUICK STEP | Land: Belgíu Stofnað: 2003 Þeir bestu í liðinu: Sigrar í túrnum 2007: Hjólið: Specialized S-Worlks Tarmac SL2, Campagnolo búnaður Árangur í TdF 2007: 12. Sæti |
TEAM HIGH ROAD | Land: Bandaríkin Stofnað: 2007 Þeir bestu í liðinu: Hjólið: Giant TCR Advanced SL Team, Dura Ace búnaður Árangur í TdF 2007: x |
Íþróttir | 5.7.2008 | 22:28 (breytt kl. 22:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)