Færsluflokkur: Íþróttir

Tour de France byrjar á frábærri fyrstu dagleið

fyrstidagur

Keppnin í ár virðist ætla að verða þrælskemmtileg eins og við var að búast. Hún endaði í fyrra á því að Spánverjinn Alberto Contador vann en í ár virðast Spánverjar ætla að halda uppteknum hætti því topp 10 voru 3 spánverjar og þar kom fremstur Alejandro Valverde sem kom sigraði dagleiðina eftir æsilega lokametra. Hann setti allt á fullt á lokametrunum og dró uppi forystumanninn og tryggði sér þar með að hjóla í Gulu treyjunni á morgun.

CARTEVIGNETTE
Leiðin sem hjóluð var í dag var 197,5 km. á meðalerfiðu fjallendi. Lagt var af stað frá Brest og hjólað til Plumelec og tók ferðin sigurvegarann  4 klukkustundir og 36 mínútur og var meðalhraðinn hjá honum tæpir 43 km á klukkustund.

Maðurinn sem flestir höfðu spáð sigri í keppninni Cadel Evans kom inn sjötti en þar sem enn eru 3300 km eftir má segja að keppnin sé varla byrjuð er ekki hægt að spá fyrir um neitt en fyrsti dagurinn lofar góðu fyrir jafna og spennandi keppni.


Hérna má sjá 10 fyrstu menn í dag.

1 Alejandro Valverde Belmonte (Spánn) Caisse d'Epargne     4.36 (42.7 km/h)
2 Philippe Gilbert (Belgía) Française des Jeux                    
3 Jérôme Pineau (Frakkland) Bouygues Telecom                         
4 Kim Kirchen (Luxemburg) Team Columbia                              
5 Riccardo Riccò (Italía) Saunier Duval - Scott                   
6 Cadel Evans (Ástralía) Silence - Lotto                            
7 Frank Schleck (Luxemburg) Team CSC - Saxo Bank                     
8 Filippo Pozzato (Italía) Liquigas                               
9 Oscar Freire Gomez (Spánn) Rabobank                            
10 Oscar Pereiro Sio (Spánn) Caisse d'Epargne                    


5 Íslendingar í þrekraun á Sjálandi

5 íslendingar tóku þátt í Sjálandshringnum á reiðhjólum núna seinustu helgi.

Sjálandshringurinn er stærsti hjólreiðaviðburður Dana á hverju ári og í ár voru þátttakendur um 2000 frá öllum heimshornum.

Sjálandshringurinn er 291 km fyrir karla og 178 km fyrir konur þar sem fólk keppir aðallega við sjálft sig því ekki eru veitt nein verðlaun í keppninni nema þáttökuverðlaun fyrir 5. - 10. -15. 20. Og 25. hvert skipti sem þátttakendur hafa klárað keppnina sem haldin var í 29. skipti í ár.

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur í ár því mikil rigning var á leiðinni en samt komu Íslensku þátttakendurnir hressir og vel blautir í mark eins og sjá má á myndinni.

siggiremiogeinar

Íslendingarnir sem tóku þátt voru Einar Kristinsson, Guðný Einarsdóttir, Rémi Spilliaert, Sigurður Smárason, og Sólveig Einarsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur

Hægt er að fræðast meira um keppnina á http://www.sjaelland-rundt.dk/


Íþróttir í sjónvarpi - Frakklandshjólreiðarnar

tour_de_france_logoÞað er svolítði skrítið með útsetningar ríkissjónvarpsins á íþróttum. Jú við þurfum að horfa á fótbolta og fréttir og barnaefni víkja, við þurfum að horfa á HM/EM/undanmót í handbolta reglulega og svo loksins þegar stelpurnar okkar í fótbolta eru að gera eitthvað alvöru birtingu. Að sama skapi fær frekar lítill áhugahópur um frjálsar íþróttir alveg ótrúlegan sýingartíma í sjónvarpi og þeir sýna öll gullmót og fleiri í frjálsum. Ég verð því miður að viðurkenna að ég er íþróttafíkill og horfi á allt of mikið af þessu og þekki alveg ótrúlegustu nöfn af spjótkösturum og kúluvörpurum.

Síðan er náttúrulega nýjasta sjónvarpstískan golf. Ok ég skal viðurkenna að sjónvarpið hefur sýnt frá Masters og fleiri stórmótum í gegnum tíðina að sjálfsögðu hef ég fylgst með því og jafnvel þó ég hafi ekki rosalegan áhuga á golfi þá þekki ég golfara sem hafa meikað það seinustu 20 ár í sjón og þekki meira að segja tölfræði aftur tímann um alveg ótrúlegustu golfara.

En mér finnst margt vanta eins og að sýna frá helstu íþróttaviðburðum samtímas eins og Wimbelton Tennis og svo að sjálfsögðu Tour de France.

Wimdelton hefur stundum fengið tíma hjá sjónvarpinu og Tour de France fékk það einu sinni en í dag með vaxandi áhuga á hjólreiðum og að taka þátt í því að hvetja til frekari grænni byltingu í samgöngum ætti sjónvarpið að sýna frá Tour de France sem byrjar um næstu helgi eða 5. júlí.

Síðan ég byrjaði að birta "upphitun fyrir Tour de France" pistlana mína þá hef ég fengið þónokkra pósta frá fólki sem hefur viljað fá frekari upplýsingar um Frakklandshjólreiðarnar og ég hef bent þeim á nokkrar góðar síður og góða you tube hlekki með sögu keppninnar.

Annars þá er keppnin sýnd á Eurosport og verður alveg stórskemmtileg í ár. Sigurvegarinn í fyrra Alberto Contador fær ekki að taka þátt vegna þess að lið hans blandaðist í lyfjahneyskli sem hefur pínu einkennt keppnina undanfarin ár og að sama skapi var sá sem var fyrstur í fyrra rekin úr liði sínu Rabobank fyrir að geta ekki gert grein fyrir hvar hann var þegar hann átti að mæta í lyfjapróf.

cadelEn í ár er sigurstranglegasti maður keppninnar Ástralinn Cadel Evans á því að þrátt fyrir að sigurvegarinn í fyrra sé ekki með verði sigurinn ekki síður sætur en annars. Hann segir að reglur séu reglur og að vinna þessa keppni sé mesta afrek íþróttasögunnar á hverju ári. Það geti enginn íþróttamður hjólað 3500 km á 21 dag með samtals tveggja daga pásu allann tímann sigrað án þess að eiga það skilið.

Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég horfi á Tour de France. Þessi keppni er hin fullkomna áreynsla á íþróttahæfileika manna.

 

 

armstongÞað þekkja allir Lance Armstrong sem vann hana 7 ár í röð. Hann hafði aldrei unnið keppnina þegar hann greindist með krabbamein og eftir erfiða baráttu við krabbamein í eistum, lungum og heila mætti hann aftur og sigraði 7 sinnum í röð. Margir efasemdamenn sökuðu hann um lyfjamisnotkun en hugsanlega var raunin sú að reynsla hans af því að yfirstíga krabbamein var sú að sársaukaþröskuldur hans hækkaði það mikið að hann gat hjólað endalaust á háu tempói.

Í kjölfarið af sigurgöngu sinni stofnaði Lance Armstrong, Livestrong samtökin sem safna fé til rannsókna á krabbameini og er hann einn stærsti krabbameinssöfnunarsjóður heims í dag.

En aftur að Tour de France sem byrjar eftir örfáa daga þá eru þetta líkurnar í veðbönkunum í dag

 

Cadel Evans

2/11

Carlos Sastre

2/11

Alejandro Valverde

2/7

Haimar Zubeldia

1/3

Denis Menchov

5/14

Damiano Cunego

5/14

Andy Schleck

5/7

Kim Kirchen

5/6

Roman Kreuziger

5/6

Fränck Schleck

1/1

Þarna hafiði það og endilega tryggið ykkur áskrift að Stöð2 sport þar sem þið getið hofrt á Eurosport. Held að það sé hægt að fá það á símanum líka en endilega ekki missa af þessu. 

En svona aukalega þá las ég um dagin að einhver félög innan ÍSÍ ætluðu sér að stofna sjónvarpsstöð sem myndi sína frá þessum "minna ummfjölluðu íþróttum" og einbeita sér að því. Vonandi að hjólreiðar fái sess í því hjá þeim.


Úrslit í Heiðmerkuráskorun á Fjallahjólum

Eitthvað skemmtilegasta hjólreiðamót ársins fór fram í Heiðmörk í gær. Keppnin hófst í blíðskapaveðri og blankalogni klukkan 20 og var alveg frábær mæting.

startid47 keppendur mættu og tóku vel á þegar þeir hjóluðu eftir þurrum og stígum og malarvegum annaðhvort 12 eða 24 kílómetra.

Keppninni var skipt í A og B flokk en A flokkur sem hugsaður er fyrir reyndari keppnismenn og svo B flokkur sem hjólaði helmingi styttri vegalengd.

Árni Már sigraði nokkuð örugglega á 24 km leið A flokks  karla á 55:41 og var eini keppandinn sem hjólaði á undir klukkustund en næstur kom  Hákon Hrafn Sigurðsson á 1:00:21. En keppnin um  annað sætið var þrælspennandi þar sem einungis munaði 1 mínútu á öðru og fimmta sæti.

bryndisBryndís Þorsteinsdóttir hélt áfram sigurgöngu sinni í kvennaflokki og hjólaði hringinn á frábærum tíma eða 37:49. En kvennaflokkur hjólaði 12 km.

Í B flokk karla sigraði svo Kjartan Þór Þorbjörnsson á 34:12 og í öðru sæti varð Fjölnir Björgvinsson á 35:28 og  þriðji var Hinrik Jóhannsson. Í B flokk voru hjólaðir 12 km og frábært að sjá hversu margir mættu í B flokkinn og þarna er sá flokkur sem gaman væri að sjá stækka hratt og sjá keppnismönnum í hjólreiðum fjölga á Íslandi.

Gaman var að sjá að í unglingahópum var fín mæting og í flokki 11 - 12 ára sigraði Þórhildur Vala Kjartansdóttir í hnátuflokk og Emil Tumi  Víglundsson í hnokkaflokki. Síðan sigraði Stígur Zoega sveina flokkinn og Jakob Ýmir Piltaflokk.

brekkaÞað er frábært að hversu margir komu til keppni og vil ég óska Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Skógræktarfélagi Reykjavíkur til hamingju með  þetta frábæra mót.

Myndir, frekari úrslit og fleira um keppnina er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur http://www.hfr.is/

Myndirnar tók Albert Jakobsson


Götuhjól ofurhugans.

Ég sá á einum af spjallsíðum landsins að hin frækna reiðhjólabúð Markið er ekki að klikka á að svala forvitni okkar hjólreiðamanna og eru búnir að flytja inn fyrsta Fixed gear götuhjól landsins og það er hjól sem vert er að fara að líta á.

steamroller600.jpg

Þetta hjól heitir Surly Steamroller fixed og er með svokölluðum Fixed Gear.

En Fixed gear virkar þannig að á meðan afturhjólið snýst snúast petalarnir hvort sem farið er afturábak eða áfram. Alveg eins og á spinning hjóli sem dæmi.  Þetta hefur sína kosti og galla.

Kostirnir eru að maður kemst ekkert upp með að hætta að hjóla og láta sig renna.

Hjólreiðamaðurinn er alltaf í áreynslu og þjálfar upp frábæra petalatækni og flestir bestu hjólreiðagarpar heims hafa notast við svona hjól til þess að þróa sveifarsnúningstæknina hjá sér.

Þeim mun hraðar sem þú ferð þeim mun hraðar snúast sveifarnar (petalarnir)

Gallarnir eru aftur á móti að svona hjól hentar aðallega fyrir jafnslétt svæði og erfitt að fara upp brekkur þar sem þetta er bara eins gíra en samt góð áskorun. 

Vandamálið kemur yfirleitt þegar þú ferð niður brekku. Gefum okkur að þú sért að fara niður vel bratta brekku þá er ekki ólíklegt að sveifarsnúningurinn fari uppúr öllu valdi og dæmi eru um að menn hafi fótbrotnað þegar þeir verða hræddir og skella sér úr petölunum.

En líklega er aðalvandamálið að þessi hjól eru ekki búin hefðbundnum bremsum, nema þá kannski handbremsu og þú þarft að nota fótaafl til þess að hægja á petölunum. Eins og sjá má á hjólinu á myndinni þá er ekki einu sinni festing fyrir afturbremsu á því.

Í myndbandinu hérna að neðan má sjá einn ofurhuga á svona hálfbremsulausu hjóli leika sér í umferðinni í New York. Þetta er eitt af adrenalín sportum nútímans og menn stunda þetta grimmt.

BMX og Fixed gear
En svona Fixed gear er reyndar algengt í BMX og hjólapark sporti þar sem menn eru að stökkva og leika sér á pöllum og gera listir. Enda tilvalið þar sem hægt er að hjóla bæði áfram og afturábak og hjólið rennur aldrei nema þú leyfir því það.

 


Tour de France - fyrstu liðin tilkynna keppendur sína

uci_logo.jpgNúna þegar fyrstu liðin eru farin að birta liðsskipan fyrir Tour de France er ekki úr vegi að líta á heimslistann sem ÚCI (Alþjóða hjólreiðasambandið)  gaf út 22. júní síðastliðin.

Liðin sem  hafa tilkynnt liðin sín eru CSC Saxo bank og Rabobank.

Það eru oft um 30 manns í hverju liði en einungis 9 valdir úr hverju liði til þess að keppa í Tour de France sem byrjar þann 5. júlí næstkomandi þannig að það ríkir mikil spenna meðal hjólreiðamannanna hvort þeir komist í liðin eða ekki.

Það sem vekur mesta athygli við listann er að Spánverjinn Alberto Contador er einungis í 8. sæti en hann bæði sigraði Tour de France í fyrra og Ítalíuhjólreiðarnar í sumar.

En hérna eru 100 stigahæstu hjólreiðamennirnir þessa vikuna:

 Athugið að hægt er að smella á keppendur og sum lið og birtast þá upplýsingar um viðkomandi af heimasíðu Eurosport.

Sæti

Nafn

Land

Lið

Stig

1

Damiano CUNEGO

ITA

LAM

104.00

2

Andreas KLODEN

ALL

AST

96.00

3

Roman KREUZIGER

RTC

LIQ

94.00

4

Cadel EVANS

AUS

SIL

85.00

5

Alejandro VALVERDE

ESP

GCE

83.00

6

André GREIPEL

ALL

THR

62.00

7

Mikel ASTARLOZA

ESP

EUS

60.00

8

Alberto CONTADOR

ESP

AST

58.00

9

Thomas DEKKER

HOL

RAB

54.00

10

Stijn DEVOLDER

BEL

QST

50.00

11

Oscar FREIRE

ESP

RAB

47.00

12

Jose ROJAS GIL

ESP

GCE

45.00

13

Haimar ZUBELDIA

ESP

EUS

45.00

14

Kim KIRCHEN

LUX

THR

42.00

15

Levi LEIPHEIMER

USA

AST

41.00

16

Rigoberto URAN

COL

GCE

40.00

17

Nick NUYENS

BEL

COF

40.00

18

Igor ANTON HERNANDEZ

ESP

EUS

38.00

19

Remi PAURIOL

FRA

C.A

36.00

20

Juan Antonio FLECHA

ESP

RAB

35.00

21

Marco PINOTTI

ITA

THR

35.00

22

Frank SCHLECK

LUX

CSC

32.00

23

Aurélien CLERC

SUI

BTL

30.00

24

Robert GESINK

HOL

RAB

30.00

25

Josep JUFRE POU

ESP

SDV

30.00

26

Alessandro BALLAN

ITA

LAM

30.00

27

Mickael DELAGE

FRA

FDJ

30.00

28

Denis MENCHOV

RUS

RAB

30.00

29

Thomas LOVKVIST

SUE

THR

30.00

30

Maxime MONFORT

BEL

COF

30.00

31

George HINCAPIE

USA

THR

30.00

32

Sandy CASAR

FRA

FDJ

30.00

33

Cyril DESSEL

FRA

ALM

26.00

34

Wouter WEYLANDT

BEL

QST

25.00

35

Daniel NAVARRO GARCIA

ESP

AST

25.00

36

Mickaël BUFFAZ

FRA

COF

25.00

37

Erik ZABEL

ALL

MRM

22.00

38

José Alberto BENITEZ ROMAN

ESP

SDV

21.00

39

Davide REBELLIN

ITA

GST

20.00

40

Andy SCHLECK

LUX

CSC

20.00

41

Filippo POZZATO

ITA

LIQ

20.00

42

Janez BRAJKOVIC

SLO

AST

17.00

43

Juan Manuel GARATE CEPA

ESP

QST

15.00

44

Kjell CARLSTRÖM

FIN

LIQ

15.00

45

Kurt Asle ARVESEN

NOR

CSC

15.00

46

Pierrick FEDRIGO

FRA

BTL

15.00

47

Markus FOTHEN

ALL

GST

13.00

48

John GADRET

FRA

ALM

12.00

49

Luis Leon SANCHEZ

ESP

GCE

12.00

50

Thor HUSHOVD

NOR

C.A

12.00

51

Sylvester SZMYD

POL

LAM

10.00

52

Greg VAN AVERMAET

BEL

SIL

10.00

53

Robbie McEWEN

AUS

SIL

10.00

54

Serguei IVANOV

RUS

AST

9.00

55

Maxim IGLINSKIY

KAZ

AST

9.00

56

Stuart O'GRADY

AUS

CSC

7.00

57

Mark RENSHAW

AUS

C.A

7.00

58

Daniele BENNATI

ITA

LIQ

7.00

59

Fabian CANCELLARA

SUI

CSC

6.00

60

Joaquim RODRIGUEZ

ESP

GCE

5.00

61

Christian KNEES

ALL

MRM

5.00

62

Simon SPILAK

SLO

LAM

5.00

63

Marcus ZBERG

SUI

GST

5.00

64

Yuri TROFIMOV

RUS

BTL

4.00

65

Graeme BROWN

AUS

RAB

4.00

66

Karsten KROON

HOL

CSC

3.00

67

Heinrich HAUSSLER

ALL

GST

3.00

68

Dmitri FOFONOV

KAZ

C.A

3.00

69

Chris Anker SORENSEN

DAN

CSC

3.00

70

Leonardo DUQUE

COL

COF

3.00

71

Bernhardt EISEL

AUT

THR

3.00

72

Francesco DE BONIS

ITA

GST

3.00

73

Michael ALBASINI

SUI

LIQ

3.00

74

Mark CAVENDISH

GBR

THR

3.00

75

Sylvain CHAVANEL

FRA

COF

3.00

76

Francesco CHICCHI

ITA

LIQ

3.00

77

Paolo BETTINI

ITA

QST

3.00

78

Laurens TEN DAM

HOL

RAB

2.00

79

Matteo CARRARA

ITA

QST

2.00

80

Gorka VERDUGO

ESP

EUS

2.00

81

Jose Angel GOMEZ MARCHANTE

ESP

SDV

2.00

82

Pierre ROLLAND

FRA

C.A

2.00

83

Jurgen VAN DE WALLE

BEL

QST

2.00

84

Sébastien CHAVANEL

FRA

FDJ

2.00

85

Alexandre BOTCHAROV

RUS

C.A

2.00

86

Morris POSSONI

ITA

THR

2.00

87

Martin ELMIGER

SUI

ALM

2.00

88

Philippe GILBERT

BEL

FDJ

2.00

89

Gerald CIOLEK

ALL

THR

2.00

90

José RUJANO

VEN

GCE

2.00

91

Robert FORSTER

ALL

GST

2.00

92

Jerôme PINEAU

FRA

BTL

(1).00

93

Roger HAMMOND

GBR

THR

(1).00

94

Manuel BELTRAN

ESP

LIQ

(1).00

95

Amaël MOINARD

FRA

COF

(1).00

96

Sébastian LANG

ALL

GST

(1).00

97

Stef CLEMENT

HOL

BTL

(1).00

98

Daniel MORENO

ESP

GCE

(1).00

99

José Ivan GUTIERREZ

ESP

GCE

(1).00

100

Bjorn SCHRODER

ALL

MRM

(1).00


Fjölskyldusportbíllinn - Allir geta hjólað saman

P1019133

Þú hefur eflaust séð eða heyrt um reiðhjól byggt fyrir tvær manneskjur. En það er hægt að fá fjölskyldureiðhjólið núna og það tekur heila fjóra í sæti og allir vinna saman sem einn að h jóla. 

Biðtíminn er reyndar 4-6 vikur frá því að þú greiðir staðfestingargjald.

Að geta farið með alla fjölskylduna út að hjóla á einu hjóli er snilld. Hjólið er gert úr stálgrind og er með öllu sem gott hjól þarf að hjóla, vökvabremsum, álfelgum, bólstruðum sætum, glasahöldurum og meira að segja framljósum.

MLA1019133

Hjólið kemur að mestu samansett en líklega þarf að sjá um þriðjung vinnunnar sjálfur þegar þú færð það í hendur. Það ætti ekki að vera vandamál því það kemur með DVD kennsludisk um samsetningu og notkun.. Og þegar það er komið saman getur það borið allt að hálfu tonni og eins og áður kom fram geta allir tekið þátt í að knýja það áfram. Semsé sér petalasett fyrir hvern farþega. Það er sem betur fer samt bara einn sem stýrir.

MLB1019133

Svona hjól kostar þó bara 1600 dollara í henni Ameríku sem er eins og verð á vönduðu fjallahjóli


Hafsteinn sigraði Íslandshjólreiðarnar

Núna um helgina fóru fram Íslandshjólreiðarnar á götuhjólum. Keppnin er hluti af mótaröð til Íslandsmeistara sem krýndur verður í lok sumars eftir að keppnisröðinni líkur.

Keppnin stóð í 3 daga og skiptist í
Criterium sem haldin var í Vallarhverfi í Hafnarfirði (20 hringir, 40 km.)
ITT sem haldið var á krísuvíkurvegi (20 km)
og á þriðja degi var Hvalfjörðurinn hjólaður (85 km.)

Fyrir þá sem ekki þekkja til Criterium og ITT skrifaði ég smá skýringartexta hér að neðan.

criterium.jpgCriterium er hjólreiðakeppni sem haldin er á stuttum hring og allir eru ræstir á sama tíma, hringurinn er yfirleitt undir 5 kílómetrum og er leiðin lokuð annarri umferð á meðan. Lengd keppninnar ákvarðast yfirleitt af fjölda hringa. Algengast er að keppnin sé í um eina klukkustund og er því nokkuð styttri en hefðbundin dagleið í hjólreiðakeppni.
Sigurvegari er sá sem kemur fyrstur í mark án þess að hafa verið hringaður af öðrum keppanda, síðan tínast hinir keppendurnir inn annaðhvort á eftir sigurvegaranum eða hafa orðið úr þegar þeir voru hringaðir.

itt.jpgITT (Individual time trial) Tímataka einstaklinga er þegar hjólreiðamenn eru ræstir út einn í einu með reglulegu millibili og eru að keppast við að ná sem bestum tíma. Í tímatökunni er keppendum sem ná öðrum keppendum óheimild að nýta sér sogið af öðrum keppendum og mega ekki hjálpa hver öðrum. Keppandinn með besta tímann er sigurvegari tímatökunnar.

 

Hafsteinn sigraði 3. árið í röð

hvalfjordur.jpgHafsteinn Ægir Geirsson frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sigraði í keppninni 3. árið í röð. Þetta er frábært afrek hjá Hafsteini sem einnig sigraði í Bláalónsþrautinni sem fór fram 8. júní síðastliðin.

Hafsteinn sigraði á öllum dögunum og kláraði á samtals 3 klukkustundum 53 mínútum og fjórum sekúndum. Í öðru sæti var svo Gunnlaugur Jónasson frá Hjólamönnum 6 mínútum og 44 sekúndum á eftir honum. Þriðji kom svo Árni Már Jónsson frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur aðeins 22 sekúndum á eftir Gunnlaugi. Spennan um annað sætið var því þónokkur.

Í kvennaflokki sigraði  hin 16 ára Bryndís Þorsteinsdóttir frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og sér hún um að halda heiðri kvenna í íþróttinni uppi með frábærum árangri.

Myndirnar voru teknar af Alberti Jakobssyni hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Til að sjá meira um mótið og skoða myndir frá því er hægt að fara á heimasíðu félagsins www.hfr.is

Hér má sjá heildarniðurstöðu keppninnar 

Keppendur

Criterium
ITT
Hvalfjörður
SamtalsSætiÁ eftir
Hafsteinn Ægir Geirsson01:01:4000:25:2402:26:0003:53:04100:00:00
Gunnlaugur Jónasson01:01:4200:27:4402:30:2203:59:48200:06:44
Árni Már Jónsson01:01:4400:27:4402:30:2203:59:50300:06:46
Brad Evans01:01:4600:29:2702:30:4404:01:57400:08:53
Elfar Rúnarsson01:01:4500:28:3902:31:4904:02:13500:09:09
Hlöðver Sigurðsson01:01:4900:30:0402:35:5404:07:47600:14:43
Björn S. Sigurjónsson01:01:5300:30:5402:35:5404:08:40700:15:36
Hlynur Þorsteinsson01:01:5100:30:2602:40:5704:13:14800:20:10
David J. Robertson01:01:5100:32:5402:42:1304:16:58900:23:54
Sigurgeir Agnarsson01:12:4100:29:5002:34:2904:17:001000:23:56
Kristján Bjarnason01:01:4900:34:1102:47:1304:23:131100:30:09
Vilberg F. Ólafsson01:03:4800:35:2602:50:5504:30:091200:37:05
Andri Egilsson01:12:4100:40:2602:47:1304:40:201300:47:16
Haukur Eggertsson01:12:4100:40:2602:50:5104:43:581400:50:54
Rúnar Karl Elfarsson01:07:4100:29:1103:08:1404:45:061500:52:02
Remi Spilliaert01:12:4100:40:2603:00:4204:53:491601:00:45
Davíð Þór Sigurðsson01:01:4200:40:2603:13:1404:55:211701:02:17
Einar Guðsteinsson01:03:4700:40:2603:13:1404:57:271801:04:23
Örn Sigurðsson01:03:4900:40:2603:13:1404:57:291901:04:25
       
KeppendurDagur 1Dagur 2Dagur 3SamtalsSæti 
Bryndís Þorsteinsdóttir00:41:3100:39:21,6101:36:42,0002:57:351 

Heiðmerkuráskorunin
Næstkomandi fimmtudag verður Heiðmerkuráskorunin.

Þetta er 24 km löng keppni á fjallahjólum þar sem skipt er upp í aldursflokka og getuflokka.
Hinn þrælskemmtilegi B flokkur sem er fyrir keppendur sem ekki taka almennt þátt í hjólreiðamótum verður til boða og er hringurinn þá 12 km.

Ég hvet alla til að koma og taka þátt og prófa að taka þátt í móti eða að fylgja eftir Bláalónsþrautinni hafi þeir tekið þátt. Upplýsingar um mótið er að finna á www.hfr.is


Heiðmerkuráskorun Hjólreiðafélags Reykjavíkur 26. júní

heidmork2007Heiðmerkuráskorunin 2008


Hin árlega Heiðmerkuráskorun verður haldin   Fimmtudaginn 26. júní. Í ár verður   keppnin með svipuðu  sniði og síðasta   keppni .   Engum  hindrunum eða torfærum verður bætt við  heldur verður náttúrulegum hindrun eins  og  þvottabretti, holur og mjög þurr jarðvegur látið nægja. 

Boðið verður upp á  3.vegalengdir. 3.6 km fyrir 16 ára og yngri.
Sér hringur fyrir þennan aldurshóp.
Keppt verður bæði í stelpu og stráka flokki 11-12,  13-14 og 15-16ára

12 km. fyrir opin flokk kvenna  og B-flokk karla 

24 km. fyrir opin flokk karla 17 ára og eldri.  Hver hringur er ca. 12 km.

Rásmark er við Elliðavatnsbæinn, og hefst keppnin klukkan 20:00, skráningu keppenda og skoðun öryggisbúnaðar hjólsins lýkur 19:30.               

B -  FLOKKUR KARLA eru þeir sem hafa gaman af að hjóla en hafa ekki verið að keppa á bikarmótum og stærri keppnum innan ÍSÍ.
Sigurvegarar í B-flokki færast upp í opin flokk að ári.

Sjá kort af leiðinni.  

Sjá leið yngri en 16 ára

Hvernig komumst við akandi að rásmarki skoða kort.

Keppnisgjald er 1.500 kr. ef keppandi skráir sig og borgar fyrir kl.18. á þriðjudaginn 23. Júní, ATH( ekki er nóg að skrá sig það þarf líka að borga keppnisgjaldið.)

Sendið kvittun á hfr@vortex.is þar sem fram kemur nafn og kennitala og greiðslukvittun keppnisgjalds  (í heimabanka).
Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089
Reikningsnúmer: 132-26-2089 (Landsbankinn í Smáralind)

ATH:Keppnisgjald er 2.500 kr ef keppandi skráir sig eftir kl.18. þriðjudaginn 23.júní.    
 Það léttir mótshöldurum störfin ef keppendur skrá sig tímanlega.

Keppnisstjóri, Þorsteinn  s:869 2445   nánari upplýsingar veitir Helga María s:848 7552

Heiðmerkuráskorunin er kjörin keppni fyrir þá sem tóku þátt í Bláalónsþrautinni og ,,vilja meira”.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur
Kort af Heiðmörk og upplýsingar um Skógræktarfélag Reykjavíkur


Tour de France - Sagan - Upphitun #2

Mánuður hjólreiðaáhugamannsins
Júlí er mánuður hjólreiða í heiminum en þá fer fram hin árlega og langþekktasta hjólreiðakeppi sögunnar Tour de France eða Frakklandshjólreiðarnar.

Upphafið af Tour de France
1903Saga Tour de France nær alveg aftur til 1903, þegar 2 frönsk íþróttablöð kölluð „Le Velo“ og L Auto“ voru í baráttu um lesendur. Henri Desgrange var ritstjóri „L Auto“ og fyrrverandi hjólreiðameistari. „Le Velo“ hafði áður skipulagt 650 km.  hjólreiðakeppni sem kallaðist Bordeaux-to-Paris og hina 1100 km. löngu Paris-Brest-Paris. Þannig að Henri ákvað að gera jafnvel enn erfiðari og flottari keppni sem myndi endast í heilan mánuð og keppendurnir þyrftu að hjóla 2400 km. eftir vegum Frakklands en keppnin átti að byrja í París og enda í París. Upphaflega hét keppnin „Le Tour de France Cycliste“ og hún sló strax í gegn, dró að sér mikinn áhorfendafjölda og gerði það sem Henri ætlaði sér, keppnin tvöfaldaði lesendahóp blaðsins hans „L Auto“

Hinir upprunalegu 2400 km. eru nú orðnir 3500 og innihalda margar erfiðar dagleiðir m.a. í Ölpunum og Pýrenafjöllum og svo endar hún við Sigurbogann í París.

Umgjörðin
boratÞað sem skilur Tour de France frá öðrum hjólreiðakeppnum er gífurlegt líkamlegt álag á keppendum og uppsetning keppninnar. Keppninni er skipt upp í 21 dagleið sem standa í yfir 3 vikur með aðeins 2 dagar í  hvíld allan tímann. Í ár eru það eru 21 lið með 9 keppendum í hverju liði  sem gerir 189 þátttakendur. Sumir liðsmenn liðanna eru svokallaðir aðstoðarmenn fyrir bestu keppendurna. Bestu liðin eru með keppendur sem eru sérhæfðir í ákveðnum hlutum keppninnar eins og sprettum, klifri og halda hraða. Síðan eru sumir sem eru aðstoðarmenn og sjá um að kljúfa vindinn fyrir þá betri svo þeir hvílist og jafnvel að láta þá fá hjólin sín eða dekk ef eitthvað kemur uppá.

Það kann að virðast skrýtið en þó að einhver keppandi vinni 4 – 5 dagleiðir þá dugar það ekki endilega til að vinna keppnina þar sem sigurvegarinn er sá með besta samanlagða tímann úr öllum dagleiðunum. Maður sem væri í öðru sæti á öllum dagleiðum gæti þessvegna unnið keppnina með því að halda góðum tíma á öllum dagleiðum hvort sem er á sléttlendi eða í fjöllum. Keppnin skiptist uppí dagleiðir sem geta verið daglangar. Sumar dagleiðir hafa tekið meira en dag. Sigurvegarinn er sá sem er með besta samanlagðan tíma úr dagleiðunum en dagleiðirnar hafa breyst og þróast í gegnum árin og í dag eru dagleiðirnar yfirleitt um 20 á hverju móti þar sem dagleiðirnar eru frá 80 til 350 km. Heildarlengd keppninnar er yfirleitt um 3500 km. og þó keppnin sé kölluð Tour de France þá hafa verið dagleiðir í Ítalíu, Spáni, Sviss, Belgíu, Þýskalandi, Luxemburg og Englandi en keppnin fer samt öll fram í Frakkland í ár. Fyrsta dagleið keppninnar er kölluð Prolouge og var í London í fyrra en hefst í Brest í ár og endadagleiðin er kölluð Champs-Élysées og endar í París

kort

Í stuttu máli er lykillinn að sigri í Tour de France stöðugleiki. Sigurvegarar verða frægir og ríkir. Sumir meira en aðrir þó.

Sigurvegararnir - Þeir frægustu
Þekktustu sigurvegarar Tour de France í gegnum árin eru.

Jacques Anquetil
Jacques Anquetil
(1957, 1961, 1962, 1963, 1964)

eddie mercks 

Eddie Mercks (frá Belgíu og af mörgum álitinn besti hjólreiðamaður allra tíma)
(1969, 1970, 1971, 1972, 1974)

Hinault_Bernard
Bernard Hinault
 (1978, 1979, 1981, 1982, 1985)

indurain
Miguel Indurain
(1991, 1992, 1993, 1994, 1995)

   GregLeMond2

Greg LeMond (Fyrsti Bandaríski sigurvegarinn í Tour de France)
(1986, 1989, 1990)

lancearmstrong
Lance Armstrong.
(1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005)

Margir vita að hann vann fyrst 1999 en það var aðeins 3 árum eftir að hann greindist með krabbamein og var hugað helmingslíkum á áframhaldandi lífi. Hann hélt áfram eftir fyrsta sigur sinn og vann keppnina 7 sinnum í röð. Því er haldið fram að veikindin hans (krabbamein í eista, lungum og heila) hafi hækkað sársaukaþröskuld hans það mikið að hann gat haldið áfram endalaust.

Hægt er að sjá færslu mína Tour de France Upphitun #1 hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband