Í fyrra sló Bláalónskeppnin í hjólreiðum sitt eigið met með því að 300 tóku þátt. Í dag er þvílík vakning því það eru komnir 296 og ennþá eftir bæði netskráningartíminn í dag og svo er hægt að skrá sig á keppnisstað. Þú sparar reyndar 1000 kall með því að skrá þig í dag á netinu á www.hfr.is
Hvet alla til að skrá sig og taka þátt í skemmtilegasta hjólaviðburði ársins.
Stel svo textanum af heimasíðu Bláalónskeppninnar og set hann sér:
Hópurinn hjólar saman undir lögreglufylgd suður að kirkjugarðinum þar sem tímataka hefst. Ræsing fyrir 40 km er við Djúpavatnsafleggjara á sama tíma.
Keppendur sem ekki setja númer framan á hjólin sín þannig að þau sjáist í endamarki geta búist við því að fá ekki tíma eða sæti í keppninni.
Skráning
Netskráning: Smella hér.
Keppnisgjald er 2500 kr. á mann í netskráningu.
Netskráning lýkur 11. júní. Eftir 11. júní verður einungis hægt að skrá sig á keppnisdag. Skráningargjald á keppnisdag er 3500 kr. á mann.
Bláa Lónið hf. býður öllum keppendum í lónið eftir keppnina (kr. 4600). Einnig er létt máltíð eftir keppnina innifalin í skráningagjaldi.
Flokkar
60 km karlar og konur: 16-18, 19-29, 30-39, 40-49, 50+
40 km karlar og konur: opinn flokkur.
Liðakeppni
Liðakeppnin er á 60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.
Öll lið eru leyfileg, allur aldur og bæði kyn, fjölskyldur, fyrirtæki o.s.frv.
Firmakeppni
Liðakeppnin er á 60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.
Hugmyndin er að fyrirtæki taki sig saman og keppi sem eitt lið.
Verðlaun
Verðlaun fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki á 60 km leið. Veitt eru 1.-3. verðlaun í opnum flokki karla og kvenna á 40 km leið.
Bláa Lónið kostar öll verðlaun.
Verðlaunaafhending verður kl 15:00 við markið á bílastæði Bláa lónsins
DrykkjastöðTvær drykkjarstöðvar, önnur við gatnamót Djúpavatns- og Ísólfskálavegar. Síðari er við endamark.
Súpa og léttmeti handa öllum keppendum í keppnistjaldi á bílastæði að lokinni keppni.
Flutningar:
Töskur keppenda frá Strandgötu í Bláa lónið: Flutningabíll frá Vífilfelli mun flytja töskur keppenda frá Strandgötu í endamarkið við Bláa lónið
Hjólin: Vífilfell býður keppendum frían flutning á hjólum frá Bláa lóninu til baka í strandgötu. Flutningarbílar leggja af stað eftir verðlaunaafhendingu.
Keppendur: Áætlunarrúta á vegum Þingvallaleiða kl: 14:00, 16:00 og
18:00 á kostnað keppenda. Kynnisferðir fara einnig frá Bláa lóninu kl. 14:15 15:15, 16:15 og 17:15. Ath. Breytingar sem kunna að verða á áætlun, eru ekki á ábyrgð mótshaldara.
Ýmislegt
Keppnin er opin öllum 15 ára og eldri.
Hjálmaskylda er og eru keppendur á eigin ábyrgð í keppninni.
Vegurinn er opinn almennri umferð, keppendur eru beðnir að hjóla eftir umferðareglum.
Drykkjarstöð við Ísólfskálaveg er opin til kl. 12:30. Tímataka við markið hættir kl. 14:45.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sér um brautargæslu og endamark.
Bláa Lónið hf. býður öllum keppendum í lónið eftir keppnina.
Vífilfell býður keppendum upp á orkudrykki og flutning á hjólum til baka.
Húsasmiðjan kostar brautargæslu og veitingar í endamarki.
Flokkur: Íþróttir | 11.6.2010 | 15:59 (breytt kl. 16:02) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.