Eðalvideo af hjólreiðum á Íslandi

Það er svo komið að Sjónvarið á Íslandi er farið að sýna frá hjólreiðaviðburðum og keppnum hérna á klakanum... Undanfarin ár hefur þetta verið nokkuð sniðgengin íþrótt þegar kemur að því að sýna eitthvað.

Það er nú samt þannig að það hjóla fleiri en spila golf, það hjóla fleiri en eiga hesta og það hjóla fleiri en eiga mótorhjól. Samt hefur þetta alltaf setið a hakanum og ekki verið sýnt. Það er líklega ein ástæða að það þarf ákveðna þekkingu og úrfærsluhæfileika til að sýna frá svona keppni, samt ekki svo ólíka en frá Rallý keppnum.

Við Íslendingar erum sem betur fer svo keppin að einkaframtakið er að skila þessu í sjónvarið og undanfarið hef ég verið að sjá í fréttum Ruv vel útfærðar og flottar fréttaskýringar frá mótum á Íslandi. Þetta eigum við allt einum manni að þakka sem hefur lagt sig í frammi við að útfæra margmiðlunarefni í þeim klassa að RUV er tilbúið að sýna það.

Sá heitir Elvar Örn og heldur úti myndasafni um bæði Rall og Hjólreiðar á YouTube sem enginn á  að láta fram hjá sér fara. slóðin er http://www.youtube.com/user/elvarorn76 (hægt er að smella á hlekkinn.

Áhugaverðir hlekkir fyrir hjólreiðamenn eru samt þessir:

Samklippt efni sem birtist á RUV um hjólreiðamót sem allir hjólfærir menn geta tekið þátt í á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is Heiðmerkuráskorunin

Og svo fyrir þá sem þora... Jaðarsport þar sem hægt er að horfa á 2 ofurhuga skella sér niður úlfarsfellið í keppni um betri tíma... Þetta er náttúrulega ekki í rauntíma milli þeirra en þeir fara sömu leið og myndin er ræst á sama tíma á þeim báðum.... MUST SEE eins og maðurinn orðaði það.

Svo ef þið farið á síðuna hans Elvars á youtube sem ég vísa í að ofan er fullt af fleiri og eldri flottum hjólaviðburðum...

 Meira svona Elvar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Takk fyrir þetta.

Ég skal glaður taka allan heiðurinn en oft er það nú þannig að fleiri leggja hönd á plóg og þar má nefna Hákon Hrafn og Albert Jakobsson sem hafa lagt sitt af mörkum við að skrifa texta með myndböndunum sem fréttamennirnir vinna úr og einnig hafa þeir haft milligöngu við Íþróttafréttastofu RUV.

Elvar Örn Reynisson, 11.7.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband