Það blogga fleiri um hjólreiðar en ég !!!! - góð lesning

Vefskráningu í Bláalónsþrautina er til 6. júní á www.hfr.is og endilega kynna sér þrautina og taka þátt. Eins og kemur fram hér neðan þá geta allir tekið þátt. 

Efni um hjólreiðar
Ég verð sjaldan jafn glaður en þegar ég sé fólk með sömu áhugamál og stefnur á blogginu sínu og ég. En í dag birtist alveg frábært blogg og það var birt á einum af þessum tenglavefjum okkar íslendinga.

Þetta er góð lesning og slóðin á boggið  eða "vefritið" eins og það er kallað er hægt að nálgast hér

Málið er að það eru fleiri og fleiri fjölskyldur að tileinka sér reiðhjólið sem samgöngumáta og fleiri og fleiri fjölskyldur eiga ekki bíl lengur. Þetta hefur oft ekkert með efnahag að gera heldur sjónarmið.

Góð sjónarmið til að velja geta verið:

Heilbrigði:

Fullorðnir:
Fullorðnir þurfa á hreyfingu að halda og rannsóknir sýna að þeir sem hjóla lifa lengur og eru með langtum betri æðakerfi og betra hjarta en þeir sem ferðast allra sinna ferða án áreynslu.

Börn:
Börn eru oft keyrð í skólann, keyrð á æfingu og keyrð til vina en kannski er það vandamálið með þessa kynslóð barna sem allir kenna tölvuleikjum um að séu of feit eða ekki í formi að þau eru keyrð allra sinna ferða. OK leyfið kannski börnunum að hanga í tölvuleikjum en ekki bæta ofan á það með leigubílaakstri. Grunnhreyfing barna getur alveg komið úr daglegum samgöngum þó þau séu ekki æfandi íþróttir.

Hagkvæmni:

Rekstur bílsins:
Það eru nokkrir kostnaðarliðir við rekstur bíls. Lánið í myntkörfu sem hefur hækkað um helling frá upphafi, Tryggingar hafa hækkað langt umfram verðlag og svo er það rekstur bílsins. Þá er ég ekki bara að tala um eldsneyti heldur bremsuklossa, olíuskipti, slitna hluta bílsins, þrif, bón og allt sem fylgir því að eiga bíl. Sjálfur reiknað ég út að það kostaði mig rúmlega milljón á ári að eiga bíl meðan ég rak slíkan. Fyrir þann pening gæti ég keypt mér 10 - 20 reiðhjól og rekið þau allt árið og notað strætó þegar ég nennti ekki að hjóla heim.

Heilsan:
Heilbrigði og heilsa eru jú oft tengd saman en heilsubótin sem fæst úr hjólreiðum verður aldrei of oft sögð. Þeir sem hjóla eru betur til fallnir en flestir aðrir. Enda hefur það komið í ljós að þeir sem hjóla til vinnu eru sjaldnar veikir og þeir þjást ekki af slitmeiðslum eins og þeir sem stunda aðrar íþróttir. Auk þess sem grunnþjálfun fyrir flestar aðrar íþróttir er farin að eiga sér stað á reiðhjóli. Það er meira að segja svo langt gengir að maraþonhlauparar eru farnir að hjóla sér inn þol til þess að spara mjaðmir og hné.

Líkaminn:
Málið er með hjólreiðar að á hjólinu getur þú stundað hina fullkomnu áreynslu án þess að slíta líkamanum ef að hjólið er rétt stillt. Hné, Mjaðmir, bak og fleiri álagspunktar í flestum íþróttum eru súkkat í hjólreiðum. Sjálfur er ég með vatn og hrufur undir vinstri hnéskel og eftir að hafa verið of þungur var ég slæmur í mjöðm en þetta hvarf allt við hjólreiðar og ég styrkti vöðva, sinar og sál.

Sál:
Ég hef oft sagt að ég þurfi að fá sálfræðimeðferð við öllum mínum kvillum enda á ég langa sjúkrasögu að baki með blæðandi magasár útaf bakteríu í maga og fleira en það góða er að eina íþróttin sem hægt er að byrja að stunda fljótt eftir sjúkrahúslegu eru hjólreiðar. Enda veita hjólreiðar manni hið fullkomna frelsi. Þegar ég hjóla kem ég engu neikvæðu að hjá mér né nokkur annar sem ég þekki. Þetta er hin fullkomna ástand af frelsi, þeas að hjóla
Ég hef notað þá skemmtilegu leið í svokölluðu "recovery" að fara bara með strákana mína að hjóla 10 - 30 km rúnt og þeir eru 6 og 10 ára. En málið er að það geta allir hjólað 30 km ef þeir taka það bara á réttum hraða. Og að vera slappur, þreyttur eða finnast maður ekki geta neitt  þá kemst ég alltaf að því að get allt á hjóli og að fara 50 km rúnt á stígakerfi Reykjavíkur er engum ofviða ef þeir bara taka það á sínum hraða.

Það er til gott slogan sem prentað er á boli í útlöndum sem er "get a live - get a bike"

en í mínu tilviki er það "after I got að bike, I got a live"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband